Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Qupperneq 22
22 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 23. júní 2017 Umburðarlynda þjóðin S amkvæmt samantekt stofn­ unarinnar Social Progress Imperative eru Íslendingar umburðarlyndasta þjóð í heimi. Umburðarlynt samfélag er gott samfélag og því er þessi niðurstaða staðfesting á því að okkur hefur tekist að skapa fyrir­ taks samfélag. Vitaskuld er þar ekki allt fullkomið. Misrétti fyrir­ finnst vissulega. Hagsmunaöfl láta stöðugt á sér kræla. Grátkór útgerðarinnar þagnar til dæm­ is ekki og hagsmunaöfl í ferða­ þjónustunni er farin að haga sér á sama hátt. Of margir búa við fá­ tækt og auður safnast á fáar hend­ ur. Úr öllu þessu þarf að bæta og gott væri ef ríkisstjórn landsins myndi forgangsraða í þá átt. En þökkum um leið fyrir þá gæfu að búa í samfélagi sem virðir minni­ hlutahópa og trúfrelsi. Í of mörg­ um samfélögum er slíkt síður en svo sjálfsagt. Við verðum samt að halda vöku okkar. Stundum er ansi stutt í fordóma og ómannúðleg viðhorf. Þegar umræða hófst um vopna­ burð lögreglu heyrðist skrafað manna á meðal um hættulega einstaklinga sem væru á landinu og það tal leiddi jafnvel út í um­ ræður um að þetta hefðist nú upp úr því að hleypa múslimum inn í landið. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af skoðunum eins og þessum. Um leið hlýtur það að framkalla feginleika að hér hafi ekki tekist að stofna stjórnmála­ flokk sem stimplar múslima sem höfuðóvini. Það væri aumt af um­ burðarlyndustu þjóð í heimi að veita slíkum stjórnmálaflokki brautargengi. Á hverju ári gleðst þjóðin með samkynhneigðum á hinsegin dög­ um. Það er leitun að óbeislaðra fjöri en í Gleðigöngunni. Samt er það svo að enn finnast einstak­ lingar sem tala um samkynhneigð sem einhvers konar óeðli og bók­ stafstrúarmenn veifa Biblíunni sem sannindamerki um það. Reyndar er eitt það einkennileg­ asta í sögu íslensku þjóðkirkjunn­ ar tregðan til að veita samkyn­ hneigðum sömu blessun og öðrum. Nokkuð sem er í svimandi mótsögn við kærleiksboðskap Krists. Nú eru vonandi runnir upp aðrir og betri tímar á þeim bæ. Við skulum líka meta það við þá ráðamenn þjóðarinn­ ar sem markvisst tala máli um­ burðarlyndis og víðsýni. Það ger­ ir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvað eftir annað svo eftir er tekið. Hið sama má segja um borgar stjórann í Reykjavík, Dag B. Eggertsson, og ekki má gleyma forvera hans, Jóni Gnarr, sem kom með óvenjumikla mannúð­ lega nálgun inn í stjórnmálin og breytti þeim um leið. Umburðarlyndið er gæfa okkar. Þar búum við sérlega vel þegar kemur að ungu kyn­ slóðinni sem hefur fersk og opin viðhorf og virðist í eðli sínu al­ þjóðasinnuð. Hún er líkleg til að halda okkur á toppnum þegar kemur að því að mæla umburðar­ lyndi og víðsýni. n Ofbeldi Benedikts Benedikt Jóhannesson, fjármála­ og efnahagsráðherra, vill taka stóra peningaseðla, fyrst tíu þús­ und króna seðla og síðan fimm þúsund króna seðla, úr umferð. Það vill ráðherrann gera til að stemma stigu við skattsvikum. Athygli vakti skömmu eftir síð­ ustu þingkosn­ ingar þegar Pawel Bartoz- sek, þingmaður Viðreisnar, sagði að skattar væru ofbeldi, þar sem þetta séu pen­ ingar sem teknir séu af fólki með valdi. Nú hefur Benedikt sagt berum orðum að hann sé að „segja skattsvikurum stríð á hendur“. Pawel telur því væntanlega að Benedikt sam­ flokksmaður sinn hyggist nú heyja stríð við fólk sem ekki hafi annað til saka unnið en að reyna að komast undan ofbeldi. Það verður væntanlega til að létta andrúmsloft á næsta þingflokks­ fundi Viðreisnar. Breytt gildismat? Gunnar Smári Egilsson, fyrrver­ andi ritstjóri og stærsti eigandi Fréttatímans og núverandi sjálf­ skipaður sósíalistaforingi, hefur sett íbúðarhús sitt á sölu. Húsið er verðlagt á 125 milljónir króna, sem er nálægt því að vera 5/8 hlutar skulda Fréttatímans, að því talið er. Í gær birtust síðan fréttir af því að gjaldþrotameðferð væri hafin yfir Morgundegi, útgáfu­ félagi Fréttatímans. Miklar vær­ ingar urðu innan Fréttatímans í apríl síðastliðnum þegar ljóst var að rekstur hans væri kominn í þrot og meðal annars fékk hluti starfsmanna ekki greidd laun sín. Var Gunnar Smári gagnrýndur harkalega fyrir vikið. Nú hljóta að kvikna þær vangaveltur hvort hann sé ekki nú að selja íbúð sína til að geta gert upp sínar skuldir tengdar útgáfunni. Eða finnst sósíalistaforingjanum kannski ekki við hæfi að búa í 125 millj­ óna króna villu í Skerjafirðinum og hyggst deila kjörum með al­ múganum, flytja kannski í verka­ mannabústaðina? Nema hvort tveggja sé? Stundum getur verið gott að vera fangi flugvélanna Víkingur Heiðar Ólafsson – DV Ég var í ofbeldissambandi við fyrr- um vinnustaðinn minn, Stígamót Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir – dv.is Við erum ekki jafn heppnar og strákarnir Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðskona. – DV Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin Framkvæmdir á „Strætó-reit“ Öflugar vinnuvélar hafa nú jafnað gamlan húsakost SVR við Borgartún við jörðu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á svæðinu verði allt að 300 íbúðir ásamt verslunum og þjónustu. mynd SiGtryGGur Ari „Um leið hlýtur það að framkalla fegin leika að hér hafi ekki tekist að stofna stjórn- málaflokk sem stimplar múslima sem höfuðóvini.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.