Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Qupperneq 41
Tómasi. Hann byrjaði að grínast með að vera með atriði en upp úr gríninu þróaðist svo bara þrælgóð og mjög erótísk túlkun á uppvaski,“ útskýrir Margrét. „Hann sýndi mér atriðið í gær og ég bæði grét og gargaði úr hlátri og lak niður í gólf, svo heilluð var ég,“ segir hún flissandi og bætir við að undanfarn- ar vikur hafi þau unnið í því að gera fullkomna eftirlíkingu af uppþvotta- legi. „Lokaniðurstaðan var að blanda matarlit út í barnaolíu, af því hann ætlar auðvitað að hella þessu yfir sig í atriðinu,“ segir hún hlæjandi og skýtur því inn að Tómas hafi líka tekið sér fullkomið listamannsnafn. „Hann kallast Kjöthöllin!“ Myndavélar í símum til vandræða Stendur þá kannski til að gera Tómas út sem skemmtikraft í gæsapartíum? Margréti rekur aðeins í rogastans. „Neeeeeeeeeiii, ég veit það nú ekki! Það eru allir með myndavélar í símunum sínum og það gerir þetta svolítið erfitt. Myndir geta lekið út og allir fara að spyrja hvort það hafi verið pantaður stripp- ari í gæsapartíið. Stripp er auðvitað ólöglegt á Íslandi! Þetta gæti komið öllum í bobba, bæði skemmtikraft- inum og fólkinu í partíinu.“ Fyrst Hilmir Snær má vera á rassinum þá megum við það líka En hafið þið fengið lögfræðing til að skissa upp hvernig þið haldið ykkur innan lagarammans? „Sko, við sýnum auðvitað í Þjóðleik- húsinu og ef Hilmir Snær má vera á rassinum á sviðinu uppi þá megum við vera á rassinum í kjallaranum. Er það ekki?! En ég veit ekki, kannski verður látið á þetta reyna. Ég held samt að fólk sem er viðkvæmt fyrir nekt og svona gríni ætti ekki að vera í vafa um hvers eðlis sýningarnar okkar eru. Þá passar það sig bara á að koma ekki á þær,“ segir hún og bendir á að þegar rýnt hafi verið í miðasöluna hafi komið í ljós að konur séu yfir sjötíu prósent þeirra sem hafa mætt á sýningar hingað til. „Konum virðist finnast svo hressandi að sjá kotasælulæri á sviði og að það skipti bara engu máli í stóra samhenginu hvernig við lítum út.“ Líkaminn minn er til að ég geti notið hans Spurð að því hvernig Tómas taki í það að kærastan hans sé ber að ofan að skemmta segir hún það líka algjört aukaatriði. „Hann á ekki líkamann minn og ef honum þætti þetta erfitt þá hefði hann ekki reynt við mig til að byrja með held ég. Þótt hann sé kærastinn minn þá ræð ég alfarið yfir mínum líkama og þar með töldum mínum geirvörtum. Líkaminn minn er ekki eingöngu gerður svo að hann geti notið hans. Líkaminn minn er fyrst og fremst gerður svo að ég geti notið hans,“ segir hún staðföst. „Það eina sem er erfitt er að hann þarf að fá svolítið oft frí í vinnunni til að koma með mér á sýningarferðalög, en annars held ég að hann samgleðjist mér að ég sé ekki með komplexa.“ Ráðlegast að mæta með vatnsheldan maskara Kjöthöllin Tómas verður ekki eini karlmaðurinn sem tekur þátt í sýningunni um helgina með sínum „boylesque“ brögðum því hinn suðræni og seiðandi Wilfredo ætlar einnig að stíga þar á svið. Margrét segir manninn svo fyndinn að það sé ráðlegast að mæta með vasaklút og vatnsheldan maskara á sýn- inguna. „Wilfredo er týpan sem margir þekkja af hótelbörunum á Benidorm. Var einu sinni mjög sætur en er það alls ekki lengur. Honum finnst hann hins vegar rosalega heillandi og hann heldur að hann sé alveg æðislegur – en hann er það bara alls ekki. Margir hafa lýst honum sem karlmanni í dragi karlmanns. Eiginlega svona ofur ýktur karl. Þegar ég sá Wilfredo í fyrsta sinn fannst mér hann það fyndnasta sem ég hafði séð á ævinni en þegar hann svo fór úr gervinu þá leyndist þar undir einn fallegasti og dagfarsprúðasti Breti sem ég hef kynnst,“ segir Margrét og bætir við að Wilfredo verði jafnframt kynnir á kvöldinu. „Svo bjóðum við líka upp á kokk- teilahristur með frjálsri aðferð, kynlífstækja-húll og jesúgrín, af því það má núna,“ segir hin fjölhæfa og frakka Margrét Erla að lokum. gott að fara yfir strikið„Það eru allir með myndavélar í símun- um sínum og það gerir þetta svolítið erfitt. Myndir geta lekið út og allir fara að spyrja hvort það hafi verið pantaður strippari í gæsapartíið. Stripp er auðvitað ólöglegt á Íslandi! Þetta gæti komið ölllum í bobba, bæði skemmtikraftinum og fólkinu í partíinu. Tekur þáTT í sýningunni Kærasti Margrétar, körfubolta- kappinn Tómas Steindórsson, er búinn að semja sitt eigið búrlesk atriði sem hann ætlar að sýna um helgina. Hann notar listamannsnafnið Kjöthöllin og ætlar að tjá erótísk tilbrigði við uppvask.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.