Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Qupperneq 63
menning 39Helgarblað 7. júlí 2017
þannig að konur hafa ekki verið í
jafn stóru hlutverki og við mynd-
um vilja í dag. Ég gerði ekki sérs-
taka tilraun til að fjölga konum til
að jafna þennan halla. Á tímabil-
inu frá miðri 18. öld og fram á
seinni hluta 20. aldarinnar höfðu
konur hreinlega ekki sama að-
gang að þessum heimi – enda
hefst háskólamenntun kvenna
ekki af alvöru fyrr en á 20. öld. Ég
tel mig nú ekki hafa verið haldinn
einhverjum sérstökum fordómum
eða tekið einhverja með þrátt fyrir
að þeir hafi ekki átt heima þarna.
Og já, þetta eru fyrst og fremst
heimspekingar Vesturlanda. Þó
það séu auðvitað fjölmargir aðrir
höfundar sem ég hefði getað tek-
ið fyrir tel ég þá standa okkur næst.
Þar að auki hafa þær hugmynd-
ir sem uxu út úr þessu tímabili
í Evrópu náð fótfestu um allan
heim. Ég sé ekki að sambærilegar
hugmyndir sem eiga sér uppruna
annars staðar hafi gegnt svipuðu
hlutverki. En það er satt, það er
verulegur halli og ekki algjörlega
eins og menn myndu vilja hafa
þetta í dag.“
Listin losnar frá guðdóminum
Hugmyndin um list sem hefur ann-
að eðli og hlutverk en önnur tækni-
leg kunnátta er tiltölulega ný af
nálinni. Grikkir notuðu hugtak-
ið tekne til að mynda um allt frá
garðrækt til höggmyndalistar, tón-
listar til læknislistarinnar. Síðan
hafði listin fyrst og fremst trúarlegt
hlutverk í heimsmynd kristninn-
ar. En hvenær hefst þessi nútími
sem þú ert að fjalla um og hvern-
ig markar upphaf hans breytingar
á listinni?
„Í bókinni nota ég hugtakið nú-
tími á frekar lauslegan og kannski
frekar ábyrgðarlausan hátt. En í
víðum skilningi tala ég um nútíma
frá og með 18. öld þegar menn
voru að kasta af sér þeirri heims-
mynd sem við kennum við kristna
kirkju, reyndu að endurskilgreina
heimsmyndina og velta fyrir sér
stöðu mannsins í heiminum.
Með tilliti til listarinnar verða líka
ákveðin táknræn skil á 18. öldinni,
þá verður til það kerfi listgreina
sem við styðjumst við í dag og líka
ákveðin hugmynd um fagurfræði,
ákveðið viðfangsefni, sýn á list-
irnar og gildi þeirra. Eftir þenn-
an tíma koma fram ýmsar tilraun-
ir til að reyna að endurskilgreina
listirnar, nýjar kenningar sem að
fjarlægja sig algjörlega þeim skýr-
ingum sem menn gáfu áður – sér-
staklega trúarlegum skýringum og
kreddum kirkjunnar.“
Á sama tíma eru líka að fæð-
ast margar þær stofnanir sem eru
enn í dag í miðju listheimsins. Hef-
ur þetta eitthvað með þessa nýju
heimsmynd að gera?
„Já, það verða til listasöfn þar
sem að listum ákveðinna tímabila
eða svæða er safnað saman og fólk
getur skoðað þau út frá öðrum
forsendum en bara þeim hlutverk-
um sem þau gegndu í trúarlífinu.
Þarna verður til hugmyndin um
listasögu, listrænt mat og gagn-
rýni, þar sem listamennirnir og
listaverkin eru skoðuð sem algjör-
lega sjálfstæð fyrirbæri, metin út
frá listrænum forsendum frekar en
út frá trúarlegum, guðfræðilegum
eða öðrum slíkum sjónarmiðum.“
Þú segir að fagurfræði verði til á
þessum tíma. Fóru heimspekingar
að fást við fegurðina og listina á
einhvern annan hátt en þeir höfðu
gert áður?
