Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Síða 11
Helgarblað 23. júní 2017 fréttir 11 Er Costco- bensínið betra? Olíufélögin svara fyrir þrálátan orðróm þess efnis að Costco- bensín dugi betur Eggert, forstjóri N1 „Þessi orðrómur er ekki annað er orðrómur. Costco-bensínið dugar ekki betur. N1 hefur í fjölda ára notað bæti- efni bæði í bensín og dísil sem minnkar útblástur og dregur úr eyðslu. N1 selur eingöngu bensín sem stenst nýjustu kröfur um umhverfisvernd og jafnframt þær kröfur sem samtök framleiðenda bensínvéla gera. Prófanir helstu bílaframleiðenda heims sýna að þessi nýju bætiefni skila betri árangri fyrir all- ar tegundir bensínvéla. Betra bensín N1 helst í hendur við tækniþróun véla sem gerir nýjar kröfur til betra eldsneytis.“ Jón Ólafur, forstjóri Olís „Við höfum orðið vör við orðróm þess efnis að Costco-bensín dugi betur en annað bensín. Þetta er algjörlega út í hött að mínu mati enda hefur ekkert komið fram sem styður þetta. Við kaup- um okkar eldsneyti eftir viðurkenndum og samþykktum stöðlum sem segja til um gæði eldsneytisins. Í eldsneyti í dag er blandað etanóli enda kveða lög á um að ákveðið hlutfall eldsneytis skuli blandað með endurnýjanlegu eldsneyti og skal að lágmarki vera 5 prósent af seldu eldsneyti. Okkur er ekki kunnugt um eiginleika bætiefnisins hjá Costco, en ég tel algjörlega útilokað að það auki orkuinnihald eldsneytis með þeim hætti að það endist lengur en annað eldsneyti sem er til sölu hér á markaði. Það hefur einnig komið fram að eldsneytið sem Costco selur er keypt af Skeljungi sem kaupir sitt eldsneyti af sama birgja og Olís sem er Statoil í Noregi. Því finnst mér þessar skýringar bæði langsóttar og ótrúverðugar.“ Valgeir, forstjóri Skeljungs „Eldsneytið sem selt er á á stöðvum Skeljungs, Orkunnar og Orkunnar X er sama eldsneyti og er selt hjá Costco. Íblöndunarefni er ekki til þynningar heldur til að bæta eiginleika eldsneytis.“ Guðrún Ragna, fram- kvæmdastjóri Atlantsolíu „Atlantsolía blandar ekki etanóli í bens- ín en við blöndum vetnismeðhöndlaðri lífdísilolíu, öðru nafni VLO, í dísilolíuna. VLO bætir gæði olíunnar sem skilar betri og skilvirkari bruna ásamt því að auka kuldaþol hennar. Einnig dregur VLO úr losun gróðurhúsalofttegunda og gerir dísilolíuna því mun umhverfisvænni.“ „CostCo-bensínið dugar ekki betur“ n Íslensku olíufélögin óttast ekki samkeppnina n Bíða þess að mesta sveiflan gangi yfir n Veislan búin, segir formaður Neytendasamtakanna Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna „Veislan á kostnað neytenda er búin“ „Íslenskir neytendur eru vaknaðir. Það er engin spurning,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasam- takanna. Hann telur að áhrif Costco á Íslandi séu rétt að byrja. Íslendingar hafi of lengi sætt sig við fákeppni og séu nú að vakna til meðvitundar. „Við sjáum að arðsemi bæði smásölu- verslana og olíufélaganna hefur verið slík, í þessu fámenna landi, að þetta er fákeppnisgróði sem þarna hefur orðið til. Sú veisla, sem hefur verið á kostnað neytenda, er búin.“ Ólafur fagnar jafnframt nýjustu hræringunum á íslenska smásölu- og eldsneytismarkaðinum – að Hagar hafi keypt allt hlutafé í Olís, Skelj- ungur sameinast Iceland og 10-11 og N1 búið að kaupa Festi hf. „Það er þó ekki nóg að olíufélag kaupi smásölufyrirtæki og öfugt. Þau þurfa að bjóða neytendum lægra verð og minni álagningu.