Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 54
Mamma „taggaði“ mig í leikinn í gríni,“ segir Anna Lísa, ánægð með að hafa verið valin þrátt fyrir að vera ekki gallharður aðdáandi Zöru Larsson. „Ég er ekki mikill aðdá- andi, en veit auðvitað hver hún er, hef hlustað á lögin hennar og er að fara á tónleikana.“ Í lok maí var auglýst eftir tvífara Zöru Larsson á Íslandi í færslu á Facebook-síðu Senu og bauðst fólki að merkja þá stúlku í skilaboð- um sem því þótti líkjast Larsson. Stúlkunum sem tilnefndar voru var boðið í lazertag og pítsuveislu í Skemmtigarðinum í Grafarvogi. Í kjölfarið kom myndband af þeim öllum og mynd af hverri og einni. Síðan tók við kosning á Facebook um hver þeirra væri líkust Larsson og stóð Anna Lísa Hallsdóttir uppi sem sigurvegari. „Það var tekið upp myndband af okkur í Skemmtigarðinum, síðan fengum við allar númer og fólk gat síðan valið á Facebook hver okkar væri líkust Zöru,“ segir Anna Lísa. „Ég fór síðan í „make-over“ fyrir viku og Ásgeir sá um að greiða mér, farða og velja fötin. Þetta var bara skemmtilegt og vinkonunum líst vel á þetta.“ Það var Ásgeir Hjartarson hárgreiðslumeistari sem sá um að greiða, farða og velja fötin á Önnu Lísu. Hann er eigandi Hairbrush ásamt konu sinni, Berg- þóru Þórsdóttur förðunarfræðingi, auk þess sem þau reka MASK – Makeup & Airbrush Academy. Þetta er þó ekki frumraun Önnu Lísu fyrir framan myndavélarnar, því hún hefur verið fyrirsæta í hárbók. Með skólanum er Anna Lísa í dansi. Faðir hennar, Hallur Már, starfar á Mbl.is og afi hennar er einn kunnasti fjölmiðlamaður landsins, Hallur Hallsson. Aðspurð hvort hún sé búin að ákveða hvað hún ætlar að vinna við í framtíð- inni og hvort að hún muni jafnvel feta í fótspor föður síns og afa seg- ist hún ekki viss. Enda nægur tími til að ákveða það fyrir unga stúlku. Hver er Zara Larsson? Sænska söngkonan og lagahöf- undurinn Zara Maria Larsson er fædd 16. desember 1997 í Stokk- hólmi. Hún vakti fyrst athygli á tónlistarsviðinu þegar hún vann hæfileikakeppnina Talang 2008, þá tíu ára gömul. Hún fékk seinna inngöngu í Adolf Fredrik's tónlist- arskólann, en hafnaði því boði þar sem hún ætlaði að eigin sögn ekki að syngja í kór. Yngri systir hennar, Hanna, er einnig söngkona og meðlimur í hljómsveitinni Hanna & Andrea. Larsson hefur gefið út tvær plötur. Sú fyrri „Introducing“ kom út í janúar 2013 og fór lagið „Uncover“ í fyrsta sæti vinsælda- lista í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Í júlí sama ár var platan orðin þreföld platínuplata í Svíþjóð. Á plötunni „So Good“, sem kom út í mars á þessu ári, vinnur hún með listamönnum á borð við Ed Sheer- an, Clean Bandit og Ty Dolla $ign. Verðlaunuð og vinsæl Larsson kom fram bæði á setn- ingar- og lokaathöfn Evrópumeist- arakeppninnar í fótbolta 2016 og söng hún í lagi David Guetta „This One's For You“ sem var opinbert lag keppninnar. Zara var tilnefnd í ár til tvennra BRIT-verðlauna og NME- verð- launa sem „besti nýi listamaðurinn.“ Þrjú ár í röð, 2015–2017, hefur hún verið tilnefnd til verðlauna á Gramm- is, sem eru hin sænsku Grammy-verð- laun, og í ár var hún valin listamaður ársins. Hún er einnig komin á lista Time Magazine yfir 30 áhrifamestu táninga heims. Mörg laga hennar eru með nokkur hund- ruð milljón spilanir á Spotify og Youtube og má þar nefna lögin „So Good“, „Lush Life“, „Symphony“ og „Never Forget You“, en mynd- bandið við síðastnefnda lagið er tekið upp á Íslandi. Anna Lísa Hallsdóttir er tvífari Zöru Larsson Hin sænska Larsson á leið til Íslands Hver lokkur á sinn stað ásgeir Hjartarson hjá Hairbrush sá um að hár og förðun væri í st íl Zöru Larsson. Sænska söngkonan Zara larsson mun halda tónleika í Laugardalshöll í október næstkomandi og af því tilefni var leitað að tvífara hennar á Íslandi. Eftir Facebook- leik er hann fundinn: anna lísa Hallsdóttir, 13 ára nemi í Varmárskóla. Smárabíó frumsýnir Baby Driver, nýjustu mynd Edgars Wright, þann 28. júní næstkomandi í hinum nýja S-Max sal og í samstarfi við Senu gefum við miða á myndina. Þrír einstaklingar verða dregnir út og fá tvo miða hver. Breski leikstjór- inn Edgar Howard Wright er vel kunnur kvikmyndaáhugamönn- um, en eftir hann liggja meðal annars Shaun of the Dead, Scott Pilgrim vs. the World, The World's End og Hot Fuzz. Og nú er komið að því að sjá nýjustu afurðina, Baby Driver. Myndin fjallar um Baby (Ansel Elgort) sem er ungur og efnilegur strákur sem sinnir því hættulega starfi að keyra glæpamenn burt frá vettvangi glæpa. Þrátt fyrir ungan aldur er Baby sá besti í sínu fagi. Þegar hann kynnist drauma- prinsessunni (Lily James) og verð- ur ástfanginn, verður hans heitasta ósk sú að láta af glæpum og hefja nýtt líf, en það er ekki auðgert. Glæpakonungur (Kevin Spacey) neyðir hann til að taka þátt í hættulegu verkefni sem ógnar öllu sem Baby er kært og gæti vel orðið hans bani. Með önnur hlutverk í myndinni fara Jamie Foxx, Jon Bernthal, Eiza González og Jon Hamm. Baby Driver er þrátt fyrir krútt- legan titil afburðasnjöll og fantavel leikin glæpamynd og frábær tónlist pakkar henni síðan saman í eina bestu og skemmtilegustu mynd sumarsins. Myndin hefur fengið frábæra dóma og er þegar þetta er skrifað með 100 prósent á Rotten Tomatoes og 8,6 í meðal- einkunn á IMDb. Það eina sem þú þarft að gera til að eiga kost á miðum á Baby Driver í Smárabíói, er að senda tölvupóst með nafni þínu og símanúmeri á ragna@dv.is fyrir 28. júní næstkomandi og taka fram hvaða mynd Edgars Wright er þín uppáhaldsmynd. Ef þú hefur ekki séð neina þeirra, sem er kannski ólíklegt, taktu samt þátt og sendu tölvupóst. Vinningshafar verða látnir vita með tölvupósti fyrir hádegi þann 28. júní. sænsk stjarna Zara Larsson er aðeins 19 ára, en þegar orðin stjarna. Viltu miða á Baby Driver? Sumarsmellur í S-Max sal Smárabíós Hárkúnst Það eru ýmis trikk notuð til að hárið líti vel út. Myndir MuMMi Lú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.