„Já, frekar en að líta á fegurðina
sem einhvern eiginleika guð-
dómsins eins og fólk hafði gert
áður fór það að líta á hana sem
eitthvað sem tilheyrir sálinni. Það
er á þeim forsendum sem heim-
spekingar fóru að skoða fegurðina,
sem eina hlið á mannlegri reynslu.
Í upphafi tímabilsins er þetta
oft nátengt hugmyndum um sið-
ferði en í auknum mæli er listin
bara tengd við ákveðna fegurðar-
reynslu, sem er aðgreinanleg frá
skynseminni, þekkingunni og sið-
ferðinu. Nútímalegar kenningar
um listir reyna að ná utan um
þennan tiltekna þátt í mannlegri
reynslu, oft alveg óháð því hvern-
ig hann tengist heiminum. Þeirri
hugmynd er hafnað að það sem sé
fallegt í listinni sé það sem eigi sér
samsvörun í einhverju guðdóm-
legu og fullkomnu sem tilheyrir
innri gerð heimsins.
Menn fara hins vegar að tengja
listræna reynslu við ánægju og þá
koma fram hugmyndir um smekk
og smekkvísi. Menn fara líka að
spyrja sig hvort það sé eitthvað til
sem heiti sérstakt fagurfræðilegt
eða listrænt mat. Hvað er það sem
menn eru að gera þegar þeir eru
að leggja mat á gildi listaverka?
Hvernig stendur á því að mönnum
finnst sú fegurð sem þeir sjá í lista-
verkum sé eitthvað sem er algjör-
lega sígilt, augljóst og bjargfast, á
sama hátt og önnur þekking sem
við höfum á heiminum?“
Svipaðar hugmyndir endurteknar
Nálgun manna á list tekur sem sagt
miklum breytingum með vísinda-
byltingunni, upplýsingaröldinni
og minnkandi áhrifum hins kristi-
lega hugmyndaheims. En er ein-
hver línuleg eða skýr þróun í hug-
myndum manna um eðli og stöðu
listarinnar í heiminum síðan þá,
frá 18. öld og til dagsins í dag?
„Það er svolítið flókið að stilla
þessu upp sem einfaldri línulegri
frásögn. Það má frekar segja að
þetta séu fylkingar, nokkrar ólíkar
nálganir sem eru að takast á, svip-
aðar hugmyndir sem spretta ítrek-
að upp í nýjum búningi og nýju
samhengi. Ef ég reyni að einfalda
þetta niður þá eru fjórar megin-
hugmyndir um hlutverk og gildi
listarinnar sem ég tel að gangi í
gegnum allt tímabilið, hugmynd-
ir sem byrja að mótast á 18. öld og
mér sýnist enn eiga talsverð ítök í
okkar hugmyndaheimi í dag.
Í fyrsta lagi hafa menn skoð-
að það sálræna og félagslega hlut-
verk sem að listin er álitin hafa. Þá
horfa menn á það hvernig listirn-
ar veita okkur ánægju, höfða til til-
finninga og hvernig listirnar upp-
fylla einhverja þörf hjá okkur og
hafa áhrif á mannleg samskipti. Í
öðru lagi hafa menn lagt áherslu
á fagurfræðilegu reynsluna sem
slíka. Þeir segja að þetta sé svo
sterk upplifun að það geti ekki ver-
ið að hún byggist bara á ánægju
einstaklingsins heldur hljóti hún
að byggja á því hvernig við skynj-
um heiminn. Samkvæmt þessu
finnum við í listum samkennd og
samhljóm með tilverunni. Þarna
er því eitthvað sem listirnar upp-
götva um samband mannsins við
heiminn sem þær reyna að varð-
veita í gegnum listræn form.
