Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 72
Sveittar fröllur og
transfituhlaðið
mæjónes
n Hamborgarafabrikkan hefur
legið undir ámæli fyrir þá stað-
reynd að flestir hamborgararn-
ir á matseðlinum eru nefnd-
ir í höfuðið á karlmönnum. Þá
segja gagnrýnendur að það geri
illt verra að eini borgarinn með
tilvísun í kvenmann, Ungfrú
Reykjavík, sé heilsuborgari á
speltbrauði. Aðspurður um mál-
ið sagði Sigmar Vilhjálmsson,
einn eigandi veitingastaðarins,
að karlmennirnir væru einfald-
lega duglegri að leita eftir sam-
starfi og deila með þjóðinni
sínum uppáhaldsborgara. Lík-
amsræktarfrömuðurinn Ragga
Nagli var fljót að taka við sér og
bauð Fabrikkumönn-
um upp á sam-
starf. „Þótt
maður sé
heilsumelur þá
er ekki vílað fyr-
ir sér að dúndra
einum löðrandi
með öllum í ginið,“
sagði Naglinn.
Slasaðir Gíslar
gera vel við sig
n Nýjasta stjarnan í íslenskum
handknattleik er óumdeilanlega
Gísli Þorgeir Kristjánsson, son-
ur Þorgerðar Katrínar Gunnars-
dóttur og Kristjáns Arasonar.
Erlend lið hafa verið að bera
víurnar í kappann sem hefur
verið að glíma við smávægileg
meiðsli í olnboga. Gísli skellti
sér í hádegisverð á Kaffi Vest
ásamt móður sinni í vikunni þar
sem hann hitti nafna sinn, Gísla
Martein Baldursson. Stóðst ráð-
herrann ekki mátið og smellti
af mynd af félögunum. Gísli
Marteinn er sjálfur að glíma við
meiðsli en benti á hinn augljósa
sannleika þegar hann deildi
myndinni á Twitter: „Tveir leik-
menn sem hafa verið að glíma
við meiðsli að undanförnu. Er-
lendir klúbbar hafa meiri áhuga
á þessum olnboga en hásininni
minni.“
Helgarblað 7. júlí 2017
43. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
25%
REIÐHJÓL
25%
GARÐHÚSGÖGN
AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS
SENDUM ÚT UM ALLT LAND
20%
SMÁRAFTÆKI 25%
TIMBURBLÓMA-
KASSAR
35%
REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR
20-40%
KEÐJUSAGIR40%
FRÆ
30%
HEKKKLIPPUR,
HEKKSNYRTAR
& LAUFSUGUR30-40%
VERKFÆRABOX
20%
FERÐAVARA
30-40%
NAPOLEON
GRILLFYLGIHLUTIR
35%
PLASTBOX
30%
JÁRNHILLUR
20-40%
SLÁTTUVÉLAR
35%
LEIKFÖNG
Skoðaðu öll
tilboðin á
byko.is
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r o
g/
eð
a m
yn
da
br
en
gl.
30%
GJÖCO MÁLNING &
VIÐARVÖRN
Gerðu
frábær
kaup!
Gísla
mynda-
taka!
D
isney-myndin Frozen,
eða Frosin, sem fjall-
aði um dramatíska sögu
systranna konungbornu
Elsu og Önnu, fór sigurför um
heiminn árið 2013 og ráðgert er
að framhald muni líta dagsins
ljós á næstu árum. Svo skemmti-
lega vill til að leikkonurnar,
Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þór-
dís Björk Þorfinnsdóttir, sem
fóru með hlutverk systranna í ís-
lensku talsetningunni, eiga báð-
ar von á barni síðar á árinu.
Ágústa Eva, sem lætur sífellt
meira til sín taka sem söngkona,
á von á sér í nóvember. Ítarlega
hefur verið fjallað um samband
hennar við verðandi barnsföð-
ur, Aron Pálmason, sem að öðr-
um ólöstuðum er einn dáðasti
íþróttamaður landsins. Parið
hefur ekki gefið út opinberlega
hvort von sé á dreng eða stúlku.
Leiklistarneminn Þórdís Björk á
von á sér í október og ber dreng
undir belti. Barnsfaðir hennar
er tónlistarmaðurinn góðkunni,
Logi Pedro Stefánsson. Þau voru
í sambandi til margra ára en upp
úr því slitnaði rétt áður en hinn
duldi ávöxtur ástarinnar kom
í ljós. Skjötuhjúin hafa þó
ekki farið leynt með að þau eru
samstiga í meðgöngunni. Þór-
dís hefur getið sér gott orð
í talsetningu á auglýsingum og
sjónvarpsefni. Hennar stærsta
hlutverk fyrir utan Önnu prins-
essu er eflaust rödd Poppí í
Tröllunum. n
Frosnar prinsessur fjölga mannkyninu