Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 7. júlí 2017fréttir U ndanfarin misseri hefur mál lögfræðingsins Ro- bert Downey, áður Ró- berts Árna Hreiðarsonar, vakið mikla athygli. Robert hafði gerst sekur um að brjóta gegn fimm unglingsstúlkum með þaulskipulögðum hætti. Hann afplánaði sinn dóm, flutti úr landi og virðist hafa farið huldu höfði síðan, allt þar til hann fékk uppreist æru og þjóðfélagið fór á hliðina. Beindist nokkur reiði að Guðna Th. Jóhannessyni, for- seta Íslands, fyrir að skrifa und- ir lögin sem hreinsuðu sakavott- orð Roberts. Hafði forsetinn á orði að helst vildi hann læsa slíka níðinga inni í fangelsi og henda lyklun- um. Ljóst er að stór hluti þjóðar- innar er sama sinnis. Í sérhverju dómsmáli sem snýr að barna- níðingum er kallað eftir opin- berun gerandanna í fjölmiðlum og þá hefur hluti almennings tekið réttlætið í sínar hendur með stofnun vefsíðunnar Stönd- um saman. Þar eru dómar yfir barnaníðingum birtir og ger- endurnir nafn- og myndbirtir. Að sögn Braga Guðbrandsson- ar, forstjóra Barnaverndarstofu, gerir það ástandið mun verra. Útskúfun gerir níðinga hættu- legri „Flestir þeirra sem bera kyn- hneigð til barna brjóta aldrei gegn þeim. Þeir gera sér grein fyr- ir því að kynferðislegt samneyti skaðar börnin. Þessir einstak- lingar hafa heilbrigða siðferðis- kennd og sjálfstjórn,“ segir Bragi og áréttar að mögulegir gerend- ur séu ekki einsleitur hópur. Það sé afar sjaldgæft að einstak- lingar beri eingöngu kynferðis- legar langanir til barna. Þegar almenningur taki réttlætið í sín- ar hendur og útskúfi gerendun- um þá séu afleiðingarnar þær að þeir verði hættulegri. „Þegar búið er að úthrópa þig sem barnaníðing og þú ert veikur á þessu sviði þá hefur þú engu að tapa. Þessir einstak- lingar hafa ekki úr háum söðli að detta og þá er líklegra að þeir láti frekar eftir hvötum sínum. Það er afleitt þegar samfélagið ætl- ar að taka réttlætið í eigin hend- ur gagnvart barnaníðingum. Við þekkjum dæmi um það að ráðist hafi verið á slíka menn og þeim veittir áverkar sem þeir jafna sig aldrei á, þeir búa í hreysum og við aðstæður sem eru algjör- lega ómannúðlegar. Fársjúkir og veikir, þetta er engin hemja. Við verðum að líta á þessa menn sem sjúklinga og meðhöndla þá sem slíka. Við fordæmum þessa hegðun afdráttarlaust og lát- um þá sem hana sýna sæta til- hlýðilegri refsingu. En við eig- um að gera það af mannúð, mannvirðingu og með skyn- semi að leiðarljósi. Það er ekki börnunum í hag sem brotið er á að gengið sé fram með þessum hætti heldur þvert á móti,“ seg- ir Bragi. Að hans sögn eru gerendurn- ir oft og tíðum einstaklingar sem fórnarlömbin treysta og þyk- ir vænt um. „Ef börn verða þess áskynja að gerendurnir séu nán- ast teknir af lífi í samfélaginu þá er hætt við að þau segi síður frá. Þau vilja ekki að gerandinn fái slíka meðferð. Við verðum því að sýna ábyrgð í þessu. Við vit- um hvaða aðferðir virka. Við lif- um í samfélagi sem er upplýst og við búum yfir mikilli þekk- ingu á þessu sviði sem nýta þarf til fulls,“ segir Bragi. Ekki pólitískur vilji fyrir auknu eftirliti Undir stjórn Braga hefur Barna- verndarstofa reynt að koma á fót eftirlitskerfi og stuðnings- hópi fyrir einstaklinga sem vitað er að eru í mestri áhættu varð- andi kynferðisbrot gegn börn- um. Ekki hefur verið pólitískur vilji til þess og Bragi harmar að- gerðaleysið. „Það er gengið út frá þeirri meginreglu að ef þú brýtur af þér þá eigir þú að taka út þína refsingu. Það