Í þriðja lagi hefur verið mjög
rík sú hugsun að listirnar séu far-
vegur fyrir sjálfstjáningu. Einstak-
lingurinn er álitinn hafa þörf fyrir
að setja mark sitt á heiminn, finna
að hann sé einstakur og sérstakur
og deila því með öðrum. Þetta nýja
og sérstaka sem listamaður skap-
ar endurspeglar það hvernig hann
sem einstaklingur upplifir heim-
inn, og myndar um leið tengsl
milli manna. Í verkum listamanna
sjá einstaklingar eða jafnvel heilar
þjóðir eitthvað sem þeir geta sjálf-
ir samsamað sig við. Þetta er hug-
myndin um að í listinni geti falist
eitthvað algjörlega nýtt sem brýt-
ur upp það sem áður þótti eðlilegt,
hæfilegt og rétt.
Í fjórða lagi er það svo hugmynd
sem snýr þeirri síðastnefndu við.
Við erum álitin vera afsprengi
menningarinnar - menningin er
sjálfstæður veruleiki sem við fæð-
umst inn í. Listin er þá ein leið og
jafnvel helsta leið okkar til þess
að takast á við menninguna, átta
okkur á henni, gagnrýna hana og
jafnvel brjótast út úr henni. Það er
því stöðug togstreita milli einstak-
lingsins og menningarinnar sem
hann er fæddur inn í. Samkvæmt
þessu viðhorfi eru listirnar og hinn
mikli listamaður alltaf í miklu
stríði við sinn samtíma. Listamað-
urinn þarf að svara kalli síns tíma,
afhjúpa það sem er úrelt, úrkynjað
og spillt og varpa ljósi á það hvert
við erum að stefna.“
Jarðbundið viðhorf
Er eitthvað þessara viðhorfa meira
áberandi en annað í samtímanum
- hvaða augum sýnist þér fólk al-
mennt líta listina í dag?
„Mér sýnist við vera mjög jarð-
bundin í dag. Það virðist vera mjög
ríkt í okkur í dag að horfa á mann-
inn fyrst og fremst sem hluta af nátt-
úrunni og þar af leiðandi er gerð til-
raun til að fella listina inn í almenna
náttúruvísindalega sýn á manninn.
Listirnar eru þá álitnar hafa félags-
legan tilgang og gegna ákveðnu
hlutverki fyrir sálarlíf manneskj-
unnar – ánægjan sem við fáum
af því að njóta lista á sér ákveðnar
skýringar í hugarstarfseminni. Ein
birtingarmyndin er sú tilhneiging
að meta gildi listar eftir uppboðs-
virði og aðgöngumiðasölu.
Þetta er ólíkt þeirri hugsun sem
var mjög rík á 20. öldinni, til dæm-
is innan módernismans, að list-
irnar hefðu ákveðna sérstöðu – að
þær væru að uppgötva eitthvað og
þess vegna skiptu þær máli. Mað-
ur tekur ekki jafn mikið eftir slíkum
hugmyndum í dag. Á sama tíma
sýnist mér hugmyndin um hinn
sjálfstæða listamann sem er að
skapa eitthvað algjörlega nýtt hafi
líka hörfað.“
Áttu þá við hugmyndina um
listamanninn sem einstakan snill-
ing?
„Já, þá hugmynd að listamað-
urinn geti brotist út úr aðstæðum
sínum og á einhvern undraverðan
hátt skapað verk sem eiga sér engar
hliðstæður og geta vísað okkur veg-
inn - þetta er hugmyndin um lista-
manninn sem kyndilbera og sjá-
anda sem að leiðir okkur inn á nýjar
brautir. Ég held að fólk í dag hafi
ekki jafn mikla trú á þessu og áður.
Í dag er það hins mjög út-
breidd hugmynd að það sé eitt-
hvað í listinni sem sameinar okkur.
Kannski tengist það þeirri þjóðern-
iskennd sem er mjög rík í okkur að
tungumálið og listirnar sé eitthvað
sem skilgreinir okkur sem mann-
eskjur.
