Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 70
46 fólk Helgarblað 7. júlí 2017 Óánægð með vinsæl lög sín S öngvarar syngja jafnvel í áratugi vinsælustu lög sín á tónleikum og þá er engin furða að þeir fái leiða á þeim. Hér eru nokkur dæmi um söngvara sem segjast/sögðust ekki þola lög sem voru með þeirra allra vinsælustu. Söngvarar sem fengu nóg Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Frank Sinatra og Strangers in the Night Sönvarinn þoldi ekki lagið og sagði það eitt sinn vera það versta sem hann hefði nokkurn tíma heyrt. Þar sem lagið var eitt hans allra vinsælsta varð hann oft að syngja það á tónleikum. Eitt sinn þegar hann tók við fagnaðarlátum eftir að hafa sungið lagið heyrðist hann muldra: „Ég hata þetta lag“. Söngvarinn var einnig sagður hafa fengið nóg af My Way og New York, New York sem hann söng oftar en hann kærði sig um. Madonna og Like a Virgin Like a Virgin er eitt af þekktustu lögum Madonnu. Söngkonan ber ekki hlýjar tilfinningar til lagsins og sagði árið 2008 að hún væri orðin svo leið á því að það þyrfti að borga henni 30 milljónir dollara til að syngja það. Þrátt fyrir þá yfirlýsingu hefur hún síðan látið sig hafa það að syngja lagið á tónleikum. Pete Townshend og Pinball Wizard Gítarleikari The Who og lagahöfund- urinn Pete Townshend segir lag sitt Pinball Wizard vera hræðilegt og telur það jafnframt klaufalegustu lagasmíð sína. Hann samdi lagið í miklum flýti og félagar hans í hljómsveitinni voru stórhrifnir, ólíkt honum sjálfum. Robert Plant og Stairway to Hea- ven Eitt vinsælasta lag Led Zeppelin er Stairway to Heaven. Söngvari hljómsveitarinnar, Robert Plant, segist hafa fengið grænar bólur þegar hann varð að syngja lagið á tónleikum. Hann skrifaði textann við lagið og fannst þá að lagið skipti máli, en í dag er hann ekki jafn viss um ágætið. „Lagið er bara ekki fyrir mig,“ segir hann. Hann kallaði lagið eitt sinn „þetta andskotans brúðkaupslag“. Bob Geldof og Do They Know it's Christmas Do They Know it's Christmas var sungið af stórstjörnum til að vekja athygli á hungursneyð í Eþíópíu. Það ætlunarverk tókst rækilega. Annar höfunda lagsins, Bob Geldof, er ekki lengur aðdá- andi. Hann segist bera ábyrgð á einu versta lagi sögunnar. Hann segir óþolandi að vera í verslunar- miðstöð um jól og þurfa að heyra Do They Know it's Christmas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.