Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 22
22 sport Helgarblað 15. september 2017 Er hann sá besti í sögu Íslands? Guðmundur Hilmarsson Blaðamaður á Morgunblaðinu Eiður Smári er í mínum huga einn besti knattspyrnu­ maður þjóðar­ innar frá upp­ hafi ef ekki sá besti. Eiður og Ásgeir Sigurvins­ son eru að mínu mati þeir bestu sem þjóðin hefur alið af sér og Gylfi Þór Sigurðsson hefur alla burði til að komast í þennan hóp. Ferill Eiðs Smára var glæsi­ legur jafnt með félagsliðum og íslenska landsliðinu. Ég átti þess kost í mínu starfi að fylgj­ ast vel með Eiði á hans ferli og tók við hann ófá viðtölin. Hann var glæsilegur á velli og er sá íslenski knattspyrnu­ maður sem hefur afrekað mest að mínu mati. Það verður seint toppað hjá íslenskum knattspyrnu­ manni að verða í tvígang Englandsmeistari og deildarbikarmeistari með Chelsea, þar sem hann skoraði 54 mörk, og vinna Spánarmeist­ aratitilinn, spænska bikarinn og sjálf­ an Evrópumeist­ aratitilinn með Barcelona, þar sem hann skoraði 19 mörk í 113 leikjum. Freyr Alexandersson Landsliðsþjálfari kvenna Okkar kynslóð sá ekki þessa eldri, Ásgeir Sigurvinsson og fleiri. Þeirra afrek verða aldrei tekin af þeim en fyrir mér er Eiður Smári sá besti, að fylgjast með honum í Chelsea og Barcelona þar sem hann vann þessa titla í lykilhlutverkum var geggjað. Það var svo gaman að vera í kringum hann í nýju hlutverki á EM í fyrrasumar þar sem hann sýndi leiðtogahæfileika sína og nýtti reynslu sína með hópnum, það var einstakt. Hann er klárlega einn sá besti, ef ekki sá besti. Gylfi hefur verið stórkost­ legur og á nóg eftir. Leyfum Gylfa að spila sinn feril og segjum að Eiður Smári sé sá besti. Eiður var og er fyr­ irmynd fyrir alla þessa stráka sem eru í landsliðinu í dag, það má að segja að hann hafi rutt brautina í fremstu röð. Þvílík fyrirmynd fyrir aðra knattspyrnu­ menn, bæði fyrir þá sem eru í landsliðinu núna og þá sem koma næst. Eiður Smári er goðsögn. Egill Einarsson Stuðningsmaður Íslands númer 1 Fyrir mér er ekki spurning að Eiður Smári er okkar besti knattspyrnumaður fyrr og síðar. Ég skellti mér á minn fyrsta leik í Premier League á Old Trafford 2001 á móti Chelsea. Þar vorum við rass­ skelltir 0­3 og að sjálfsögðu renndi Eiður inn marki í þeim leik. Gylfi er ekkert eðlilega góð­ ur og ég er mikill aðdáandi hans en Eiður er okkar besti, útrætt, næsta mál, áfram gakk. Þó að það sé mjög sorglegt fyrir fótboltaheiminn að Eiður sé bú­ inn að setja skóna á hilluna þá er þetta frábært fyrir „bodybuilding“­samfélagið. Hann er með skrokk í að ná langt í lyftingunum og stefni ég á að reyna að koma honum á svið á komandi árum. Benedikt Bóas Hinriksson Blaðamaður á Fréttablaðinu Ég æfði og spilaði eitt tímabil með Arnóri Guðjohn­ sen og fyrir mér er hann sá besti. En það er huglægt mat. Staðreynd­ irnar segja að Eiður sé sá besti. Ferill hans talar sínu máli. Áður en Messi og Ronaldo komu til sögunnar og breyttu fót­ boltanum var Eiður einn af þeim betri. Það er enginn keyptur til Barcelona fyrir tilviljun. Að rífa sig tvisvar upp úr erfiðum meiðslum og eiga mynd af sér með Meistaradeildar­ bikarinn, það er erfitt að toppa það. Landsliðsferill hans er líka nánast upp á tíu. Þannig já, ætli ég verði ekki að viðurkenna að hann sé betri en pabbi sinn, sem var samt langbestur. Ríkharð Óskar Guðnason Íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport Fyrir mína parta er Eiður Smári besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi með fullri virðingu fyrir öðrum frá­ bærum sem hafa verið og eru uppi. Maður fékk á tilfinninguna þegar ég byrj­ aði að fylgjast með honum ungur að árum að hann ætti eftir að verða magnaður. Ég var smá polli þegar ég mætti á Valur­FH árið 1994 með föður mínum. Þar skoraði 15 ára gamall Eiður Smári sigurmarkið. Að hafa fylgst með þessari vegferð hans hefur verið ótrúlegt. Bolton, Chelsea, Barcelona o.s.frv. Skipar sennilega einn af betri sóknardúettum í sögu ensku úrvalsdeildarinn­ ar með dúettum á borð við Sutton og Shearer, Cole og Yorke svo einhverj­ ir séu nefndir. Það hefur verið hrein unun að horfa á Eið Smára spila leikinn og ég vona að Eiður haldi áfram að starfa við knattspyrnu. Ég get vel séð hann fyrir mér þjálfa stórlið í framtíðinni. Ég treysti síðan á að Eiður verði kvaddur eins og hann á skilið með leik á Laugardalsvelli fyrir pakkfullum velli og jafnvel áhorfendameti. Frábær ferill Eiðs Smára á enda E iður Smári Guðjohnsen tilkynnti fyrir viku að hann væri hættur knattspyrnuiðkun eftir magnaðan feril og frábæran árangur. Eiður átti frábæran tíma með Chelsea og Barcelona þar sem hann vann titla og lék í fremstu röð. Hann var svo hluti af íslenska landsliðinu sem komst inn á sitt fyrsta stórmót í fyrra þegar liðið náði frá­ bærum árangri á Evrópumótinu í Frakklandi. DV fékk nokkra álitsgjafa til að svara því hvort Eiður Smári væri besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt. n hoddi@433.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.