Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Page 46
HEITT
Vondar píur
„Slæmar stelpur gera mig svo
rousey eins og Ronda.“
Kringlóttir speglar
Eitt eftirsóknarverðasta
stofustáss ársins 2017.
Costco
Af því við elskum að kaupa
átján brúsa af sjampói og
tuttugu tannkremstúbur í einni
ferð.
KALT
Góðar píur
Þær eru bara komnar úr tísku.
Love og Home stafirnir
Af því að nú viljum við frekar
horfa í kringlóttan spegil.
Kostur
Til hvers að kaupa bara einn
sjampóbrúsa þegar þú getur
keypt átján í einu?
Um helgina er ég í fríi frá spilamennskunni svo ég ætla að gera eitthvað
rosalega skemmtilegt með kon-
unni minni. Það gerist nefnilega
varla að ég eigi frí um helgar af
því að ég er alltaf að spila einhvers
staðar. Þegar svo sjaldan vill til
þá líður mér eins og krakka sem
er að sjá fyrsta snjó vetrarins. Ég
er svo spenntur að ég veit bara
varla hvernig ég á að bregðast við
því,“ segir söngfuglinn knái frá
Færeyjum.
„Ég er samt auðvitað með
einhverjar hugmyndir. Á laugar-
daginn förum við kannski og
tökum þátt í fjöldasöng á Græna
herberginu sem Guðrún Árný
ætlar að stjórna af sinni alkunni
snilld. Þetta „sing-along“ hefur
slegið í gegn frá því við byrjuðum
með þetta á Græna herberginu.
Það er næstum því alltaf húsfyllir
svo greinilegt er að þetta er eitt-
hvað sem fólk hefur þörf fyrir. Ís-
lendingar elska auðvitað að syngja
og þá sérstaklega eftir að hafa
fengið sér einn bjór. Færeyingar
eru auðvitað líka svona söngelskir
en við syngjum samt miklu oftar
og meira en Íslendingar. Þegar
ég var að alast upp í Færeyjum
þá enduðu allar veislur með því
að einhver greip í gítar og fólk
fór að syngja saman. Þetta gerist
auðvitað af sjálfu sér. Þegar maður
kemur frá svona lítilli eyju þá
er svo ferlega lítið framboð af
skemmtun. Ef þú ætlar að hafa
það gaman þá þarftu eiginlega
að sjá til þess sjálfur að það verði
gaman hjá þér. Þá er svo einfalt
að grípa í gítarinn. Ég sakna þessa
svolítið hér á Íslandi. Fólk mætti
syngja meira saman en ætli þetta
stafi ekki af því að hér í Reykjavík
býr fólk í svo miklu návígi við
hvert annað. Við þurfum alltaf að
passa upp á að vera ekki með læti
og trufla ekki nágrannann, sem
er samt auðvitað bara eðlilegasta
mál,“ segir Jógvan og bætir við
að líklegast verði sunnudagurinn
rólegri. „Kannski að ég bjóði
Hrafnhildi bara eitthvert í bröns.“
Tónlistarmaðurinn
Jógvan Hansen
á, aldrei þessu vant,
frí um helgina. Kannski
ætlar hann að syngja
sig hásan með frúnni í
Græna herberginu og
bjóða henni svo í bröns
á sunnudaginn.
The BooThBy:
Áfeng en
eleganT
upplifun
Helgarkokteillinn er í boði Birtu
William T. „Cocktail Bill“ Boothby var hann kallaður, fornfrægi barþjónninn sem gerði
kokteilgarðinn frægan
á Palace-hótelinu í San
Fransisco snemma á
síðustu öld. Þessi flinki
„blöndungur“ (má ekki
kalla barþjóna það?)
bjó meðal annars til
hinn heimsfræga drykk
Manhattan og gaf út
eftirsótta bók um blöndun
kokteila, bók sem er svo
gott sem ófáanleg í dag.
Í þessari útfærslu af
Manhattan bætum við
hins vegar smávegis af ísköldu kampavíni eða
freyðivíni út í til að skapa einkar áfenga, en
jafnframt elegant upplifun fyrir bragðlaukana.
INNIHALD
n 1,5 búrbónviskí
n 1,5 sætur vermút
n tvær skvettur af Angostura bitter
n klaki
n 30 ml kampavín eða freyðivín, kalt
n Appelsínusneið eða börkur
AÐFERÐ
Byrjaðu á að kæla kampavínsglösin. Hristu
saman búrbón, vermút og bitter í kokteilhristara
sem er hálffylltur með klaka. Hristu þar til hann
hélast að utanverðu. Helltu blöndunni í kældu
kampavínsglösin, toppaðu með kampa eða
freyðivíni og skreyttu með appelsínu.
Svo er bara að njóta, í góðu hófi.
Hvað ætlarðu að gera um helgina?
Loksins á Jógvan helgarfrí