Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Síða 37
Veitingastaðir 5Helgarblað 15. september 2017 KYNNINGARBLAÐ Frábært útisvæði Stórkostlegt útsýni og sælkeramatur á sanngjörnu verði Elva Hjörleifsdóttir SKÝ Restaurant & Bar er staðsettur á 8. hæð CenterHotels Arnarhvols við Ingólfsstræti. Á veitingastaðnum er stór­ kostlegt útsýni yfir Faxaflóa, Esjuna, Hörpu og miðbæ Reykjavíkur. Útsýnið eitt gerir máltíð á SKÝ að einstakri upplifun. „Við höfum verið að taka staðinn í gegn síðasta árið og betrumbæta, meðal annars með því að innrétta litla og kósý setustofu sem snýr í vestur með útsýni í átt að Hallgrímskirkju. Þarna fá gestir þá tilfinningu að þeir sitji heima í stofu,“ segir Elva Hjörleifsdótt­ ir, forstöðumaður veitingasviðs hjá CenterHotels. Að sögn Elvu er matseðillinn á SKÝ rómaður fyrir bæði gæði og sann­ gjarnt verð: „Matseðillinn okkar er á mjög samkeppn­ ishæfu verði. Sem dæmi erum við með humarsalat sem hefur slegið í gegn en það kostar aðeins 2.850 krónur. Við bjóðum ávallt upp á ferskasta fisk dagsins og við leggjum mikla áherslu á úrvals hráefni. Þá bjóðum einnig upp á nokkra græn­ metisrétti þannig að allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi." SKÝ er tilvalið fyrir litla og stóra hópa að koma saman í mat og drykk en staðurinn getur tekið á móti allt að 80 manns í einu. „Hópamat­ seðillinn er samsettur úr fjöl­ breyttum seðli þar sem boðið er upp á sex mismunandi þriggja rétta seðla sem hægt er að velja um. Hópaseðillinn miðast við tíu manns sem þarf að panta fyrirfram. "Við hvetjum auðvitað alla til að bóka tímanlega til að tryggja að laust sé fyrir hópinn.“ Fjallastélin bera nöfn fjall- anna í kring Sem fyrr segir er útsýn­ ið á SKÝ með ólíkindum og framkallar hjá flestum hina svokölluðu „vá“ tilfinningu. Fjöllin sem umlykja borgina sjást vel út um gluggana en sérlagaðir kokteilar, Fjalla­ stélin, bera nöfn þeirra. Hér er uppskrift að einu vin­ sælasta fjallastélinu: Geirmundartindur 6 cl Bulldog gin 3 cl Basil – lime síróp Hrist saman og skreytt með basil laufi Þess má geta að Geir­ mundartindur er Fjallastél mánaðarins á SKÝ í septem­ ber. Fjallastél mánaðarins eru ávallt á tilboði á aðeins 1.700 krónur. Happy Hour er alla daga frá kl. 16 til 18. Þá kostar bjór af krana 600 krónur og vínglas er á 900 krónur. SKÝ hentar afskaplega vel fyrir fólk sem er að fara á tónleika eða leikhús enda staðsettur mitt á milli Hörpu og Þjóð­ leikhússins. Stefnt er að því að bjóða upp á sérstakan leikhúsmatseðil í vetur en nú þegar getur fólk sest að snæðingi á staðnum fyrir sýningar í nágrenninu. Barinn á SKÝ er opinn til 12 og því er líka tilvalið að kíkja inn eftir sýningar og fá sér drykk. Eldhúsið er hins vegar opið til 22 á kvöldin. „Það er líka gaman að njóta útsýnisins eftir að rökkva tekur því ljósin í Hörpu eru einstaklega falleg á kvöldin,“ segir Elva. Á falleg­ um vetrarkvöldum læðast oft norðurljósin fram líka. SKÝ Restaurant & Bar er opinn alla daga frá kl. 11:30 til miðnættis. Síminn er 595-8545 og heimasíða er www.skyrestaurant.is. SKÝ REStAuRAnt & BAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.