“ Þá þykir Ólafi það einstaklega ánægjulegt að Costco virðist ætla að láta Íslendinga njóta góðs af heimsmarkaðsverði á olíu sem og stöðu krónunnar. „Á meðan munurinn á eldsneytis- verðinu er svona mikill er vel skiljan- legt að fólk leggi á sig ferðalag í Garða- bæinn til að taka bensín. Núna er um það bil 30 krónu munur á lítranum á milli Costco og þjónustustöðvanna. Ef þú ætlar til dæmis að setja 40 lítra á bílinn þá sparar þú 1.200 krónur á hverri áfyllingu. Það fljótt að telja. Ég tala nú ekki um þegar þú getur svo farið í Costco og keypt rúðuþurrkur, smurolíu, rafgeyma og dekk á miklu lægra verði verið hefur.“ Ólafi þykir sömuleiðis líklegt að í náinni framtíð muni íslensku olíufélög- in minnka sína yfirbyggingu. „Þessar steinsteypuhallir, þar sem er allt á milli himins og jarðar er selt á uppsprengdu verði, eru úreltar. Neytendur vilja ein- faldari umgjörð og lægra verð. Hann segir það heldur ekki skrítið að um þessar mundir séu forstjórar olíufélag- anna mikið í að tala upp sín fyrirtæki. „Þetta er eðlilegt. Svo kemur að því að þau bregðast við. Þau geta ekki annað.“Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu „Of snemmt að segja til um áhrifin“ „Já, við finnum fyrir komu þeirra en teljum enn of snemmt að segja til um hver áhrifin verða,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, um innkomu Costco á íslenska eldsneytismarkaðinn. Guðrún segir starfsfólk Atlantsolíu ætla að halda sínu striki. Hingað til hefur fyrirtækið mælst með um 10 pró- senta markaðshlutdeild á íslenska olíumarkaðinum. „Atlantsolía hefur alltaf boð- ið upp á afsláttarkjör sem aukast eftir því sem þú notar meira. Þá erum við með 19 stöðvar um allt land, sem eru opnar allan sólar- hringinn, og ánægðustu viðskipta- vinina samkvæmt íslensku Ánægjuvoginni 2017. Við erum mjög stolt af okkar vinnu og árangrinum. En það má alltaf gera betur.“ Guðrún segir ósköp eðlilegt að fólk leitist við að finna besta elds- neytisverðið en í þeim samanburði má ekki gleyma að taka tillit til þeirra afsláttarkjara sem í boði eru. „Það verður líka að taka í jöfnuna hvort það borgar sig að keyra langt eftir nokkurra króna mun. Bæði fjár- hags- og tímalega séð.“ Þá fagnar Guðrún því að neytendur hafi fengið fleiri valkosti. „Ólíkt Costco og hinum olíufélögunum þá erum við ekki að selja aðra vöru. Við erum ekki að lokka fólk til að „kíkja við í búðinni“ eða nýta sér aðra þjónustu. Við reynum heldur að gera eldsneytiskaupin sem einföldust og fljótlegust. Fólk getur fengið kvittanir í tölupósti og einnig fengið yf- irlit yfir öll sín viðskipti á svokölluðum „Mínum síðum“. Þá skiptir okkur líka miklu máli að stöðvarnar falli sem best að umhverfinu.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1 „Bauhaus seldi meira en Byko og Húsasmiðjan fyrstu 30 dagana“ „Við erum ekki í samkeppni við Costco og mun- um aldrei vera það. Þeir eru með eina bensín- stöð í Garðabæ á meðan við erum með yfir 100 stöðvar um allt land, sem eru opnar allan sólar- hringinn.