Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Qupperneq 28
28 sakamál Helgarblað 23. júní 2017
n Irinu þótti sopinn góður n Greip til örþrifaráða til að fjármagna vínkaup
R
ússneska konan Irina Gai-
damachuk sat ekki auð-
um höndum um átta
ára skeið, 2002 til 2010, í
Sverdlovsk-héraði í Rússlandi.
Irina fæddist árið 1972 í bænum
Naygan og varð ung að árum háð
áfengi. Upp úr 1990 fluttist Irina
til Krasnoufimsk, hitti þar mann
sem hún giftist og eignaðist með
tvö börn.
En áfengisdjöfullinn hafði tek-
ið sér bólfestu í Irinu sem nærði
hann ótæpilega á vodka. Sam-
býlismanni hennar hugnaðist
ekki ástandið og forðaðist hann í
lengstu lög að láta Irinu fá fé, taldi
enda víst að það færi allt í áfengi.
En Irina dó ekki ráðalaus.
Ódýr mannslíf
Árið 2002 brá Irina á það ráð að
þykjast vinna hjá félagsþjónust-
unni og undir því yfirskini komst
hún inn á heimili grunlauss fólks
á aldrinum 61 árs til 89 ára.
Eftir að hafa áunnið sér traust
fólksins kom hún því að óvöru og
sló það í höfuðið með hamri eða
öxi. Síðan hirti hún það fé sem
var að finna í veskjum eða hand-
töskum fórnarlamba sinna. Á átta
ára tímabili hafði Irina ekki nema
sem samsvaraði um 130.000 ís-
lenskum krónum upp úr krafsinu
og sum fórnarlamba henna voru
ekki nema 2.500 króna virði.
Við lögregluna sagði hún: „Ég
gerði það fyrir peninga. Ég vildi
eingöngu vera venjuleg móðir,
en ég hafði óstjórnlega þörf fyrir
áfengi. Yuri, maðurinn minn,
vildi ekki láta mig fá pening fyrir
vodka.“
Slapp með líftóruna
Aðeins einum lífeyrisþega tókst að
flýja þau örlög sem Irina, sem hafði
meðal annars fengið viðurnefnið
Úlfynjan frá Krasnoufimsk, hafði
ætlað honum og vísbendingar frá
honum gerðu lögreglunni ljóst
að gamalmennamorðinginn var í
raun kona. „Í upphafi töldum við
að aðeins karlmaður væri nógu
grimmur til morða af þessu tagi,“
var haft eftir einum lögreglumanni.
Reyndar hafði lögreglan í
Krasnoufimsk gengið út frá því
við rannsókn morðanna sem
Irina framdi að morðinginn
væri karlmaður íklæddur
kvenmannsfötum.
Lögreglan afrekaði einnig að
handtaka blásaklausa konu, Irinu
Valeyeva, þá 29 ára, og ná út úr
henni játningu.
Í gervi málara
Árið 2010, eftir að hafa yfirheyrt
yfir 3.000 manns, tókst lögreglunni
loksins að hafa hendur í hári Irinu,
sem hafði þá kastað gervi starfs-
manns félagsþjónustunnar fyrir
róða og þóttist vera málari.
Síðasta fórnarlamb hennar var
Alexandra Povaritsyna, 81 árs, og
bauðst Irina til að mála íbúð henn-
ar. Þegar Irina yfirgaf íbúðina var
Alexandra liðið lík.
Nágrannar gáfu lögreglunni lýs-
ingu á „málaranum“ og Irina var
handtekin.
Fimm ára afsláttur
Þeir sem til Irinu þekktu komu
af fjöllum og gátu hreinlega
ekki trúað því að hún væri
fjöldamorðingi. Eiginmaður
hennar sagði: Ég bjó með henni
í fjórtán ár og hafði ekki grænan
grun um þetta.“
Í júní 2012 var Irina dæmd til 20
ára fangelsisvistar, sem ættingjum
fórnarlamba hennar fannst helst
til vægur dómur. Dómarinn í mál-
inu sagðist hafa dregið fimm ár
frá 25 ára hámarksrefsingu vegna
þess að Irina væri móðir. n
„Ég vildi eingöngu
vera venjuleg móðir,
en ég hafði óstjórnlega þörf
fyrir áfengi.
Úlfynjan frá
KrasnoufimsK
Við
réttar
höldin
Irina fékk
ekki há-
marksdóm.
Á vettvangi Irina
notaði hamar eða
öxi við morðin.