er gott og gilt en í þessum málum á réttur barna til þess að njóta verndar að vega þyngra. Við gerð barnaverndarlaga árið 2002 voru gerðar ákveðn- ar breytingar og sett inn í lögin ákvæði sem voru til batnaðar. Til dæmis það að þegar menn hljóta dóma vegna kynferðisbrota þá á Barnaverndarstofa rétt á því að fá þessa dóma til skoðunar frá ríkissaksóknara og síðan get- ur Barnaverndarstofa, telji hún ástæðu til þess, upplýst barna- verndarnefndina þar sem við- komandi dvelur um tilvist hans og hans feril,“ segir Bragi. Að hans mati þurfi lögin hins vegar að ganga lengra og nauðsynleg verkfæri vanti til þess að ná utan um verkefnið. Hann nefnir sem dæmi að lögin kveði ekkert á um skyldu- bundið áhættumat. „Það eru til aðferðir til að meta hversu hættulegir kynferðisafbrota- menn eru, hverjar líkurnar eru á því að þeir endurtaki brot sín. Þetta áhættumat þurfum við að fá til þess að byggja svona að- gerðir á,“ segir Bragi. Þá segir hann að engar upp- lýsingar fáist um hvenær við- komandi hefur afplánun eða hvenær hann lýkur afplánun. Að lokum telur Bragi nauðsynlegt að koma á fót mannúðlegu kerfi til þess að halda utan um hættu- lega afbrotamenn á þessu sviði. Stuðningur afar mikilvægur „Við búum yfir þekkingu í dag sem getur orðið til þess að draga úr líkum á því að þessir einstak- lingar brjóti af sér aftur. Þær að- gerðir eru þríþættar. Í fyrsta lagi er það meðferð. Allir þess- ir einstaklingar þurfa meðferðir hjá sálfræðingum og geðlækn- um og sumir þurfa jafnvel að undirgangast lyfjameðferðir,“ segir Bragi. Í öðru lagi þurfi eftirlit að vera til staðar og að þessir einstak- lingar viti að það sé verið að fylgj- ast með þeim. „Það þarf að vera jákvætt eftirlit en ekki þannig að það geri þessum einstaklingum lífið leitt,“ segir Bragi. Í þriðja lagi sé afar mikilvægt að þessir einstaklingar fái stuðning á borð við húsnæðisaðstoð, hjálp við að finna atvinnu við hæfi og fé- lagslegan stuðning. „Þessir einstaklingar eru hættulegri ef staða þeirra er mjög veik. Ef þeir glíma við óör- yggi í afkomumálum, eru ekki í góðu jafnvægi og skortir félags- legt taumhald. Þetta sýna rann- sóknir okkur og því ég vil sjá slíkt kerfi hérlendis,“ segir Bragi. Hann telur slíkt fyllilega raunhæft enda séu ekki margir einstaklingar sem fylgjast þurfi með. „Það eru um 35 einstak- lingar á ári sem eru dæmdir fyr- ir kynferðisafbrot gegn börn- um. Fæstir þessara einstaklinga glíma einvörðungu við barna- girnd og því fléttast aðrar ástæð- ur iðulega inn í brot sem þetta,“ segir Bragi. Sé mið tekið af fjöld- anum þá séu um 300–350 manns á áratug sem eru með slíkan dóm á bakinu. „Við getum ekki búið til þannig kerfi að hægt sé að hafa eftirlit með öllum þess- um fjölda. Hins vegar er það svo að fæstir þeirra sem fá dóm fyr- ir kynferðisbrot gegn börnum endurtaka leikinn. Það er afar lítill hluti sem er fær um það og það er sá hluti sem við getum unnið með,“ segir Bragi. n „Það er ekki börn- unum í hag sem brotið er á að gengið sé fram með þessum hætti heldur þvert á móti „Flestir sem bera kynhneigð til barna brjóta aldrei gegn þeim“ Forstjóri Barnaverndarstofu kallar eftir að komið verði upp eftirlits- og stuðningskerfi með barnaníðingum Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Bragi Guðbrandsson Forstjóri Barnaverndarstofu segir skorta á pólitískan vilja til þess að taka upp almennilegt stuðnings- og eftirlitskerfi með barnaníðingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.