Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Síða 26
Miðborg Reykjavíkur hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum. Sérstaklega hefur svæðið í kringum Hlemm og Holtin tekið stakkaskiptum en þar blómstra nú bæði verslanir og nýstárlegir veitingastaðir sem aldrei fyrr. Árið 2015 var gamla Arion banka-húsinu breytt í hótel sem rekið er af Center Hotels. Upp- runalega voru aðeins 43 herbergi á hótelinu og morgunverðarsalur en ekki leið á löngu þar til eigend- ur sóttu um og fengu leyfi til að reisa u-laga viðbyggingu við gamla bankahúsið og fjölga herbergjun- um í 170. Það er óhætt að segja að verkið hafi tekist einstaklega vel en nýja viðbyggingin fellur mjög vel að umhverfinu og er aðlaðandi í senn. Miðvikudaginn 13. september slógu svo aðstandendur hótels Mið- garðs upp skemmtilegu boði fyrir alla þá sem komu að breytingunum ásamt samstarfsfólki í ferðabrans- anum. Boðið var upp á ljúffengar veitingar í fljótandi og föstu formi frá hótelveitingastaðnum Jörgensen Kitchen & Bar, en staðurinn hefur fengið frábærar móttökur þann stutta tíma sem hann hefur verið opinn. Margt var um manninn í veisl- unni. Gestirnir fengu leiðsögn um hótelið, hlýddu á ljúfan djass og að lokum voru allir leystir út með lítilli pottaplöntu. „Þetta var í sjálfu sér formleg opnun á nýju viðbyggingunni og um leið vildum við kynna hótel- ið og alla möguleikana sem það býður upp á,“ segir Sigríður Helga Stefánsdóttir markaðsstjóri í spjalli við Birtu. Hún er himinlifandi með jákvæðu móttökurnar sem Mið- garður hefur hlotið en hótelið og umhverfi þess virðist falla einstak- lega vel í kramið. „Það voru arkitektarnir hjá Gláma Kím sem hönnuðu hótel- ið í takt við óskir okkar og ég er virkilega ánægð með útkomuna. Við lögðum sérstaka áherslu á að notast við gróður og pottaplöntur til að ná þessum hlýleika sem fylgir græna litnum og lifandi gróðri. Fólki finnst alltaf notalegt að vera í svoleiðis umhverfi. Við lögðum líka mikið upp úr því að rýmið væri hannað þannig að gestir hafi gott næði á fjölbreyttum svæðum sem eru aðeins hólfuð niður,“ segir hún og bætir við að það séu ekki aðeins sáttir hótelgestir sem hampa staðn- um heldur séu heimamenn einnig byrjaðir að venja komur sínar á hótelið. „Fólk sem býr eða vinnur hérna í hverfinu kemur gjarna eftir vinnu til að fá sér einn og einn kok- teil eða vínglas. Svo eru margir sem tylla sér hérna með tölvuna sína eða glugga í bók hvort sem er inni eða úti í garði.“ Eins og fyrr segir er fallegt útisvæði, bar og veitingastaður á hótelinu en þar leynist einnig lítil heilsulind í kjallaranum sem er mikið augnayndi. Í heilsulindinni er bæði hægt að þiggja nudd og snyrtimeðferðir og slaka á í gufu- baði eða heitum pottum sem eru bæði innan og utan dyra. „Okkur finnst sérstaklega gam- an að hafa heitan pott á útisvæðinu því þeir eru alls ekki margir á þessu svæði. Svo er klöppin, sem við ákváðum að láta halda sér þarna úti, alveg sérlega falleg, bæði í litum og áferð. Það er dásamlegt að geta sótt í svona náttúruupplifun alveg inni í hjarta borgarinnar,“ segir Sigríður Helga að lokum. Sigríður Helga Stefánsdóttir, markaðsstýra á hótel Miðgarði, er himinlifandi með móttökurnar sem hótelið hefur hlotið til þessa en hún bauð félögum úr ferðamannabransanum, og þeim sem unnu að nýbyggingunni, til vel heppnaðrar veislu á miðvikudaginn. KoKteill í Kósí horni Á hótelbarnum er boðið upp á úrval kokteila sem eru bæði bragðgóðir og ljúfir á að líta. Mynd Brynja É g held að það sé ótrúlega sérstakt að fæðast sem Íslendingur. Ef maður trúir á endurfæðingu (sem ég geri ekkert sérstaklega) og veltir fyrir sér öllum möguleikunum sem hefðu getað orðið, þá blasir við að líkurnar á því að fæðast á þessu landi eru afar litlar. Kannski álíka litlar og að fæðast sem pandabjörn, hvítur nashyrningur eða fjalla górilla? Og að búa hér á norðurhjara, í þrjú hundruð þúsund manna samfélagi, sem var hrikalega einangrað öldum saman, er engu líkt. Það er nefni- lega ekki til sambærilegt samfélag á þessari jörðu. Við erum alveg hrikalega spes. Í fyrsta lagi er það mjög, mjög sérstakt að svo fámenn þjóð sé sjálfstæð. Það eru bara tvær aðrar þjóðir, með álíka marga íbúa, sem „fagna“ sjálfstæði. Það eru Malta og Lúxemborg. Stóri munurinn er bara sá að á Möltu tala allir tungu- mál sem fjöldi annars fólks skilur; ensku og spænsku. Það sama gildir fyrir Lúxemborg. Þar tala allir þrjú tungu- mál; þýsku, frönsku og lúxemborgsku. Svo er Lúxemborg staðsett í hjarta Evrópu. Allt vað- andi í utanaðkomandi „ erlendum áhrifum“. Hægt að keyra til Frakklands og Ítalíu á örskammri stund. Kaupa allskonar vín og osta beint af bændum eða úr næstu búð. Kippa jafnvel með sér kettlingi án þess að þurfa að setja hann í sóttkví í fjóra mánuði. Í öðru lagi er það mjög sérstakt að við Íslendingar skulum öll kunna að lesa (eða … við kunnum það að minnsta kosti). Það er ekki sjálfgef- ið að heil þjóð geti verið jafn upplýst við erum og það á tungumáli sem næstum því enginn annar skilur. Þá er nú eins gott að upplýsingaveiturnar séu í lagi. Hvað þá þýðingarnar. Í þriðja lagi er sjálfsmynd þjóðarinnar alveg ótrúlega sérstök. Það birtist kannski best í því að við berum okkur aldrei saman við önnur smáríki. Nei. Þegar kemur að samanburði þá kjósum við alltaf að bera okkur saman við hin Norðurlöndin þótt ekkert þeirra telji undir fimm milljónum íbúa, nema Græn- land og Færeyjar, sem reyndar heyra undir Danmörku. Sem er mögulega eini vitræni saman- burðurinn? Eða hvað finnst þér? Góða helgi! Margrét H. Gústavsdóttir Að vera Íslendingur Líkurnar eru álíka litlar og að fæðast sem pandabjörn, hvítur nashyrningur eða fjallagórilla. Nýstárleg náttúruperla við Hlemm „Okkur finnst sérstaklega gaman að hafa heitan pott á útisvæðinu því þeir eru alls ekki margir á þessu svæði. Svo er klöppin, sem við ákváðum að láta halda sér þarna úti, alveg sérlega falleg, bæði í litum og áferð. Það er dásamlegt að geta sótt í svona náttúru upplifun beint inni í hjarta borgarinnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.