Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 72
Helgarblað 15. september 2017 53. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Þetta er allt á sömu bókina lært! Bókmenntaelítan lofar Lilju n Í hinum íslenska bókmennta­ heimi hefur ekki verið til siðs að lofa Framsóknarflokkinn. Nú eru breyttir tímar því bóka­ fólk ber mikið lof á þingmann Framsóknarflokksins, Lilju Al- freðsdóttur, eftir að hún greindi frá því að hún ætli að leggja fram frumvarp um að virðis­ aukaskattur á bækur verði aflagður. Þetta hefur í langan tíma verið sérstakt baráttumál bókaútgefenda sem fagna því nú mjög að jafn öflugur þingmaður og Lilja beiti sér í málinu. Því má segja að bókamenn og Fram­ sóknar­ flokk­ urinn hafi loks fallist í faðma. Stríð við spænska ríkið n Gústav Níelsson sagn­ fræðingur stendur nú í stappi við við spænska ríkið. Gústav flutti nýverið til San Miguel de Salinas á Spáni til að „þurfa ekki aftur að skafa bílrúður“ en aðlögunin virðist ætla að taka tíma, bæði að náttúrunni og landinu. Gústav var illa bit­ inn af moskítóflugum en þakk­ ar líkamsþrótti sínum og góðri umönnun það að hann sé nú á batavegi. Nú segir hann frá því að skattheimtumenn ríkis­ ins hafi gert „ósvífna og ómál­ efnalega“ kröfu á þau hjónin. Hann segir að „hörku­ stríð“ sé í vændum en vill ekki gefa upp hver krafan sé. Ágúst, Katie og Jóakim Búa nú í Milwaukee.Fann ástina í fellibyl Á gúst Magnússon, heim­ spekikennari við Wisconsin­ háskólann í Milwaukee, kynntist eiginkonu sinni, Katie, í fellibyl í Flórída árið 2004 þegar þau stunduðu nám við Eckerd­háskólann. „Þetta var langversta fellibylja­ tímabil í sögu Bandaríkjanna en það met var reyndar slegið ári síðar. Þarna riðu yfir fjórir felli byljir, Charlie, Frances, Ivan og Jeanne, sem skildu eftir sig mikið mann­ fall og eyðileggingu. Þeir voru all­ ir á beinni braut til Tampa/St. Pete þar sem við bjuggum.“ Ágúst var 22 ára gamall og hafði aldrei kom­ ið til Bandaríkjanna áður. Eftir tvo daga á heimavistinni var öllum skipað að yfirgefa skólann þar sem Frances stefndi á skólann. „Flestir krakkarnir fóru heim til sín en ég var alveg ráðalaus. Þá bauð einn nemandi mér að koma og gista í strandhúsi þar sem yrði haldið fellibyljapartí. Mér þótti það ekki gáfulegt í ljósi þess að húsið var alveg við hafið en ég átti ekki annarra kosta völ.“ Þarna var skrautlegt lið, pönkarar og níhilistar. Sumir fóru á brimbretti þegar veðrið var hvað verst. Fellibylurinn Ivan skall svo hratt á að nemendum Eckerd gafst ekki tækifæri til að flýja. Ágúst hitti Katie fyrst í neyðarskýli og „það var þá sem augngoturnar byrjuðu.“ Þau flúðu bæði næsta dag. Ágúst flaug til Chicago en þegar hann sneri aftur hófst sambandið. Hvorki Charlie, Frances né Ivan gerðu mikinn usla í Eckerd þar sem þeir beygðu frá á síðustu stundu. Sá fjórði virtist minni en hinir og nemendunum var ekki gert að flýja. En hann gekk hægar yfir. „Það flæddi um allt. Maður horfði á vatnið flæða inn um dyrn­ ar og allir voru að troða handklæð­ um í allar gættir en vatnið hélt áfram að rísa. Enginn dó en þetta var mikill hasar.“ Ágúst og Katie giftust árið 2008 og tveimur árum síðar eignuðust þau soninn Jóakim Dylan. n kristinn@dv.is BYKO BREIDD ER 15 ÁRA! Í tilefni þess erum við með 15 ára gömul tilboðsverð á völdum vörum til 17. september! 5.900kr. 9.995 kr. 2002 VERÐ 2.990kr. 6.295 kr. 2002 VERÐ 5.900kr. 8.395 kr. 2002 VERÐ BORVÉL PSB 500-RE VNR. 74860500 OLÍUFYLLTUR RAFMAGNS- OFN 9 þilja VNR. 65105709 KÓPAL GLITRA 4 l. VNR. 86620040 Takmarkað magn. 20 l. á hvern kaupanda. AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SENDUM ÚT UM ALLT LANDSkoðaðu öll tilboðin á byko.is AFMÆLIS- TILBOÐIN ERU Í BREIDD Takmarkað úrval í öðrum verslunum 15m löng kaka í boði á laugardag og börnin fá gefins BYKO jójó!* Aðeins í BYKO Breidd Aðeins í BYKO Breidd Aðeins í BYKO Breidd 15 ÁRA GÖMUL VERÐ! * Tilboð gilda til 17. september, eða á meðan birgðir endast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.