Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Qupperneq 10
10 Helgarblað 23. júní 2017fréttir Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus M iklar umræður hafa skap- ast um verð á eldsneyti eftir að Costco opnaði bensínstöð í Kauptúni í Garðbæ fyrir rúmum mánuði. Sitt sýnist hverjum en það er ekk- ert launungarmál að Íslendingar hafa tekið nýjustu viðbótinni opn- um örmum. Stóra spurningin er þó hvort vinsældir bensínstöðvar innar séu komnar til að vera eða hvort fólk eigi eftir að snúa aftur á „sínar stöðvar“ þegar nýjabrumið er farið. Forstjórar íslensku olíufélaganna segjast ekki hafa miklar áhyggjur af þessum nýja samkeppnisaðila. Þá hefur því ítrekað verið kastað fram að Costco-bensínið sé einfald- lega betra en það sem við höfum þekkt hingað til. Hvað þetta varð- ar sitja forstjórarnir fyrir svörum sem og formaður Neytendasam- takanna og framkvæmdastjóri FÍB. Þá fullyrða allir forstjórarnir að orðrómurinn um að Costco-bens- ínið dugi betur sé nákvæmlega það – orðrómur. n „CostCo-bensínið dugar ekki betur“ n Íslensku olíufélögin óttast ekki samkeppnina n Bíða þess að mesta sveiflan gangi yfir n Veislan búin, segir formaður Neytendasamtakanna Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB Segir fólk sjá í gegnum olíufélögin „Áhrifin hafa verið gríðarlega mik- il. Margir gera sér ferð í Garðabæ- inn til að kaupa eldsneyti í Costco. Þetta eru skýr merki um breytta kauphegðun íslenskra neytenda.“ Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, (Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda) í samtali við DV. Hann segir jafnframt að ís- lensku olíufélögin hafi öll brugðist við þessari nýju samkeppni. „Þau þykjast samt ekkert vera að því en það sér hver maður í gegnum þetta. Olís, N1 og Skelj- ungur eru öll á leiðinni í þetta sambærilega módel, það er að tengjast verslunum.“ Runólfur telur að í náinni framtíð muni útsölustöðum eldsneytis snarfækka, þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikið offram- boð á eldsneytisstöðvum sem neytendur borga fyrir með hærri álagn- ingu.“ Þá telur Runólfur að þróunin verði í þá veru að öll olíufélögin eigi eftir að lækka sitt útsöluverð. „Hingað til hefur eldsneytisverð verið alltof hátt á Íslandi. Þetta er bara rétt að byrja. Viðbrögðin við innkomu Costco verða meiri eftir því sem líður á. Það er ég alveg viss um.“ Kristín Clausen kristin@dv.is Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs „Ekkert hefur komið okkur á óvart“ „Costco notar bensín sem að- dráttarafl í vöruhúsið. Út frá því má fullyrða að þeir séu nokkuð ódýrari en aðrir. Það er heldur ekkert launungarmál að það er búið að vera heilmikið að gera hjá Costco.“ Þetta seg- ir Valgeir M. Baldursson, for- stjóri Skeljungs, um innkomu Costco á íslenska olíumark- aðinn. Hann bendir jafnframt á að þar sem eldsneyti sé ekki kjarnastarfsemi Costco sé álagning mun lægri. Að sama skapi séu ekki allir á höttunum eftir lægsta eldsneytisverðinu. „Það eru ekkert allir að leita að lægsta verðinu heldur gera meira út á þægindi og þjón- ustu. Það bjóðum við upp á,“ segir Valgeir. Þá bendir hann á að Skelj- ungur bjóði sínum viðskiptavinum upp á val og net bensínstöðva um allt land. Fyrir utan þjónustustöðvar Skeljungs er fyrirtækið með Orkuna, þar sem flestir viðskiptavinir borga eldsneyti með svokölluðum „orkulyklum“ og fá afslátt í takt við notkun. Þá er Skeljungur einnig með fjórar eldneytisstöðv- ar á höfuðborgarsvæðinu sem heita Orkan X. „Þar eru engir afslættir heldur ávallt boðið upp á lægsta verðið hverju sinni. Þetta er svipað módel og er á verðlagningu Costco. Í dag munar 4 til 5 prósentum á verðinu hjá Orkunni X og Costco,“ segir Valgeir. Skeljungur er því, að sögn forstjóra fyrirtækisins, ekki með nein sérstök viðbrögð í gangi vegna komu Costco. Skeljungur ætli að halda sínu striki og reka vörumerkin með sama hætti og verið hefur til þessa. „Ekkert hefur komið okkur á óvart varðandi það hvernig þeir hafa farið af stað.“ Að lokum segir Valgeir: „Samkeppni er góð og brýnir þá sem fyrir eru.“ Verð - bensín n Atlantsolía alg. verð: 190,4 kr. l n Costco Kauptúni: 164,9 kr. l n Dælan: 175,6 kr. l n N1: 190,7 kr. l n ÓB: 190,4 kr. l n Olís: 192,4 kr. l n Orkan: 190,3 kr. l n Orkan X: 175,2 kr. l n Skeljungur: 192,4 kr. l Verð miðast við 22.06.2017 Verð - dísilolía n Atlantsolía alg. verð: 176,9 kr. l n Costco: 155,9 kr. l n Dælan: 163,1 kr. l n N1: 177,2 kr. l n ÓB: 176,9 kr. l n Olís: 177,2 kr. l n Orkan: 176,8 kr. l n Orkan X: 162,7 kr. l n Skeljungur: 177,2 kr. l Verð miðast við 22.06.2017
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.