Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 16
16 sport Helgarblað 23. júní 2017 Afrískir leikmenn líklegri til að deyja innan vallar n Knattspyrnumenn frá Afríku falla reglulega frá í leik n Erfitt að útskýra af hverju Þ ví miður gerist það reglu- lega að knattspyrnufólk lætur lífið innan vallar og oftar en ekki er það vegna þess að hjartað gefur sig. Erfitt er að átta sig á því hvers vegna þetta gerist enda atvinnumenn í íþrótt- um skoðaðir í bak og fyrir reglu- lega. Hjarta þeirra er skoðað og þeir sem deyja eru yfirleitt taldir vera með hjarta sem á að vera í góðu lagi. Þá vekur það líka mikla furðu að 75 prósent þeirra at- vinnumanna í knattspyrnu sem deyja á knattspyrnuvelli vegna hjartavandamála eru frá Afríku. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var í Nígeríu þar sem málið var skoðað frá árinu 1990. Skýr- ingin á þessu hefur þó ekki fund- ist. Áfall þegar Tiote lést á dögunum Knattspyrnumaðurinn Cheick Tiote lést á dögunum þegar hann lék með Beijing Enterprises í Kína. Tiote gekk í raðir félagsins í upp- hafi árs frá Newcastle á Englandi. Hjá Newcastle hafði þess aldrei orðið vart, í fjölda rannsókna, að Tiote glímdi við einhver vandamál tengd hjartanu. Tiote fór til Kína þar sem hann fékk afar vel borgað og í læknisskoðunum þar í landi fundu menn ekkert að honum tengt hjartanu. Tiote lék þann 3. júní í 4-2 sigri á Baoding og tveim- ur dögum síðar á æfingu féll þessi þrítugi leikmaður frá Fílabeins- ströndinni frá. Um er að ræða knattspyrnumann í frábæru formi sem var á besta aldri, og menn finna engar skýringar á því hvernig þetta gat gerst. Svartir sex sinnum líklegri til þess að deyja innan vallar Sanjay Sharma er sérfræðingur í hjartamálum og hún ræddi mál- ið við BBC. „Tölfræði sem hefur verið tekin saman sannar að lík- urnar á hjartaáfalli í íþróttum eru 1 á móti 48 þúsund. Þegar málið er svo skoðað nánar kemur í ljós að hjá svörtu íþróttafólki eru líkurnar 1 á móti 18 þúsund – þegar kemur að svörtum karlmönnum,“ sagði Sharma sem benti einnig á að knattspyrnusambandið í Englandi hefði skoðað unga leikmenn og þar væru líkurnar 1 á móti 25 þúsund að ungir hvítir leikmenn fengju hjartaáfall í leik en 1 á móti 4 þúsund hjá ungum svörtum leik- mönnum. Svartir leikmenn eru því sex sinnum líklegri til að deyja innan vallar en hvítir leikmenn þrátt fyrir að líkurnar séu litlar hjá báðum. Slæmt ástand á rannsóknum í Afríku Eins og fram hefur komið í grein- inni er ekkert sem skýrir af hverju fleiri leikmenn frá Afríku falli frá í íþróttum frekar en til dæmis hvítir íþróttamenn. Sharma segir hluta af skýringunni geta verið að rann- sóknir og þekking lækna í Afríku sé minni og sérfræðiþjónusta í mál- um af þessum toga oft lítil. Vanda- málið sé mjög stórt og ekki sjái fyrir endann á því í bráð, spurn- ingin sé hvort hægt sé að koma í veg fyrir þetta með frekari rann- sóknum en eins og staðan sé í dag geri leyndir hjartagallar og fleira læknum erfitt fyrir. Vísindunum fer fram Þrátt fyrir að erfitt sé um vik í dag að sjá hvort menn séu með falda hjartagalla eða annað slíkt telja læknar að vísindum þar að lút- andi fleygi ört fram og að í framtíð- inni verði hægt að koma í veg fyrir svona áföll innan vallar. „Ef mað- ur skoðar allar rannsóknir þá sér maður að sumir koma eðlilega út úr öllum prófum en eru samt sem áður með hjartagalla, þetta kallast fölsk niðurstaða. Það er ekki þannig að próf séu framkvæmd á rangan máta, þetta er eitthvað sem kæmi fram í prófum sem við höfum ekki í dag. Það er alltaf framþróun í læknavísindum, sem gætu hjálpað á næstu árum,“ sagði dr. Ian Beasley sem var læknir hjá landsliði Englands. Sömu sögu að segja af körfubolta Sömu sögu er að segja af körfu- boltamönnum í Bandaríkjunum en í rannsókn sem var gerð þar í landi á dögunum leiddi í ljós að svartir körfuboltamenn eru sjö sinnum líklegri til þess að fá hjartaáfall innan vallar en hvít- ir körfuboltamenn. Þrátt fyrir all- ar þessar staðreyndir finna menn ekki ástæður þessa. n Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Afríkumenn sem hafa látist í leik eða á æfingu Cheik Tiote (Fílabeinsströndin) - 5. júní 2017 Knattspyrnumaðurinn Cheick Tiote lést á dögunum þegar hann lék með Beijing Enterprises í Kína. Hann hafði tveimur dögum áður spilað leik en mætti á æfingu þar sem hjartað gaf sig. Var þrítugur þegar hann féll frá. Patrick Ekeng (Kamerún) - 6. maí 2016 Landsliðsmaður Kamerún féll frá í leik í Rúmeníu á 70. mínútu í leik Dinamo Búkarest og Viitorul. Hann var fluttur á sjúkrahús en varð ekki bjargað og var hann úrskurðaður látinn tveimur tímum eftir að hann féll niður á vellinum. David Oniya (Nígería) - 13. júní 2015 Oniya var að leika í Malasíu þegar hann féll niður eftir hjartaáfall og var úrskurð- aður látinn klukkutíma eftir að hann komið var með hann á sjúkrahús. Sekou Camara (Malí) - 27. júlí 2013 Fékk hjartaáfall þegar hann lék í Indónesíu með Madura United, hjartað gaf sig á æfingu og farið var með hann á spítala en ekki tókst að bjarga honum. Henry Chinonso Ihelewere (Nígería) - 5. ágúst 2012 Þessi 21 árs gamli leikmaður Delta Tulcea lést þegar hann kom inn sem varamaður í æfingarleik, hann var fluttur á spítala en ekki tókst að bjarga honum. Marc-Viven Foe (Kamerún) - 26. júní 2003 Einn sá frægasti sem dáið hefur eftir hjartaáfall innan vallar, hann var enn með lífsmarki þegar komið var með hann á spítalann en ekki tókst að bjarga lífi hans. Atvikið átti sér stað í leik gegn Frakklandi í Álfukeppni FIFA. Bjargað Fabrice Muamba, þá leikmaður Bolton, fékk hjartastopp innan vallar árið 2012 en honum var bjargað með naumindum. Hann varð að hætta knattspyrnuiðkun í kjölfarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.