Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 18
18 umræða
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson
aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
aðalnúmer: 512 7000
auglýsingar: 512 7050
ritstjórn: 512 7010
fréttaskot
512 70 70
Heimilisfang
Kringlan 4-12, 4. hæð
103 Reykjavík
Sandkorn
Helgarblað 15. september 2017
Enginn til að
starfa með
Flokkur fólksins hefur sótt í
sig veðrið að undanförnu og
mælist stærri í könnunum en
tveir af þremur stjórnarflokk-
unum. Flokkurinn er þó ekki
beinlínis í óskastöðu því það
mun reynast þrautin þyngri að
fara í stjórnarsamstarf. Langt er
á milli skoðana Flokks fólksins
og Sjálfstæðisflokksins og ekk-
ert gengur svo hjá flokknum að
ná hljómgrunni meðal hefð-
bundnu vinstriflokkanna, sem
telja Flokk fólksins lítið annað
en hóp þjóðernissinnaðra lýð-
skrumara. Nái flokkurinn ein-
hverju fylgi meðal landsmanna
er hætt við að áhrifin verði lítil
sem engin í stjórnarandstöðu
og hratt muni fjara undan hon-
um. Forsvarsmenn flokksins
gætu samt huggað sig við að
hafa fengið þægilega innivinnu
á þingi eða í borgarstjórn – um
tíma.
Pírati tekur mynd
Í sumar hlaut Björt Ólafsdóttir
bágt fyrir að hafa tekið þátt í
myndatöku í þingsal. Sögðu
Píratar, sem og fleiri, að hún
hefði misnotað aðstöðu sína og
vanvirt þingið. Fannst mörgum
það aum rök
hjá ráðherra
að myndin
hafi ekki ver-
ið tekin inni
í þingsalnum
sjálfum heldur
fyrir utan. Við
þingsetningu
síðastliðið
miðvikudags-
kvöld fjarlægði lögreglan mót-
mælendur af þingpöllunum og
notaði þingmaður Pírata, Björn
Leví Gunnarsson, tækifærið og
tók mynd inni í þingsal.
Halda skal því til haga að
Björt var einnig gagnrýnd fyrir
að nota myndina í auglýsinga-
skyni og sem greiða fyrir vin-
konu sína. Þingmaður Pírata
notar myndina hins vegar í
pólitískum tilgangi til að vekja
athygli á mótmælum yfir ræðu
forsætisráðherra, en enn sem
komið er hefur enginn gagn-
rýnt hann fyrir brot á reglum.
E
ftirlit með fjárhættuspila-
iðnaðinum á Íslandi er í
molum. Á árunum 2011–13
var reynt að koma böndum á
þennan óhugnanlega tugmilljarða
iðnað með lögum. Alþingi sýndi
málinu hins vegar engan áhuga
og flestir þeirra sem tjáðu sig um
fram komið lagafrumvarp sýndu
því fjandskap. Málið dagaði því
uppi.
Ærunni fórnað fyrir spilagróðann
Þessa sögu þekki ég mjög vel því
ég var sá ráðherra sem reyndi
á þessum árum að bæta úr því
ófremdarástandi sem ríkir hvað
varðar varnir fyrir spilafíkla. Þeir
eru ekki ýkja margir en nægilega
margir þó til að fóðra Háskóla Ís-
lands, SÁÁ, Landsbjörg og Rauða
krossinn, svo ríkulega að æran
varð þeim fyrir bragðið minna
virði en peningarnir sem aflað er
með fjárhættuspilum.
Háskóli Íslands lætur sér sæma
að reka grófar fjárhættubúllur
undir Háspennu- og Gullnámu-
heitum vel vitandi að þannig má
lokka inn fyrir þröskuld fólk sem
haldið er spilafíkn. En öll met í
ósvífni þykja mér þó slegin með
nýupplýstu háttalagi Íslandsspila,
regnhlífarsamtaka SÁÁ, Rauða
krossins og Landsbjargar.
Sjálfum sér til höfuðs!
Ég ætlaði vart að trúa mínum eig-
in augum við lestur úttektar DV, í
helgarblaðinu 8. september, á til-
raunum sem þessir aðilar eru að
gera á spilafíklum í samstarfi við
framleiðendur lokkunarleikja.
Milligönguaðilinn samkvæmt út-
tektinni er Gallup.
Samkvæmt frásögn DV ganga
tilraunirnar út á að starfsmenn
Gallup láta spilafíkla fást við mis-
munandi spennuleiki undir eftirliti
og mælingum svo búa megi til sem
bestar gildrur fyrir þá fyrir framan
vélarnar. Spilafíklarnir fá greitt fyrir
að gerast þannig tilraunadýr sjálf-
um sér til höfuðs! Þetta getur varla
flokkast undir annað en nánast
glæpsamlegt siðleysi.
Talsverð umfjöllun hefur orðið
í nokkrum fjölmiðlum í kjölfar
uppljóstrana DV og ítarleg í sum-
um þeirra og er það þakkarvert.
En meiri mætti hún verða og al-
mennari því tilefnið er ærið.