“ Þetta segir Eggert Þór, forstjóri N1, sem viðurkennir þó að þeir geti lært heilmikið af Costco þar sem þar á bæ séu frábærir „markaðs- snillingar“ sem hafa nýtt sér fjölmiðla til að fá ókeypis umfjöllun. Þá eru yfirvofandi breytingar hjá N1 sem festi nýlega kaup á Festi hf. Undir þeirri samsteypu eru verslanir og fyrirtæki á borð við Krónuna, Nóatún, Kjarval, Elko, vöruhótelið Bakka og fasteignasafn Smáragarðs. Eggert segir þó ekki tímabært að segja til um hvernig breytingar séu í farvatninu þar sem ferlið sé að rétt að byrja. Enn á eftir á að klára kaupsamning, fá samþykki hluthafafundar og síðan á samkeppniseftirlitið eftir að gefa grænt ljós á kaupin. Eggert kveðst alls ekki hafa miklar áhyggjur af innkomu Costco á íslenskan eldsneytismark- að. Sérstaklega í ljósi þess sem sagan hefur kennt okkur þegar nýjungar eru kynntar til leiks á Íslandi. „Bauhaus seldi meira en Byko og Húsasmiðj- an fyrstu 30 dagana. Ég veit ekki alveg hvort það sé enn þannig. Það var líka biðröð á Dunkin' Donuts fyrstu tvær vikurnar. Íslenska brjálæðið á til að vera mjög hresst og skemmtilegt. Við tök- um hlutina með trompi. Það er ekkert að því.“ Þá segir Eggert: „Ég veit alveg hvað kostar að kaupa bensín til Íslands og selja það ef taka á tillit til alls kostnaðar og fjárfestinga sem eru talsverðar. Ef N1 myndi selja bensín á sama verði og Costco þá myndi ég tapa á því. Og af því að N1 er markaðsráðandi aðili á olíumark- aðinum þá væri það lögbrot og við hjá N1 erum með skýra sýn á að fylgja eftir öllum lög- um og reglum. Ólíkt okkur, þar sem bensín og olía eru okkar helsta söluvara, þá nota Costco- menn eldsneytið til að lokka fólk í verslunina sína. Þess vegna niðurgreiða þeir bensínið og það er greinilega markaðskostnaður hjá þeim, sem er fín strategía hjá þeim en gengur ekki upp fyrir N1.“ Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís Gætu þurft að endurmeta stöðuna „Costco fær sína frumsýningu. Svo sjáum við hvernig þeim verður tekið í íslensku smásölumengi.“ Þetta segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, um nýjasta keppinautinn á íslenskum olíumarkaði. Hann segir Olís þó ekki vera í beinni samkeppni við Costco. „Við ætlum að halda áfram að gera það sem okkur finnst við hafa gert vel. Okkar fyrstu viðbrögð eru einfaldlega að bíða eftir því að mesta sveiflan gangi yfir. Costco hefur auðvitað fengið gríðar- lega umfjöllun í fjölmiðlum. Því er ekkert skrítið að fólk sé að tapa sér. Væntingarn- ar voru svo miklar.“ Jón bendir á að Olís sé með allt annað viðskiptamódel en Costco. Til dæmis kappkosti starfsmenn hjá Olís að þjónusta bílinn og bíleigandann. „Við bjóð- um upp á þjónustu inni í hverfunum og úti á landi. Við erum í nærþjónustu við okkar viðskiptavini nánast hvar sem er.“ Hann segir þjónustu sem þessa sannarlega kosta sitt. „Hingað til hefur þjónustustigið verið eins um allt land. Nú verðum við hins vegar að bíða og sjá hvort það sé enn eftirspurn eftir þessu þjónustustigi. Ef það er ekki þá þurfum við mögulega að endurmeta stöðuna og ákveða upp á nýtt hversu langt við ætlum að að ganga í því að þjónusta viðskiptavini okkar á kostnað lægra verðs.“ Líkt og fram hefur komið festu Hagar kaup á öllu hlutafé í Olís í lok apríl. Áður hefur komið fram að markmið kaupanna sé að bæta þjónustu við við- skiptavini Haga sem jafnframt hafa fest kaup á Lyfju. Jón Ólafur gerir ráð fyrir að Olís sameinist Högum eftir að samkeppniseftirlitið hefur skoðað og lagt blessun sína yfir kaupin. Hann telur of snemmt að segja til um hvort eða hvernig breytingar verða gerðar á rekstrinum eftir sameininguna. „Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.