Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Page 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 15. september 2017 innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Nichole segir lykilatriði að innflytjendur tileinki sér tungumálið svo kraftar þeirra nýtist sem best. Þegar Nichole flutti til Íslands hafði hún heimsótt landið einu sinni áður. Líkt og svo margir heill- aðist hún af náttúrufegurðinni og viðmóti Íslendinga á ferðalaginu. Það að flytja til Íslands var þó allt önnur upplifun og töluvert erf- iðara en hún hafði gert sér í hugar- lund. „Við komum til Íslands rétt fyrir jólin árið 1999. Þá var ég nýorðin 27 ára. Eins og þú veist þá er frá- bært að vera á Íslandi á þessum tíma. Allt er upplýst, allir upp á sitt besta, glaðir og skemmtilegir. Eftir áramótin tók alvaran við og ég funkeraði engan veginn. Mér fannst myrkrið yfirþyrmandi, ég skildi ekki orð í tungumálinu og var mjög einmana. Besta vinkona mín á þessum tíma var 16 ára mágkona mín. Eina starfið sem mér bauðst, af því að ég talaði ekki tungumálið, var að þrífa skrifstofur á kvöldin. Ég hitti engan og var, satt best að segja, orðin svolítið þunglynd.“ Lærði íslensku á leikskóla Nichole minnist þess hvað allt hafi verið dýrt á Íslandi miðað við í heimalandinu. Nichole var boð- in hálf staða á leikskóla sem skil- aði einungis 40 þúsund krónum á mánuði í laun. „Leikskólastjórinn ákvað að gefa mér tækifæri, þrátt fyrir að ég talaði ekki íslensku. Fyrir það verð ég henni ævinlega þakklát. Í vinnunni hafði ég að- gang að barnabókum og mörg þeirra barna, sem ég starfaði með, voru að læra að tala. Þarna fann ég hinn fullkomna vettvang til að læra íslensku. Ekki skemmdi fyrir hvað ég heillaðist af starfinu.“ Þá rifjar Nichole upp fyrsta skiptið sem hún tók strætó á Ís- landi og bað um skiptimiða, á ís- lensku. „Maðurinn minn var búinn að kenna mér hvernig ég ætti að segja „má ég fá skiptimiða“. Ég skrifaði það á miða og á leiðinni út í strætóskýli æfði ég mig aft- ur og aftur. Þegar vagninn kom og bílstjórinn opnaði dyrnar var viðmót hans svo ruddalegt að ég þorði ekki að biðja um skipti miða heldur rétti honum peninginn, fékk miða og gekk inn. Konan sem keyrði mig til baka var hins vegar mjög glaðlynd og þá þorði ég að segja þetta upphátt.“ Hún segir þetta atvik, hafa kennt sér hvað gott viðmót fólks til innflytjenda sé gríðarlega mikil- vægt. „Við þurfum að gefa þessum hópi tækifæri til að læra tungu- málið og komast inn í samfélagið. Það er hægara sagt en gert fyrir innflytjendur að taka fyrstu skrefin í nýju tungumáli. Það sem ég hefði auðvitað átt að gera var að fara í íslenskukennslu en við höfðum ekki efni á því. Námskeiðin voru svo hrikalega dýr. Það eitt og sér var mjög sorglegt. Tungumálið er lykilatriði í því að fólk aðlagist. Við verðum að gera allt til auðvelda innflytjendum að læra íslensku.“ Skúraði á kvöldin Eftir að Nichole byrjaði að vinna á leikskólanum lærði hún, smátt og smátt, meira í tungumálinu. Eftir þrjú ár í fullu starfi hóf hún svo nám í leikskólakennarafræð- um við Kennaraháskóla Íslands samhliða fullri vinnu en námið var kennt í fjarnámi. Reykjavíkur- borg kostaði námið, og gaf laun- að leyfi, með því skilyrði að þeir sem nýttu sér þennan möguleika myndu starfa hjá borginni í að minnsta kosti eitt ár eftir útskrift. „Auðvitað stökk ég á tækifærið. Ég var búin að finna draumastarfið og það er jákvætt fyrir alla að mér hafi boðist tækifæri til að mennta mig í fræðunum,“ segir Nichole en næstu fjögur árin starfaði hún á leikskólanum og var í fullu námi auk þess sem hún skúraði á kvöldin til að ná endum saman. Þrátt fyrir að námið hafi mest- megnis farið fram á íslensku, sem hún var búin að ná ágætum tökum á, lauk Nichole B.Ed-próf- inu á fjórum árum, eða árið 2007. Árið 2013 útskrifaðist hún svo með M.Ed.-próf frá Háskóla Íslands í náms- og kennslufræði. Síðustu ár, áður en Nichole var kjörin inn á þing, starfaði hún sem leikskóla- stjóri. Þrátt fyrir að vera ánægð með að njóta trausts almennings til að gegna þessu ábyrgðarmikla starfi þá saknar hún þess að starfa á leikskóla. „Ég fékk svo mikinn innblástur á leikskólanum. Það var hægt að vera frumkvöðull. Börn eru svo gefandi og að vinna með þeim er dásamlegt.