Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 60
AlltAf á hvolfi sem krAkki Karitas Harpa með nýtt lag í samstarfi við Daða Frey Karitas Harpa Davíðsdóttir, 26 ára Sel­ fyssingur, kom, sá og sigraði í annarri þáttaröð The Voice Ísland í febrúar. Í dag, föstudaginn 23. júní, frumflytur hún nýtt lag „Enn eitt kvöld,“ sem er sam­ starfsverkefni hennar og vinar hennar, Daða Freys Péturssonar, sem varð í öðru sæti Söngvakeppni sjónvarpsins 2017. Karitas Harpa svarar spurningum vikunnar. FæDD og uPPalin? Fædd á Landspítalanum, uppalin hér og þar í rauninni, en í hnotskurn: fyrstu fjögur árin í Bandaríkjun- um, tvö ár í Hafnarfirði, sjö ár í Breiðholti, tvö á r í Hveragerði og síðan á Selfossi meira og minna eftir það. Mér Finnst gaMan að … að syngja, borða og tala. síðasta KvölDMáltíðin Síðasta kvöldmáltíðin væri líklega fullt borð af forréttum. BrennD eða graFin? Fryst eins og Walt Disney. Hvað gerirðu Milli Kl. 17–19? Þá er ég líklegast að horfa á Peppa Pig eða álíka örvandi sjónvarpsefni. saMFélagsMiðlar eða DagBlöðin? Samfélagsmiðl- ar þó svo ég hafi alltaf gaman af því að fletta í gegnum blöðin með kaffibolla í annarri. Hvað ertu Með í vinstri vasanuM? Kusk. Bjór eða Hvítvín? Hvítvín, er haldin þeirri bölvun að þykja bjór ekki góður. Hver stjórnar Fjar- stýringunni á þínu HeiMili? Ómar Elí, tæplega þriggja ára. Hvernig var Fyrsti Kossinn? Vá, ég fæ fiðring í magann bara af því að hugsa um hann, en hann var svolítið vand- ræðalegur, eins og fyrstu kossar eiga að vera, góður samt! Hver væri titill ævisögu þinnar? Karitas án titils … er hann frátekinn? Þá kannski bara Karitas með titli. Hver er DrauMaBíllinn? 1960‘s Chevrolet-blæjubíll. Fyrsta starFið? Stóra systir, illa borgað, var fljót að færa mig yfir á tombóluteppið fyrir utan 10-11 í Breiðholtinu. Fallegasti staður á lanDinu? Við eigum ofboðs- lega fallegt land, ég verð aldrei þreytt á því að keyra Suðurlandið svo hafa þeir sem vaðið hafa alveg inn í Gljúfrabúann við Selja- landsfoss orðið vitni að einhverju undri! Hvaða oFur- KraFt værir þú til í að vera Með? Það myndi spara mér heil- mik- inn ferða- kostnað ef ég gæti bara flogið. gist í Fanga- KleFa? Ekki enn. sturta eða Bað? Hef ekki átt bað í svona 15 ár svo ég kann það örugglega ekki lengur, sit samt oft í sturtubotninum. HúðFlúr eða eKKi? Er ekki með, en langar í! Hvaða leynDa HæFileiKa HeFur þú? Get sett fætur aftur fyrir haus, mjög hentugur hæfileiki. Hvað FéKK þig til að tárast síðast? Örugglega eitthvað Youtube-myndband eða auglýsing sem hafði með börn eða gamalt fólk að gera, „gets me every time.“ FyrirMynD í líFinu? Í raun bara hver sá sem er samkvæmur sjálfum sér, einlægur og þorir að taka áhættu – gefst ekki upp þótt á móti blási. Hvaða sögu segja For- elDrar þínir enDurteKið aF þér? Svo margar, var hrikalega óþol- andi krakki – aldrei kyrr, alltaf á hvolfi, syngjandi eða talandi, stundum allt í einu. ertu Með einHverja FóBíu? Fóbíu, líklega ekki, en mig klígjar hrikalega við kartöflu- spírum og hrúðurköllum, fæ hroll bara við tilhugsunina. Hver er Besta áKvörðun seM þú HeFur teKið? Nýlega var það líklega að slá til og taka þátt í The Voice Ísland, mjög nýlega var það að fá mér kaffi í morgun og leggjast ekki aftur upp í. Furðulegasti Matur seM þú HeFur Borðað? Er reynslulítil í þeim heimi, sniglar eiga örugglega vinninginn eins og er. Hvað er neyðarleg- asta atviK seM þú HeFur lent í? Ég man aldrei neitt þegar ég er spurð að þessu, ég hef nefnilega lúmskt gaman af neyðarlegum atvikum og finnst fátt of vandræðalegt til að hlæja ekki bara að því. Kannski þegar ég missti vinkonu mína niður af svölum á annarri hæð. Mér til varnar var hún bundin í þvottasnúruna og reyndist þyngri en ég hélt, svo ég missti takið, hún slasaðist ekki, lenti í runna. KluKK- an Hvað Ferðu á Fæt- ur? Þegar stráksi vaknar, sem er yfirleitt milli 7 og 8. leigirðu eða áttu? Er að eltast við drauma mína svo hvor- ugt, bý hjá mömmu. Hvaða BóK er á nátt- Borðinu? #GIRLBOSS og Múmínálfarnir læra litina. Með HverjuM, líFs eða liðnuM, MynDir þú vilja verja einni KvölDstunD? Mömmu hans pabba eða Ellen DeGeneres, elska‘na! Hver er Fyrsta enDur- Minning þín? Pallurinn okkar í Utah og villikötturinn okkar, hún Flekka, sem við tókum að okkur. líFsMottó? Lífið er of hverf- ult til að láta ekki vaða. Síst af öllu vil ég vera á dánarbeði mínum í eftirsjá. uPPáHalDsútvarPs- Maður/-stöð? Þar sem ég keyri mikið milli Selfoss og Reykjavíkur hlusta ég mikið á út- varpið en það skiptist furðu jafnt milli stöðva, fer í raun eftir tíma dags hvað ég hlusta á. Ég vil líka helst fá spilun á þeim sem flestum svo ég þori ekki að nefna eina frekar en aðra haha. uPPáHalDsMatur/- DryKKur? Svellkalt kók í dós. uPPáHalDstónlistar- Maður/-HljóMsveit ? Ég get ekki valið svona, það sem ég hef hlustað mikið á undanfarið er Maggie Rogers, Sigrid, Migos og síðan er Eddi vinur minn Sheeran reyndar alltaf í uppáhaldi, annars elska ég að finna eitthvað nýtt. uPPáHalDsKviKMynD/- sjónvarPsþættir? Ég elska elska Lord of the rings- myndirnar, get horft á þær enda- laust! Eins dugleg og ég var einu sinni er ég orðin hrikalega léleg að fylgjast með því sem er í sjónvarp- inu, er að horfa á Master of none þessa dagana og líkar mjög vel. uPPáHalDsBóK? Les því miður alltof lítið, mínar „all time favorite“ eru líklega Harry Potter- bækurnar. uPPáHalDsstjórn- MálaMaður? Ég á mér ekki uppáhalds í þeim geira. tónlistarvinir Karitas og Daði eru góðir vinir og hafa nú gefið út lag saman, „Enn eitt kvöld.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.