Þöggun á þingi
Þá komu allar endurminning-
arnar til baka. Þegar ég fyrst byrj-
aði að fjalla um þessi mál á Al-
þingi um miðjan tíunda áratuginn
og tók þar við kefli sem Guðrún
Helgadóttir, rithöfundur og al-
þingismaður, hafði haldið á lofti
og síðar Rannveig Guðmunds-
dóttir þingkona. Þá tók ég fljótlega
eftir ákveðnu hegðunarmynstri í
þingsalnum. Varla hafði umræða
hafist um málið þegar þingsalur-
inn nánast tæmdist. Hver vildi
lenda upp á kant við hjálparsveit-
irnar, Rauða krossinn eða Há-
skóla Íslands? „Eða ert þú á móti
þessum eðlu stofnunum og lífs-
nauðsynlegu starfsemi?“ Þetta var
spurningin sem lá í loftinu.
Reynt að ná samkomulagi
um breytingar
Þegar ég síðan kom í dómsmála-
ráðuneytið sem ráðherra haustið
2010 var ég staðráðinn í því að
reyna að færa þessi mál til betri
vegar. Lét ég ráðast í mikla undir-
búningsvinnu og lagði síðan til
langtímaáætlun um breytingu á
lagaumhverfi og eftirliti. Allt skyldi
þetta gert í skrefum og með þeim
hætti að sem víðtækust sátt gæti
skapast og þannig forsendur fyrir
því að árangur næðist. Á grundvelli
þessarar vinnu var lagt fram áður
nefnt lagafrumvarp. Áhugasamir
geta síðan skoðað umræðuna sem
þá fór fram í þingsal en áhugaleysið
er hins vegar erfiðara að greina því
þögnin ein er þar til vitnis.
DV rýfur þögnina
En nú er sem sagt svo komið að
eftirlitið með spilavítiskössum
hefur sennilega aldrei verið
minna og ósvífnin aldrei meiri.
DV á hins vegar mikið lof skilið
fyrir rannsóknarvinnu sína. Megi
hún verða fyrsta skrefið í að gerð
verði gangskör að því laga þessi
mál – ekki með sýndareftirliti eins
og nú er og hefur alla tíð verið,
heldur verði málið tekið föstum
tökum
Skref númer tvö væri augljós-
lega afsökunarbeiðni af hálfu Ís-
landsspila og Gallup en stjórn-
sýslan og Alþingi mættu einnig
axla sinn skerf af skömminni.
Að þessum skrefum teknum
mætti setja lög um óháð eftirlit
með þessari háskalegu starfsemi.
Frumvarpið er tilbúið. Það mætti
byrja á því að lögfesta það. En þar
er umgjörðina að finna. Síðan þarf
meira að koma til.
Verst er lognmollan, andvara-
leysið og þögnin. Gott þegar hún
er rofin þótt tilefnið sé ekki til að
gleðjast yfir! n
Höfundur er fyrrverandi dóms-
mála- og mannréttindaráðherra
Hvar er afsökunarbeiðni frá Íslandsspilum og Gallup?
Ögmundur Jónasson
skrifar
Aðsent
Það skiptir álíka miklu máli hver er borgarstjóri
í Reykjavík og hver er forstjóri Toyota
Fólk í frjálsu lýðræðissamfélagi á að
láta í sér heyra þegar því er misboðið
Jón Gnarr – DVGuðni Th. Jóhannesson – ruv.is
„Barn á
flótta er
barn í neyð
Sáttmáli barnanna
M
iklar og heitar umræður
hafa orðið hér á landi
um stúlkurnar Mary,
átta ára, og Haniye,
ellefu ára, sem fæddust á flótta en
komu hingað til lands ásamt fjöl-
skyldum sínum í von um betra
líf. Ákveðið var að senda þær úr
landi, en um leið reis öflug mót-
mælaalda þeim til stuðnings.
Aðalatriðið í máli Mary og
Haniye er að þær eru börn og
eiga, samkvæmt Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna, sinn
rétt. Í sáttmálanum segir: „ Allar
ákvarðanir eða ráðstafanir yfir-
valda er varða börn skulu byggð-
ar á því sem er börnum fyrir
bestu.“ Þar sem við vitum hversu
grimmur heimurinn er þá er
ljóst að þetta ákvæði er þver-
brotið víða um heim. Það ætti
hins vegar ekki að vera sjálfsagt
í lýðræðisríki eins og okkar. Við
hljótum að slá skjaldborg um öll
börn og huga að velferð þeirra.
Þegar kemur að flóttabörnum
megum við aldrei gleyma því að
barn á flótta er barn í neyð.
Inn í umræðu um mál Mary
og Haniye, sem að hluta hefur
einkennst af æsingi og tilfinn-
ingahita, kom einstaklingur sem
talar af áberandi yfirvegun, þekk-
ingu og skynsemi um rétt barna
sem eru á flótta. Hér er átt við
umboðsmann barna, Salvöru
Nordal. Hún hefur bent stjórn-
völdum á að þau verði að fylgja
ákvæðum Barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna. Harðlynda
fólkið sem andvarpar í hvert sinn
sem fréttist af komu flóttamanna
hingað til lands og fer að telja
kostnaðinn verður að átta sig á
því að ekki er hægt að afgreiða
þann sáttmála eins og sé hann
enn eitt þreytandi plagg-
ið frá óþarfri erlendri
eftirlitsstofnun.
Salvör Nordal
segir að vís-
bendingar séu um
að ekki sé nægi-
lega leitað eftir
skoðun þess
barns sem
er á flótta
og þarfnast
verndar. Börn
á flótta hafa
séð og upp-
lifað hörm-
ungar. Ekkert
barn ætti að lifa við
slíkt. Það er siðferði-
leg skylda okkar sem þjóð-
ar að koma börnum á flótta til
bjargar og bjóða þeim hæli en
ekki hrekja þau burt. Þau hafa
upplifað næga höfnun. n
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is