Ef maður skoðar svo áherslurn-
ar í skólakerfinu þá er sú hugmynd
mjög áberandi að hvert barn sé sér-
stakt, en þurfi að geta þroskað sín
eigin sérkenni á algjörlega frjálsan
hátt, og í því samhengi er listsköp-
un álitin mjög mikilvæg. Þannig að
viðhorf okkar til listarinnar í dag er
alls ekki einfalt.“
Aukið vægi hugmynda
Hin heimspekilega orðræða er
gríðarlega áberandi í listheiminum
víða erlendis og í auknum mæli hér
heima. Hins vegar hafa Íslendingar
í gegnum aldirnar ekki haft mik-
il tækifæri til að kynna sér og til-
einka hina vestrænu heimspekihefð
- heimspekideild var til að mynda
ekki stofnuð við Háskóla Íslands
fyrr en á áttunda áratugnum og fá
heimspekirit komu út á íslensku fyrr
en undir lok síðustu aldar. Hefur
þessi heimspekihefð haft jafn mik-
il áhrif á umræðuna um listir hér
á landi og annars staðar í Evrópu?
„Nei, alveg örugglega ekki. Það
er ekki mjög rík heimspekihefð yf-
irleitt á Íslandi og miðað við það
sem hefur tíðkast víða annars stað-
ar í Evrópu - til dæmis Frakklandi
- er þetta því tiltölulega nýtt af nál-
inni.
Þegar ég var sjálfur að byrja að
skrifa í kringum 1990 þá fór ég til
dæmis að tala um „listheimspeki“
- til aðgreiningar frá fagurfræði -
en þetta hugtak hafði ekki verið
til í íslensku áður. Mörgum fannst
framandi að skrifað væri um listir
út frá heimspekilegu sjónarhorni
og ekki allir voru sérstaklega hrifn-
ir. Þeir vildu þá bara hafa þetta
eftir bókinni, álitu að það væru
ákveðnir þættir í listaverkinu sem
ætti að skrifa um – en allar aðr-
ar hugmyndir væru hálfgert blað-
ur sprottnar úr hugarheimi höf-
undarins.
Um miðja síðustu öld var ein-
blínt á formræna þætti, stílbrögð,
efni, aðferðir og ákveðna tegund
listasögu, um það hvernig listin
þróast innan frá, um áhrif lista-
manna hverja á aðra og innbyrð-
is átök ólíkra strauma og stefna.
Frá níunda áratugnum hefur þessi
hugmynd hins vegar riðlast og
mér finnst þetta hafa breyst um-
talsvert síðan þá.
Menn eru í auknum mæli farn-
ir að líta á myndlistina sem leið til
að koma á framfæri hugmyndum,
þeir horfa meira á hugmyndirn-
ar frekar en að velta stöðugt fyr-
ir sér hvort þessi listamaður sé að
gera eitthvað sérstakt með tiltekna
tækni eða efnivið.
Listamennirnir sjálfir eru orðn-
ir frjálslegri í því hvernig þeir vinna
en leggja hins vegar þeim mun
meiri áherslu á að skapa ákveðna
sýn og fást við tilteknar hugmynd-
ir – og eru orðnir ófeimnari við að
tala um að þær. Hér áður fyrr var
svolítil feimni við að tala á fjálg-
legan hátt um einhverjar háleitar
hugmyndir og jafnvel tortryggni
í garð þeirra sem voru háskóla-
menntaðir og vildu fjalla um list
á fræðilegan hátt – en þetta hefur
verið að breytast.“ n
Heimspeki í pylsu Gunnar segir að það sjáist bæði í verkum listamanna og skrifum hversu mikinn áhuga margir þeirra hafa á heimspeki-
legum málefnum. Dieter Roth nálgaðist heimspekina með kímnina að vopni í þessu verki, en í því tók hann heildarverk þýska heimspekings-
ins G.W.F. Hegel og breytti í pylsur.
„Það virðist vera
mjög ríkt í okkur í
dag að horfa á manninn
fyrst og fremst sem hluta
af náttúrunni og þar af
leiðandi er gerð tilraun til
að fella listina inn í al-
menna náttúruvísinda-
lega sýn á manninn.
Á valdi viljans Óperan Tristan og Ísold eftir Richard Wagner hefur verið talin ein
hreinasta yfirfærsla á heimssýn þýska heimspekingsins Arthurs Schopenhauer í tónlist.
Schopenhauer leit á tónlistina sem þá listgrein sem komst næst því að opinbera okkur
innsta leyndarmál tilverunnar.