“ Nichole finnst gríðarlega mikilvægt, í ljósi yfirvofandi kennaraskorts, að borgin hvetji ómenntað starfsfólk í grunn- og leikskólum, til að sækja sér menntunar í fræðunum. „Við eigum að finna leiðir til að efla fólk. Það að fara í háskólanám er gríðarlega stórt skref fyrir marga. Þess vegna eigum við að bjóða upp á hvetjandi umhverfi. Til dæmis með launuðu leyfi, niður- greiðslu skólagjalda og ákjósan- legum atvinnumöguleikum að námi loknu.“ Aðspurð af hverju hún telji að svo fáir leitist við að verða leik- og grunnskólakennarar segir Nichole svarið vera margþætt. Fyrsta skref- ið sé að viðurkenna að ímyndin af starfinu sé ekki jákvæð. „Þetta er frábær vinna en fólk helst ekki í henni. Við verðum að hækka laun og finna leiðir til að breyta vinnu- aðstöðunni. Það þarf að hlusta á fólk sem segist vera að bugast undan álagi. Það er ekki börnun- um að kenna að starfsfólk helst ekki í starfinu, en eitthvað í vinnu- umhverfinu veldur því.“ Ætlaði aldrei á þing Árið 2014 tók Nichole fyrsta skrefið inn í heim stjórnmálanna. Þá komu fulltrúar tveggja stjórnmálaflokka að máli við hana, fyrir borgar- stjórnarkosningarnar, og buðu henni að ganga til liðs við sig. „Fyrst fór ég á fund hjá Samfylkingunni. Mér fannst þetta hljóma svolítið yfirþyrmandi. Ég var á þeim tíma- punkti heldur ekki tilbúin að fara fram af fullum krafti. Því varð ekk- ert úr samstarfi við Samfylkinguna. Stuttu síðar leitaði Björt framtíð til mín. Flokkurinn var töluvert smærri í sniðum og þarna fann ég einhverja grasrótartilfinningu, sem náði vel til mín. Ég þáði boðið og var vel tekið innan flokksins. Mín málefni fengu mikinn meðbyr og ég lærði heilmikið í leiðinni.“ Björt framtíð fékk þó ekki góða kosningu í borginni í það skipti. Engu að síður var Nichole kjörin formaður Hverfisráðs Breiðholts og varamaður í skóla- og frí- stundaráði Reykjavíkur þar sem hún sat í tvö ár, samhliða því að vera leikskólastjóri, eða þar til hún hóf störf á Alþingi í fyrravetur. „Aldrei hefði mér dottið til hugar að ég yrði alþingismaður. Ég var ofarlega á lista hjá flokknum en hugsaði það alltaf þannig að ég væri að lána flokknum mína rödd. Það væri mikilvægt að koma okkar áherslum á framfæri og Óttari og Björt á þing. Á kosninganótt, þegar ég sá að ég var komin inn, varð ég, og reyndar Garðar líka, hálf dofin og alls konar tilfinningar helltust yfir okkur. Ég hugsaði, aftur og aftur, „Guð minn góður hvað er ég búin að koma mér í.“ Þótt ég væri í jöfnunarsæti þá var augljóst að ég var ekkert á leiðinni út aftur.“ Nichole bætir við að hún hafi lítið sofið þá helgi og á mánudeg- inum, þegar hún mætti til vinnu, fannst henni hún þurfa að biðja alla afsökunar. „Ég skreið til yfir- manna minna og spurði hvernig við ættum að leysa þetta mál. Ég var með svo mikið samviskubit yfir að þurfa að yfirgefa leikskól- ann á sama tíma og mikill skortur var á leikskólakennurum. Auðvit- að tóku allir fréttunum vel. Það var bara ég sem þurfti smá tíma til að lenda,“ segir hún brosandi út í annað. Karlasamfélagið Alþingi Þingstörfin eru margvísleg en Nichole er formaður vel- ferðarnefndar, varaformaður alls- herjar- og menntanefndar auk þess sem hún situr í þróunar- og samvinnunefnd. Þá er hún fjórði varaforseti Alþingis og talsmaður barna. „Þetta eru allt stór og mik- ilvæg hlutverk. Launin er töluvert hærri en í mínum fyrri störfum en að sama skapi er það gríðarlega krefjandi og vinnudagarnir langir. Ég tek verk efni mín mjög alvar- lega. Oftar en ekki vinn ég fram á nótt og er mætt aftur á skrifstofuna fyrir allar aldir. Hluti af starfinu er að vera áberandi í samfélaginu og maður þarf að taka því.“ Þrátt fyrir að konur séu nú tæpur helmingur kjörinna alþingismanna segir Nichole að Alþingi sé enn mikið karlasamfélag. „Ég vinn á Alþingi sem var sniðið að karlmönnum. Ég vil alls ekki að fólk taki þessu sem væli en þannig er þetta bara. Þing- störf, hérna áður fyrr, voru sniðin að því að karlmenn voru úti- „Ég vinn á Alþingi sem var sniðið að karlmönnum. Ég vil alls ekki að fólk taki þessu sem væli en þannig er þetta bara. Þingstörf, hérna áður fyrr, voru sniðin að því að karlmenn voru útivinnandi á með- an konurnar voru heima með börnin. Sem betur fer hefur það breyst en það þýðir ekki að fólk eigi að vinna sólarhring- um saman, myrkranna á milli, án þess að hitta fjölskyldu sína. Mætt á skrifstofuna „Oftar en ekki vinn ég fram á nótt og er mætt aftur á skrifstofuna fyrir allar aldir.“ Mynd BrynjA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.