Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Side 10
10 Helgarblað 23. júní 2017fréttir
Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ
Súrdeigsbrauðin
okkar eru alvöru
u Heilkorna
u 100% spelt
u Sykurlaus
u Gerlaus
u Olíulaus
M
iklar umræður hafa skap-
ast um verð á eldsneyti
eftir að Costco opnaði
bensínstöð í Kauptúni
í Garðbæ fyrir rúmum mánuði.
Sitt sýnist hverjum en það er ekk-
ert launungarmál að Íslendingar
hafa tekið nýjustu viðbótinni opn-
um örmum. Stóra spurningin er þó
hvort vinsældir bensínstöðvar innar
séu komnar til að vera eða hvort
fólk eigi eftir að snúa aftur á „sínar
stöðvar“ þegar nýjabrumið er farið.
Forstjórar íslensku olíufélaganna
segjast ekki hafa miklar áhyggjur af
þessum nýja samkeppnisaðila. Þá
hefur því ítrekað verið kastað fram
að Costco-bensínið sé einfald-
lega betra en það sem við höfum
þekkt hingað til. Hvað þetta varð-
ar sitja forstjórarnir fyrir svörum
sem og formaður Neytendasam-
takanna og framkvæmdastjóri FÍB.
Þá fullyrða allir forstjórarnir að
orðrómurinn um að Costco-bens-
ínið dugi betur sé nákvæmlega það
– orðrómur. n
„CostCo-bensínið dugar ekki betur“
n Íslensku olíufélögin óttast ekki samkeppnina n Bíða þess að mesta sveiflan gangi yfir n Veislan búin, segir formaður Neytendasamtakanna
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB
Segir fólk sjá í
gegnum olíufélögin
„Áhrifin hafa verið gríðarlega mik-
il. Margir gera sér ferð í Garðabæ-
inn til að kaupa eldsneyti í Costco.
Þetta eru skýr merki um breytta
kauphegðun íslenskra neytenda.“
Þetta segir Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri FÍB, (Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda) í samtali
við DV. Hann segir jafnframt að ís-
lensku olíufélögin hafi öll brugðist
við þessari nýju samkeppni.
„Þau þykjast samt ekkert vera
að því en það sér hver maður í
gegnum þetta. Olís, N1 og Skelj-
ungur eru öll á leiðinni í þetta
sambærilega módel, það er að tengjast verslunum.“
Runólfur telur að í náinni framtíð muni útsölustöðum eldsneytis
snarfækka, þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikið offram-
boð á eldsneytisstöðvum sem neytendur borga fyrir með hærri álagn-
ingu.“ Þá telur Runólfur að þróunin verði í þá veru að öll olíufélögin eigi
eftir að lækka sitt útsöluverð.
„Hingað til hefur eldsneytisverð verið alltof hátt á Íslandi. Þetta er
bara rétt að byrja. Viðbrögðin við innkomu Costco verða meiri eftir því
sem líður á. Það er ég alveg viss um.“
Kristín Clausen
kristin@dv.is
Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs
„Ekkert hefur
komið okkur á óvart“
„Costco notar bensín sem að-
dráttarafl í vöruhúsið. Út frá
því má fullyrða að þeir séu
nokkuð ódýrari en aðrir. Það er
heldur ekkert launungarmál að
það er búið að vera heilmikið
að gera hjá Costco.“ Þetta seg-
ir Valgeir M. Baldursson, for-
stjóri Skeljungs, um innkomu
Costco á íslenska olíumark-
aðinn. Hann bendir jafnframt
á að þar sem eldsneyti sé ekki
kjarnastarfsemi Costco sé
álagning mun lægri. Að sama
skapi séu ekki allir á höttunum
eftir lægsta eldsneytisverðinu.
„Það eru ekkert allir að leita
að lægsta verðinu heldur gera
meira út á þægindi og þjón-
ustu. Það bjóðum við upp á,“
segir Valgeir.
Þá bendir hann á að Skelj-
ungur bjóði sínum viðskiptavinum upp á val og net bensínstöðva um allt
land. Fyrir utan þjónustustöðvar Skeljungs er fyrirtækið með Orkuna, þar
sem flestir viðskiptavinir borga eldsneyti með svokölluðum „orkulyklum“ og
fá afslátt í takt við notkun. Þá er Skeljungur einnig með fjórar eldneytisstöðv-
ar á höfuðborgarsvæðinu sem heita Orkan X. „Þar eru engir afslættir heldur
ávallt boðið upp á lægsta verðið hverju sinni. Þetta er svipað módel og er á
verðlagningu Costco. Í dag munar 4 til 5 prósentum á verðinu hjá Orkunni X
og Costco,“ segir Valgeir.
Skeljungur er því, að sögn forstjóra fyrirtækisins, ekki með nein sérstök
viðbrögð í gangi vegna komu Costco. Skeljungur ætli að halda sínu striki
og reka vörumerkin með sama hætti og verið hefur til þessa. „Ekkert hefur
komið okkur á óvart varðandi það hvernig þeir hafa farið af stað.“
Að lokum segir Valgeir: „Samkeppni er góð og brýnir þá sem fyrir eru.“
Verð - bensín
n Atlantsolía alg. verð: 190,4 kr. l
n Costco Kauptúni: 164,9 kr. l
n Dælan: 175,6 kr. l
n N1: 190,7 kr. l
n ÓB: 190,4 kr. l
n Olís: 192,4 kr. l
n Orkan: 190,3 kr. l
n Orkan X: 175,2 kr. l
n Skeljungur: 192,4 kr. l
Verð miðast við 22.06.2017
Verð - dísilolía
n Atlantsolía alg. verð: 176,9 kr. l
n Costco: 155,9 kr. l
n Dælan: 163,1 kr. l
n N1: 177,2 kr. l
n ÓB: 176,9 kr. l
n Olís: 177,2 kr. l
n Orkan: 176,8 kr. l
n Orkan X: 162,7 kr. l
n Skeljungur: 177,2 kr. l
Verð miðast við 22.06.2017