Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 14
14 Helgarblað 23. júní 2017fréttir H jalti Úrsus Árnason segir alvarlegar brotalamir á rannsókn á meintri morð- tilraun sonar síns, Árna Gils. Hann hefur verið í gæslu- varðhaldi í nærri fjóra mánuði og er ákærður fyrir morðtilraun. Hjalti segir algjörlega ljóst að Árni Gils hafi verið verja sig. Hann segir að vissulega hafi sonur sinn ekki verið neinn engill undanfar- in misseri en það þýði þó ekki að hann sé sekur um morðtilraun. Sagður hafa stungið manninn í hausinn Samkvæmt ákæru gegn Árna Gils er honum gefið að sök að hafa reynt að myrða karlmann á þrítugs aldri aðfaranótt sunnu- dagsins 5. mars á bílastæði við söluturninn Leifasjoppu við Iðu- fell í Reykjavík. Samkvæmt ákæru á Árni Gils að hafa stungið mann- inn í höfuðið vinstra megin fyrir ofan eyra með hníf. Í ákæru segir að afleiðingar þessa hafi verið að maðurinn hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri og náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar. Fengu tilkynningu um berserksgang Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Árna þann 11. maí síðastliðinn segir að hann sé grunaður um brot sem varði fangelsi eigi skemur en fimm ár eða ævilangt. Í gæsluvarð- haldsúrskurði sem féll þann sama dag og atvikið átti sér stað kemur fram að lögregla hafi verið kölluð á vettvang við Leifasjoppu þar sem þar gengi ónefndur aðili berserks- gang og hefði meðal annars spark- að í bíl sem þar væri. Þegar lögregla kom á vettvang var Árni þar einn á vettvangi og kannaðist ekki við að vera sá sem hafði sparkað í bílinn. Hann sagð- ist vera með bílinn í láni af vin- konu sinni. Hann sagði lögreglu að maður hefði komið og ráðist á hann en væri farinn. Í greinargerð lögreglu segir að Árni hafi ver- ið greinilega verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Á þessum tíma gefur umrædd vinkona sig fram við lögreglu og segir að Árni hafi stungið vin hennar í höfuðið með hníf. Sá hafi verið að aðstoða hana við að ná bíl sínum frá Árna, sem að hennar sögn hafi tekið hann í leyfisleysi. Hún fullyrti að Árni hefði komið með hnífinn. Konan sagði lögreglu að maðurinn hefði farið í burtu og verið keyrður á slysadeild. Ólíkar frásagnir Í gæsluvarðhaldsúrskurði hljóðar frásögn mannsins svo: „Á slysa- deild hafi verið rætt stuttlega við A og fái frásögn hans samræmst framburði eiganda bifreiðarinn- ar. Kvaðst hann hafa verið beðinn um að koma með bifreiðar- eigandanum að Leifasjoppu til að hitta Árna sem hafi verið með bíl þess fyrrnefnda í leyfisleysi. Hafi X komið en neitað að afhenda eigandanum lykla bifreiðarinnar. Kvaðst A hafa verið rólegur en Árni hafi hins vegar verið mjög æstur og hafi ekki virst vita hvað hann var að segja. Árni hafi svo ætt út úr bílnum, ráðist á sig og sleg- ið hann í vinstra gagnaugað. Árni sem væri mikið hærri en hann, hafi látið sig svo falla ofan á sig þannig að hann hafi lenti á bakinu eða bakhliðinni á jörðinni. Hann hafi náð að losa sig og staðið upp, hafi snúist í hringi og séð að Árni hafi haldið á hníf sem hann hafi stungið sig í höfuðið með. Í fram- haldi hafi byrjað að spýtast blóð úr höfðinu á sér.“ Árni var yfirheyrður strax um morguninn og neitaði hann alfarið sök. Hann sagði rétt að hann hefði mælt sér mót við vinkonu sína fyrir utan Leifasjoppu. Árni sagði meint fórnarlamb hafa ráðist á sig með hníf. Þeir hafi lent í átök- um og þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að maðurinn myndi stinga hann hefði hnífurinn farið í höfuð mannsins þar sem maður- inn hélt á honum sjálfur. „Hreinn réttarskandall“ Hjalti segir að málið sé nýtt Guð- mundar- og Geirfinnsmál. „Þetta er hreinn réttarskandall. Meinta fórnarlambið kom með hnífinn á vettvang, það er vitni að því að hann kom með hnífinn og réðst á Árna. Aðalvitnið, vinkona hans, er í fullkominni fíkniefnaneyslu og gjörsamlega út úr kortinu þegar lögreglan kemur þarna. Hún er búin að leiðrétta framburð sinn. Það er vitni í málinu sem sér meinta fórnarlambið með hnífinn, labba í burtu og fela hann.“ Hjalti segir að ekki sé allt sem sýnist í málinu og gagnrýnir hann rannsókn lögreglu og þá sérstak- lega að blóðslettur hafi ekki verið skoðaðar. „Það er ekkert blóð, það eru sex blóðdropar á vettvangi. Lögreglan vill ekki gera DNA- rannsókn, þannig að þetta er bara nýtt Geirfinnsmál. Það eina sem Árni gerði var að verjast lífshættu- legri líkamsárás. Þetta er slagæðar- rof og þá ætti nú að blæða þokka- lega úr honum. Meint fórnar lamb segir að blóðið hafi spýst út um allt þegar Árni stakk hann. Það eru sex blóðdropar, ég hef séð myndirnar af öllu blóðinu sem er þarna,“ segir Hjalti. Hjalti Úrsus segir son sinn saklausan af morðtilraun n Leiddur fyrir dómara á sundskýlu n Segir son sinn hafa verið að verja sig Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Ég vil sjá Árna við réttarhöldin taka hnífinn og stinga honum af alefli í trédrumb og sjá hvort að hann stoppi á einhverjum millimetrum. Hjalti Úrsus Árnason „Þetta er hreinn réttarskandall." Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.