Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 71

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 71
Sumar 3Helgarblað 23. júní 2017 KYNNINGARBLAÐ Hraunborgir í Grímsnesi bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir ferða- langa. Falda perlan í Hraun- borgum er hins vegar tjald- svæði sem stendur skammt frá orlofshúsabyggð. Tjald- svæðið er ekki stórt í sam- anburði við mörg af þekktari tjaldsvæðum en hefur upp á mikla fjölbreytni að bjóða. „Við hugsum þetta sem fjölskylduvænt tjaldsvæði þar sem fjölbreytt afþreying er í boði,“ segir Guðmundur Svavarsson, umsjónarmaður Hraunborga. Sundlaug og golfvöllur Skemmtileg sundlaug er í Hraunborgum og er þar jafnan fjör á sumrin. Golfarar finna allt fyrir sitt áhugamál við Hraunborgir. Golfvöllurinn – Ásgeirsvöllur – er stuttur níu holu völlur þar sem allar holur eru par 3. „Völlurinn hentar vel byrjendum og er hann vel sóttur af fólki sem er að feta sig áfram í íþróttinni. Lengra komnir æfa gjarnan stutta spilið hér,“ segir Guð- mundur. Vallargjald er aðeins 1.900 krónur og gildir fyrir allan daginn. Minigolfvöllur er einnig að Hraunborgum og fastur liður er að haldin eru golfmót á báðum völlum um verslunarmannahelgina og hafa mótin verið vel sótt. Vaxandi fjöldi fólks leggur leið sína að Hraunborgum um verslunarmannahelgi og nýtur lifandi tónlistar og sam- veru í barnvænu umhverfi. Fjölskylduvænt tjaldsvæði Einn kostur svæðisins er hvernig það er byggt upp. „Fólk kemur hingað á bílnum og leggur honum og allt er í göngufæri.“ Guðmundur segir allar nauðsynjar, eins og brauð og mjólk, til sölu í móttökunni ásamt ís, gosi, djús, góðum veigum og þess háttar í Hraunborgum. Vistleg setustofa býður upp á þægilega stund og beinar útsendingar yfir sumarið eru í boði þegar þurfa þykir og hægt er að njóta bjórs og léttvíns úr kæli. Setustofan hefur nýlega verið stækkuð og endurbætt og húsgögn endurnýjuð. Leik- tæki eru einnig á staðnum og leiktæki fyrir börn utandyra. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi að Hraunborgum, þessari perlu í Grímsnesinu sem sífellt fleiri fá vitneskju um. Aðstaðan í Hraunborgum Allt til alls fyrir þá sem vilja upplifa skemmti- legt tjaldsvæði. Sundlaug, pottar, golf og leiktæki. Leikfimi í sund- lauginni Fjöldaleik- fimi í sundlauginni um verslunar- mannahelgi. Laugin hefur mikið aðdráttarafl. Falin perla í Grímsnesi Fjölskylduvæna tjaldsvæðið – Skemmtileg sundlaug, golfvöllur, minigolf, beinar útsendingar og margt fleira HrAunborGir Níu holu golfvöllur Golfvöllurinn heitir Ásgeirsvöllur og er par 3 völlur. Hentar vel byrjendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.