Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Page 4
4 Helgarblað 15. september 2017fréttir „Mannréttindi sigra alltaf“ Ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um að synja föður barns, sem fæddist andvana, um orlof felld úr gildi V ið erum himinlifandi með þessa niðurstöðu. Mann­ réttindi sigra alltaf. Það er ekki víst að þetta gagnist okkur en að minnsta kosti er núna búið að ryðja brautina þannig að næsta par þarf ekki að ganga í gegnum sömu erfiðleika. Það er nógu erfitt að takast á við sorgina þó að maður sé ekki að glíma við kerfið líka,“ segir Sigrún Ásta Brynjarsdóttir í samtali við DV. Í aprílbyrjun greindi DV frá því að unnusti Sigrúnar Ástu, Magnús Óskar, hefði fengið synjun á um­ sókn í fæðingarorlofssjóð í kjöl­ far þess að dóttir þeirra, Emma, fæddist andvana. Ástæðan var sú að parið unga, sem síðan hef­ ur gengið í það heilaga, var ekki skráð í formlega sambúð. Þau kærðu niðurstöðu Fæðingar­ orlofssjóðs og í vikunni bárust þær fréttir að ákvörðunin hefði verið felld úr gildi og að stofnun­ inni hefði verið óheimilt að synja Magnúsi um fæðingarorlof á þess­ um grundvelli. „Það fá engin orð lýst þeirri sorg sem við höfum upplifað“ Ósveigjanleiki kerfisins var salt í sárið hjá parinu sem var í miðju sorgarferli. „Að jarða barnið sitt er eitthvað sem við óskum ekki okkar verstu óvinum. Það fá engin orð lýst þeirri sorg sem við höfum upplifað. Tímabilið eftir fæðinguna var eins og í móðu en ég er fegin að hafa ekki feng­ ið fregnir af þessu óréttlæti þá,“ sagði Sigrún Ásta í áðurnefndu viðtali við DV í apríl. Í stað þess að njóta samvista við nýfætt barn sitt þurftu Sig­ rún Ásta og Magnús Óskar að skipuleggja útför þess og huga að margs konar formsatriðum. Eitt af því var það að heimsækja skrif­ stofu sýslumanns í Borgarnesi þar sem þau sóttust eftir því að fá fað­ erni barnsins viðurkennt. Í kjöl­ farið sóttu þau um í Fæðingar­ orlofssjóði. Nokkrum vikum síðar barst synjun frá báðum stofnun­ um á þeim grundvelli að Sigrún Ásta og Magnús Óskar hefðu ekki verið skráð í sambúð. Frábær vinnuveitandi „Það stendur ekkert í lögum um tilvik sem þetta, enda byggist synjun Þjóðskrár á mati stofn­ unarinnar. Ef dóttir okkar hefði fæðst og lifað í nokkrar klukku­ stundir þá hefði þetta farið í gegn. Maður upplifir að líf hennar sé minna virði af því að hún var látin þegar hún fæddist,“ sagði Sigrún Ásta enn fremur. Við tóku erfiðir tímar sem þó urðu bærilegri sökum hlýju og velvilja sem parið unga upplifði í sínu nánasta umhverfi. Meðal annars fékk Magnús Óskar frí frá vinnu á fullum launum í einn mánuði meðan á sorgarferlinu stóð. „Það var ómetanlegt að finna hvað við eigum góða að,“ segir Sigrún Ásta. Í kjölfar fréttarinnar hafði lög­ fræðingurinn Þorgils Þorgils son, einn eigenda Juvo lögmanna, samband við Sigrúnu Ástu og Magnús Óskar og bauð þeim þjónustu stofunnar þeim að kostnaðarlausu til þess að freista þess að fá óréttlætinu hnekkt. Áslaug Lára Lárusdóttir, lögmaður hjá Juvo lögmönnum, tók við málinu og í sumar var ákvörðun Fæðingar orlofssjóðs kærð til úrskurðarnefndar vel­ ferðarmála. Í vikunni bárust loks þær fréttir að ákvörðunin hefði verið felld úr gildi og stofnun­ in þyrfti að endurskoða málið. „Það er ekkert víst að Magnús fái fæðingarorlof úr þessu. Það var heldur aldrei aðalatriðið heldur að um óréttlæti var að ræða. Við vildum því taka slaginn til þess að þrýsta á breytingar,“ segir Sigrún Ásta. Úrskurðurinn er skref í þágu jafnréttis Áslaug Lára Lárusdóttir lögmaður segir að túlkun Fæðingarorlofs­ sjóðs á lögunum hafi verið röng og leitt til ómöguleika sem nú hef­ ur verið leiðréttur. Hún fagnar úr­ skurði kærunefndar og segir hann skref í þágu jafnréttis. „Foreldrar eiga sjálfstæðan rétt til fæðingar­ orlofs við andvanafæðingu sam­ anber 12. grein fæðingarorlofs laga. Túlkun og framkvæmd Fæðingar­ orlofssjóðs hefur aftur á móti ver­ ið sú að við fæðingu andvana barns eigi faðir ekki rétt á greiðslum frá sjóðnum ef hann hefur ekki verið í hjúskap eða sambúð með móð­ ur. Þessi túlkun sjóðsins byggði á því að í öðru ákvæði laganna eru sett þau skilyrði fyrir rétti til fæðingarorlofs að foreldri fari með forsjá barnsins eða fyrir liggi sam­ þykki um umgengni á fæðingar­ orlofstíma,“ segir Áslaug Lára. Hún segir auðséð að ekki sé hægt að bera saman þessar ólíku aðstæður þar sem annað fjallar um rétt í tengslum við umönnun barns eftir fæðingu en hitt um fæðingu andvana barns. „Með öðrum orðum byggði túlkun Fæðingarorlofssjóðs á lagaákvæði sem getur ekki átt við um þess­ ar aðstæður. Fyrrgreint skilyrði hafi leitt til ómöguleika þar sem faðir öðlast ekki sjálfkrafa forsjá barnsins, sé hann ekki í hjúskap eða sambúð, og ekki er hægt að skrá faðerni þegar um andvana fæðingu er að ræða samkvæmt núgildandi reglum. Þannig gæti enginn faðir í slíkri aðstöðu upp­ fyllt skilyrðin sem Fæðingar­ orlofssjóður hefur sett um rétt til fæðingarorlofs við andvana fæðingu,“ segir Áslaug Lára. Markmið fæðingarorlofs við andvana fæðingu barns er að veita foreldrum svigrúm til að jafna sig á áfallinu sem því fylgir. Ákvörðun Fæðingaror­ lofssjóðs í máli Magnúsar Ósk­ ars hafi svipt hann því svigrúmi. „Sami réttur á því að gilda fyrir feður sem mæður, óháð því hvert hjúskapar­ eða sambúðarform þeirra er. Þetta hefur nú úrskurð­ ur úrskurðarnefndar velferðar­ mála staðfest með því að fella úr gildi ákvörðun Fæðingarorlofs­ sjóðs um synjun á fæðingarorlofi til föður andvana barns, sem ekki var í hjúskap eða sambúð með móður. Úrskurðurinn er mikil­ vægt fordæmi varðandi jafnrétti kynjanna og skref í þágu jafn­ réttis,“ segir Áslaug Lára. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Að jarða barnið sitt er eitthvað sem við óskum ekki okkar verstu óvinum Sigrún Ásta Brynjarsdóttir Segist ánægð með að réttlætinu hafi verið fullnægt og ómanneskjulegri ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs hafi verið felld úr gildi. Áslaug Lára Lárusdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.