Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Side 27
Helgarblað 23. júní 2017 KYNNING Hollustusetur í Grensásnum BæNdur í BæNum, GreNsásveGI 10 Lífræni matvörumark-aðurinn „Bændur í bænum“ flutti fyrr á árinu frá Nethyl 2c yfir á Grensásveg 10, í húsnæði gömlu eJs-búðarinnar. Gunnar Örn Þórðarson hjá „Bændum í bænum“ er afar ánægður með þessa breytingu: „Ég held að það sé gott að fá aukna hollustu hingað í hverfið og að hún falli vel inn í þá fjölbreyttu starf- semi sem hér er að finna. slagorðið okkar er Borðaðu þér til bóta og það er í fullu gildi hér á Grensásnum. við leggjum áherslu á ferska, heilnæma matvöru og liggur metnaður okkar í því að hafa alltaf ferskustu vörurnar á boðstólum. Núna liggur fyrir að auka vöruúrvalið, bæta við hreinlætisvörum og öðru sem okkur hefur þótt vanta í vöruúrvalið. en allt skal vera lífrænt og umhverfisvænt. Bændur í bænum er alvöru bændamarkaður. við rekum einnig Garðyrkjustöðina Akur og sjáum því um vörunar okkar, allt frá því þeim er sáð þar til við afhendum þær yfir búðarborðið. Því erum við mjög stolt af. Aðrar vörur koma síðan frá öðrum lífræn- um framleiðendum sem við erum í góðum tengslum við. við seljum aðeins vörur sem standast okkar kröf- ur um lífræna framleiðslu, heiðarleika, gegnsæi og rekjanleika í viðskiptum. við flytjum inn ávexti frá eosta í Hollandi sem á vörumerkið Nature & more, og þurrvöru frá saltå kvarn í svíþjóð. viðskiptavinir geta spurt um hvaðeina sem snertir vörurnar, framleiðslu, flutning og matseldina. Hér er mikil sérþekking til staðar og oft eru framleiðendurnir sjálfir á staðnum. við erum með mjólkur- afurðir frá Biobú, útigræn- meti frá Hæðarenda og grænmeti og ost frá skaft- holti. Brekkulækur sér okkur fyrir lamba- og nautakjöti og Litla gula hænan sér okkur fyrir velferðarkjúklingi. einnig erum við með hráfæðiskökur frá organic.is og þurrvörur frá Kaja Organic, svo fátt eitt sé nefnt.“ Besta leiðin til að kynna sér úrvalið er að koma í verslun- ina að Grensásvegi 10 en hún er opin virka daga frá kl. 11 til 18.15. einnig er áhugavert og gagnlegt að skoða netversl- unina á slóðinni baenduri- baenum.is. myndir sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.