Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Side 36
36 menning Helgarblað 23. júní 2017
U
mdeild fjármálafyrirtæki
sem eru innblástur nýrra
olíumálverka eftir listmál-
arann Þránd Þórarinsson
hafa ekki þegið boð um að kaupa
verkin í forsölu, en hrægamm-
ar sem tæta í sig borgarbúa í her-
bergiskytru og nasískir Aryan-
bankamenn í einkaþotum eru
meðal viðfangsefna nýrra Reykja-
víkurmynda Þrándar sem hann
sýnir í Gallerí Port um þessar
mundir.
Þrándur segir að haft hafi verið
samband við fjármálafyrirtækin
sem veittu hinum innblástur
við gerð verkanna, fjárfestingar-
fyrirtækið Gamma Capital
Management og Arion banka,
og þeim boðið að kaupa verkin.
En bæði fyrirtæki hafa verið dug-
leg að kaupa íslenska myndlist á
undanförnum árum.
„Ég fékk engin viðbrögð frá
Arion banka, enda hefði kannski
verið undarlegt að þeir hefðu vilj-
að hafa svona fasistamynd uppi
á vegg hjá sér. Hins vegar sagðist
einhver frá Gamma ætla að koma
og kíkja á þetta,“ segir Þrándur.
Það kemur mér ekki á óvart
að Gamma sé opnari fyrir þessu
en bankamennirnir. Þeir virðast
að minnsta kosti alveg tilbúnir
að snerta á pólitík, það má
til dæmis nefna að inni
á skrifstofu hjá þeim eru
skilti aðgerðasinnans
Helga Hóseassonar og
þeim stillt upp eins og
listaverkum.
„Já, kannski af því
að þeir eru bara úlfar
í úlfsgæru.“
Vonast til að vera gerður
að borgarlistamanni
Eins og áður málar Þrándur
myndir í anda hinna klassísku
meistara málverksins en með nú-
tímalegum snúningi. Þetta eru
líflegar fígúratífar olíumyndir,
gróteskar senur úr þjóðsögum,
mannlífs- og borgarmyndir sem
flestar eiga sér stað í fantasískri
Reykjavík, þar sem nútíma
arkitektúr hefur aldrei náð að
festa rætur.
„Að megninu til eru þetta
borgarmyndir á sýningunni,
Reykjavíkurmyndir. Ég er alltaf að
vonast til þess að þeir fari að gera
mig að borgarlistamanni. Ef ég
mála bara nógu mikið af Reykja-
víkurmyndum hlýtur að koma að
því,“ segir hann.
Í verkunum á sýningunni
sigla borgarbúar niður lækinn
sem áður rann meðfram Lækjar-
götu, dansa og dorga á frosinni
Reykjavíkurtjörn, þá taka lundar
yfir miðbæinn í verki sem kveik-
ir hugrenningatengsl við hryll-
ingsmynd Alfreds Hitchcock
„Birds“ og í enn öðru verki bland-
ar Þrándur saman tilvísun í mál-
verkið „Nighthawks“ eftir banda-
ríska 20. aldar málarann Edward
Hopper og Hamborgarabúllunni
við Geirsgötu.
Sýningin Gustkaverk stendur
yfir í Gallerí Port, Laugavegi 23b,
til 16. júlí. n
Umdeild fjármálafyrirtæki fá
það óþvegið í nýjum málverkum
Gamma og Arion banki hafa ekki þegið boð um að kaupa verk eftir Þránd Þórarinsson í forsölu
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Mun ylja mörgum
skjólstæðingum okkar
Aryan banka-verkið mun hanga uppi á skrifstofu KRST lögmanna
„Þetta minnir mann á að hafa réttu gildin í heiðri í
störfum sínum,“ segir Jón Bjarni Kristjánsson, hér-
aðsdómslögmaður og Þrándar-aðdáandi. Jón
Bjarni keypti Aryan banka-verkið fyrir hönd
KRST lögmanna sem hann rekur ásamt tveim-
ur bræðrum sínum og föður. Hann viðurkennir
að þeir feðgar hafi ófáum sinnum þurft að kljást
við bankana í réttarsalnum.
„Í störfum okkar höfum við gætt hagsmuna
manna sem hafa átt í ágreiningi við bankana og
það einskorðast ekkert við Arion banka. Við höfum oft
tekið slaginn við bankana með skjólstæðingum okkar svo ég held að
það muni ylja mörgum þeirra að sjá þetta verk hér uppi á vegg. Við setj-
um það annaðhvort upp í biðstofunni eða í fundarherberginu,“ segir
Jón Bjarni kersknislega
„En þetta er nú frekar í gamni gert en í hefndarhug gagnvart bank-
anum.“
Þrándur Þórarinsson
Hrægammar
Þrándur tileinkaði
fjárfestingafyrir-
tækinu GAMMA eitt
málverkanna
L
istakonan Tobba, Þorbjörg
Magnea Óskarsdóttir, lét
gamlan draum rætast á
dögunum og opnaði sitt
eigið gallerí, gallerí Garðars-
hólma, í tæplega aldargömlu
húsi við Hafnargötu í Reykjanes-
bæ.
„Það hefur alltaf verið draum-
ur minn að opna mitt eigið gall-
erí. Nú er ég orðin 42 ára svo það
var ekki seinna vænna að láta
drauminn rætast,“ segir Tobba
sem hefur sjálf fengist við mynd-
list, höggmyndagerð, skartgripa-
gerð, húsgagnagerð og fjölmargt
fleira frá unglingsaldri.
„Þetta er sérstaklega
spennandi því það er nánast
ekkert að gerast hérna í bæn-
um. Búðum er frekar lokað en
hitt og fólk helst ekki hérna – það
eru allir að fara til Reykja víkur.
Það er ekkert gallerí í bænum
og listamenn þurfa annaðhvort
að fara til Reykjavíkur til að selja
eða gera það heima hjá sér,“ segir
hún.
Galleríið er til húsa í rétt tæp-
lega hundrað ára gömlu húsi við
Hafnargötu 18 í Reykjanesbæ
sem áður hýsti húsgagnaversl-
unina Garðarshólma, og þaðan
kemur nafn gallerísins. Tobba
mun búa á efri hæð hússins og
vera með vinnustofu en sýn-
ingarrýmið verður á jarðhæð-
inni.
Í fyrstu mun Tobba sýna
eigin verk í rýminu en hún hefur
einnig fundið fyrir miklum áhuga
frá öðrum listamönnum um að
fá að sýna í galleríinu. „Núna eft-
ir opnunina ætla ég líka að byrja
að aftur að vera með námskeið í
gegnum Símennt og verð þá lík-
lega með þau í galleríinu,“ segir
Tobba en hún hefur kennt á slík-
um námskeiðum um allt land
undanfarin ár. n
kristjan@dv.is
Opnar nýtt gallerí í Keflavík
Listakonan Tobba Óskarsdóttir lætur drauminn rætast og opnar eigið gallerí