Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 28
Globus hefur haldið golfmót fyrir fagfólk í veitingageir-anum í hartnær 26 ár,“ segir Kári Ellertsson, sölustjóri hjá Globus. Mótið fór fram á Urriða- velli, golfvelli golfklúbbs Odds og Oddfellow. „Við fengum marga af helstu afrekskylfingum okkar til liðs við okkur, ásamt því að bjóða samstarfsaðilum okkar úr hópi veitingamanna.“ Afrekskylfingarnir sáu um að leiða hvern ráshóp, ásamt því að keppa innbyrðis án forgjafar. Úr varð frábær golfdagur í góðum félagsskap í blíðskaparveðri. Globus Golf 2017 á Urriðavelli Hið árlega boðsgolfmót Globus hf. fór fram í blíðskapar­ veðri þann 26. júní síðastliðinn, á afmælisdegi forseta vors, en starfsmenn Globus notuðu einnig tækifærið og héldu upp á 70 ára afmæli fyrirtækisins. Afrekskylfingar öttu kappi við veitingamenn í blíðskaparveðri á Urriðavelli. Fyrir stuttu klæddum við viðkonurnar okkur upp í gamla skó með ekkert nesti og brugðum flugi undir fót í húsmæðraorlof til London. Tilefnið var að sjá og hlýða á náttúruundrið Adele á tónleik- um og einfaldlega lifa og njóta í stórborginni, tvær okkar höfðu farið nokkrum sinnum áður, en þetta var jóm- frúarferð hjá þeirri þriðju. Þrátt fyrir að vera bara eins og dropi í hafi í mannhafinu í London þá er eitthvað sem heillar mig gríðarlega við London og ég gæti alveg hugsað mér að eiga heima þar, þó líklega ekki til frambúðar, til þess er ég of mikið Reykjavíkurbarn. Það eru nokkur atriði sem sitja eftir eftir Londonferðina og við vinkonurnar getum lifað á þar til næst, á meðal þeirra eru þessi: • Ekki láta bugast þó þú komir ekki meiru í töskuna í Primark, búðin er opnuð aftur daginn eftir kl. 8.00. Að vísu líklega með nýjar vörur, en ekki þær sem þú misstir af í dag.• Primark er þó ekki eina búðin fyrir verslunar- og VISAglaða, langt því frá, þar má finna alla flóruna frá einnar pundar búðum til rándýrra tískuhúsa, þar sem þú þarft að skilja við líffæri, jafnvel tvö, bara til að fá að reka nefið inn og lykta af dýrðinni. (Við stóðumst samt allar freistinguna í flugstöðinni á leiðinni heima þrátt fyrir að Michael Kors, vinur okk- ar, lofaði sérstökum flugstöðvardíl á fallegustu veskjunum sem okkur miðaldra húsmæðurnar langar í, en vantar ekki).• Í lok júní er heitt í London, svo heitt að þú svitnar á stöðum sem þú varst búin að gleyma að væru til. Svo heitt að þú brennur á röltinu milli verslana (lesist: matsölustaða). Við því er bara eitt ráð, að passa upp á vökvabirgðir líkamans og fylla reglulega á, helst með hvítvíni. Ef þú ert bindindis- manneskja, þá bragðast vatnið og Coca Cola líka vel.• Eins og segir í lagi Stormskers „Alls staðar er fólk“ og það er fólk ALLS STAÐAR, nema helst þegar þú ferð á salernið (samt líklega röð fyrir utan að bíða eftir að þú sturtir) og á hótelherberginu þínu, ef þú ferðast ein. Ef þú fílar ekki fólk þá er London ekki borgin fyrir þig.• Ef þú vilt verða náin fólki þá er algjörlega málið að taka túbuna á háannatíma að morgni eða seinni partinn, þá eru allir rosalega „nánir“ og þétt saman. Jafnvel svo þétt að þú sérð hvað manneskjan við hliðina á þér borðaði í hádeg- ismat og finnur hvort hún notar sama svitalyktareyði og þú.• Þegar þú hittir og spjallar við draumaprinsinn í London á leið af Adele-tónleikum (í alvöru!!), þá er lag að vera bara hallærisleg og biðja um að fá að senda vinabeiðni á Facebook. Það eru ENGAR líkur á að þú hittir hann aftur. Stay clear off the doors og mind the gap!.....ps. ég er farin aftur til London. Stórborgarkveðja, Ragna ragna@dv.is Lífið er lon og don í London Golfmót veitinGamanna oG afrekskylfinGa Góðar veitinGar Hjónin Sveinn Sveinsson og Margrét Eiríksdóttir og Eiríkur Ingi Friðgeirsson, veitingamaður á Holtinu, njóta góðra veitinga að leik loknum. Par 3 veitingar, í eigu Nikulásar og Pálínu, sjá um veitingar í klúbbhúsinu Öðlingi. Golfþrenna Kristján Þór Einarsson, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, gerði sér lítið fyrir og gerði best ofurkylfinga, setti vallarmet af gulum teigum 64 högg eða 7 höggum undir pari vallarins. Hann spilaði skrambalaust golf, með einn örn og fimm fugla. Keppnin var þó hörð því næst kom hinn ungi og efnilegi GR-ingur, Ingvar Andri Magnússon, á 66 höggum með sjö fugla og tvo skramba, 5 högg- um undir pari vallarins. Golfkennsla í holli Hinn ungi og efnilegi kylfingur Ingvar Andri (sem er hér annar frá vinstri) tók sýnikennslu á nánast allar holur vallarins fyrir meðspilara sína, þá Níels Hafsteinsson, Ara Schröder og Vigni Hlöðversson. Ingvar Andri skilaði sér í hús á frábæru skori -5 sem dugði í annað sætið meðal þeirra bestu og Vignir matreiðslumeistari og vert hjá golfklúbbi GKG tók annað sætið í fagmannamótinu. Golf-afrekskona Valdís Þóra Jónsdóttir sem spilar á Evróputúrn- um tók á móti verðlaun- um. Næsta golfmót hjá Valdísi er í Taílandi og síðan tekur hún stefn- una til Bandaríkjanna, þannig að það er nóg framundan hjá þessari afrekskonu. Stefán Ingi Guðmundsson, veitinga- stjóri á Apótekinu, náði að knýja fram sigur í harðri keppni veitingamanna. Hann spilaði sinn besta leik og spurn- ing hvort að það hafi hjálpað honum að spila með afrekskylfingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.