Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Qupperneq 47
Það væsir svo sannarlega ekki um nemendur og starfsfólk Listaháskóla Íslands þessi misserin en þar starfar frú Sigur- veig Káradóttir sem matráður í Laugarnesi og sú sér vel um sína. Sigurveig, sem menntaði sig í matargerð við Gordon Bleu í London fyrir um ellefu árum, segist aldrei fylgja uppskriftum þegar hún stend- ur við pottana en stundum bloggar hún á sigurveig.com til að skrásetja sköpunarverkin. „Það verður bara eitthvað til af sjálfu sér. Þetta þróast svona þegar maður er búinn að læra eitthvað, þá er það þarna á bak við og maður veit ekkert hvaðan það kemur. Ég hef hins vegar stundum sett uppskriftir inn á bloggið mitt svo ég muni nú eitthvað af því sem ég geri,“ segir hún sposk. Gerir allt klárt fyrir veislur og matarboð Sigurveig er gjarna með mörg járn í eldinum, já eða potta á öllum hellum. Margir hafa smakk- að gómsætu hafraklattana sem hún bakar undir merki Matar- kistunnar en færri vita að Sigurveig er jafnan liðtæk þegar kemur að því að skella upp flottri veislu. Þá undirbýr hún allt sem þarf til veisluhaldanna og gestgjafinn þarf ekki ann- að en að stinga matnum inn í ofn. „Ég er ekki með sérlegan lista yfir þjónustuna sem ég veiti en eitt geri ég þó ekki og það eru snittur! Mér finnst hins vegar mjög gaman þegar fólk vill gera eitthvað sérstakt og öðruvísi. Þá er ég alltaf til. Fólki er alveg óhætt að hafa samband við mig með eitt og annað sem viðkemur veislum og matargerð.“ Bestu makkarónur landsins Síðustu ár hefur makkarónubakstur verið mikið í tísku hjá landanum og vinsælt að panta þetta fallega góðgæti í hvers konar boð og veislur. Sigurveig er ekkert að skafa utan af því þegar talið berst að hæfileikum hennar á sviði makkarónugerðar. „Ég er búin að gera makkarónur í tíu ár og mínar þykja þær albestu á landinu,“ segir hún án þess að hika. „En þetta er ekki bara eitthvað sem ég ein held fram og enginn annar. Ég hef fengið mikið lof fyrir þær og það frá sérfróðum Frökkum. Þeir smökk- uðu þær, horfðu svo á mig orðlausir og sögðu bara bíddu, bíddu …“ Jógúrtlegið lambalæri Sigurveig segir það algengt, í Austur löndum og við Miðjarðarhaf, að marinera lambakjöt í jógúrt en þar hefur hún ferðast mikið ásamt Agli Helgasyni, eiginmanni sínum. „Jógúrtin brýtur aðeins upp fitubragðið af lambakjötinu sem sumir eru viðkvæmir fyrir, til dæmis einn hér á heimilinu, Egill semsé,“ segir hún og hlær. „Hvað varðar jógúrtmaríneringuna þá má blanda allskonar kryddi og smá sítrónu út í hana, hvaða kryddi sem er. Svo lengi sem það fer vel með kjötinu. Persónulega er ég hrifin af kardimommum. Ég mala þær heil- ar og leyfi hýðinu og öllu að fylgja með. Mér finnst það ægilega gott, en hver og einn ætti að prófa sig áfram eftir eigin smekk á kryddi,“ segir Sigurveig að lokum. Eldar Ekki bara fyrir Egil HElga Uppskrift INNIHALD Jógúrtmarínering n 200 g jógúrt (1/2 dós sirka) n 2 tsk. kanill n 1 tsk. malað kúmin (caraway seeds) n 2 tsk. ómalað kúmin (caraway seeds) (má líka vel nota kúmen, bara hvort heldur er til í skápnum. Verður aðeins mildara og annar keimur, en hvort tveggja gott!) n 1 tsk. paprika n 2 tsk. malaðar kardimommur (ég mala þær í morteli, en annars 1 tsk. „for­ malaðar“) n safi og börkur af einni sítrónu (rífa sítrónubörkinn niður) n 4–5 hvítlauksrif – smátt söxuð n 1 tsk. sjávarsalt n 1/2 tsk. hvítur pipar Annað n Lambalæri sirka 2 kg n Plómur eða apríkósur n Kúskús! 1 pakki (250 g) n Gulrætur sem meðlæti AÐFERÐ Fínsaxaðu hvítlaukinn og blandaðu við jógúrtina ásamt kryddi, sítrónusafa og berki. Jógúrtblöndunni er síðan makað vel á lærið, undir og yfir. Plastpoki settur laust utan um fatið og inn í ísskáp yfir nótt eða í nokkra tíma. Ég skar gulræturnar í fremur stóra bita og setti í eldfast mót ásamt desilíter af vatni, sirka 1/2 tsk. af sjávarsalti, 4–5 msk. af ólífuolíu og 3–4 tsk. af hunangi. Svo rak ég augun í plómur sem lágu á borðinu og voru orðnar aðeins of þroskaðar til að borða einar og sér. Plómurnar bráðna alveg í hitanum og verða að góðri sósu sem gott er að hella yfir kúskúsið. Þannig að ef þið sjáið engar plómur í fatinu þegar þið takið það út, ekki fá sjokk. Það á að vera þannig! Þær eru bara þarna til að verða að sósu. Ef engar eru plómurnar, þá er tilvalið að taka nokkrar þurrkaðar apríkósur og skella í eldfast mót í staðinn. Skera þær bara nokkuð smátt en ekki of. Þær drekka í sig mikinn vökva og eru líka ansi góðar með gulrótum og kúskúsi. En aftur að lærinu, hitið ofninn í 200–250 gráður og setjið lærið inn á meðan ofninn er að hitna. Tékka á þessu við og við, hræra í gulrótunum og lækka svo hitann þegar maríneringin byrjar að taka smá lit. Eftir um 20–30 mínútur ætti maríneringin að vera búin að taka réttan lit og þá er gott að lækka hitann í 200 gráður í sirka klukkutíma, og loks í 180 gráður fyrir rest. Lærið var inni í rúman einn og hálfan tíma en hefði vel mátt dóla sér aðeins lengur. Enn og aftur, hitastig er bara til að miða við. Allir ofnar eru misjafnir og misjafnt hvernig hver og einn vill hafa kjötið. Ég er dálítið fyrir að hafa það vel eldað og satt best að segja „meika“ ég ekki eldrautt lambakjöt. Og svo er það kúskúsið, sem er satt best að segja eitthvert einfaldasta og fljótlegasta meðlæti sem fyrirfinnst! Ég var með 250 gramma pakka. Sauð vatnið í hraðsuðukatli og bætti svo við grænmetiskrafti. Mér finnst alltaf þurfa aðeins meira vatn en manni er sagt að nota á pakkanum og svo bæti ég við vænni smjörklípu. Kannski 2–3 msk. Loks fara ristaðar og saxaðar möndlur yfir kúskúsið og gulræturnar og svo er maturinn borinn fram á fallegum diski. Verði ykkur að góðu! Jógúrtlegið lambalæri að hætti Sigurveigar Káradóttur: BEstu mAkkARóNuR LANDsINs og þó víÐAR væRI LEItAÐ „Ég er búin að gera makkarónur í tíu ár og mínar þykja þær albestu á landinu.“ M yn d B ry n ja M yn d B ry n ja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.