Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Side 14
14 Helgarblað 22. september 2017fréttir L jóst var að niðurstöður al­ þingiskosninganna 29. október árið 2016 myndu gera stjórnarmyndun erfiða. Tveir kostir voru reyndir, annars vegar þriggja flokka hægri stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og hins vegar fimm flokka stjórn á vinstri vængnum. Fyrri kosturinn varð ofan á en þó ekki fyrr en eftir tvo mánuði og þriðju tilraun. Ljóst var að lítið mátti út af bera vegna þess að hin nýja meirihlutastjórn studdist við minnsta mögulega mun á þingi, 32 þingmenn gegn 31 manni stjórnarandstöðunnar. Bjarni Benediktsson, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, formenn flokkanna, skrifuðu und­ ir stjórnarsáttmála í Gerðarsafni í Kópavogi þann 10. janúar og degi seinna tók hin nýja stjórn við ráðu­ neytum sínum. Ráðherrastólunum var fjölgað um einn þar sem inn­ anríkisráðuneytinu var skipt upp í tvennt á nýjan leik. Þá var í fyrsta skipti skipaður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Sjálfstæðis­ flokkurinn fékk sex ráðherrastóla, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Sjómannaverkfall Eitt af því sem lögð var áhersla á í stjórnarsáttmálanum var að halda sátt á vinnumarkaðinum. Það átti að gera með því að styðja við SALEK samkomulagið og jafna kjör á opinberum og almennum vinnumörkuðum. Áður en stjórnin tók við völdum var ljóst að þetta yrði erfitt, aðallega vegna ákvörðunar kjararáðs um aftur­ virkar launahækkanir til kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins sem tekin var á kjördag. Hækkunin nam um 20–45 pró­ sentum en þegar höfðu þeir fengið almenna hækkun upp á 7 prósent í júní. Þessi hækkun olli því mikilli reiði meðal almennings. Í lok desember var samþykkt að launin myndu halda sér en að aðrar greiðslur til embættismanna myndu lækka og ákvörðunardög­ um kjararáðs fækkað. Þetta gerði lítið til að sefa reiði á vinnumark­ aði og hafði slæm áhrif á þær kjaradeilur sem þá stóðu yfir, með­ al annars hjá sjómönnum og flug­ freyjum Flugfélags Íslands. Verk­ fall sjómanna einkenndi fyrsta mánuð nýrrar stjórnar. Til að byrja með neitaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráð­ herra að setja lög á verkfallið en þegar það dróst notaði hún laga­ frumvarp þess efnis sem svipu á samningsaðila. Verkfallinu lauk loks 18. febrúar. Bombur í fjármálunum Marsmánuður einkenndist af stór­ tíðindum úr fjármálalífinu. Þann 14. mars gekk Seðlabanki Íslands loksins frá afnámi gjaldeyrishafta. Þessi höft höfðu verið á krónunni síðan í hruninu en árið 2015 var til­ kynnt um áætlun um að losa þau. Þverpólitísk sátt ríkti um málið. Fimm dögum síðar var geng­ ið frá sölu á 30 prósenta hlut í Arion banka til erlendra vogunar­ sjóða. Framkvæmd sölunnar var gagnrýnd af Benedikt Jóhannes­ syni fjármálaráðherra þar sem tveir sjóðir keyptu hvor um sig 9,99 pró­ senta hlut í bankanum og þurftu því ekki að gefa upp hverjir stæðu að baki þeim. Fyrstu brestirnir í ríkisstjórnar samstarfið voru stað­ reynd en um þetta leyti fór fylgið að reytast af bæði Viðreisn og Bjartri framtíð. Í lok mánaðarins var skýrsla um sölu Búnaðarbankans birt og staðfestur sá grunur að blekking­ um hefði verið beitt. Þingmenn Við­ reisnar og Bjartrar framtíðar vildu fá sambærilega rannsókn á sölu Landsbankans en Sjálfstæðismenn stóðu í vegi fyrir því. Þrátt fyrir uppgang í efnahags­ lífinu höfðu margir áhyggjur af stöðugri styrkingu krónunnar undanfarin misseri, þá helst að­ ilar í útflutnings og ferðamanna­ iðnaðinum. Fjármálaráðuneytið brást við með því að skipa nefnd til að endurmeta peningastefnuna og henni var gert að skila af sér skýrslu í árslok. Jafnlaunavottun og Landsréttur Við lok vorþingsins voru að venju mörg mál á dagskrá en sökum lítils þingstyrks þurfti ríkisstjórn­ in að ráðfæra sig við stjórnarand­ stöðuna til að koma frumvörpum í gegn. Meðal þeirra frumvarpa sem samþykkt voru má nefna fjármála­ áætlun til fimm ára, lög um stjórn­ un fiskveiða, stuðningur við kaup á fyrstu íbúð og jafnlaunavottun sem var eitt af helstu kosningalof­ orðum Viðreisnar. Meðal mála sem sett voru á ís má nefna rammaáætlun, frumvarp um takmörkun á rafrettum og áfeng­ isfrumvarpið sem var mjög um­ deilt. Mesta hitamálið var þó ekki rætt í þinginu, það er skipun dóm­ ara í Landsrétt. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipti út fjórum af þeim fimmtán dómurum sem matsnefnd taldi hæfasta. Einn um­ sækjendanna kærði ákvörðun ráð­ herra í júní og þann 15. september úrskurðaði héraðsdómur að óheim­ ilt hefði verið að handvelja dómara í réttinn. Geðheilbrigðismál áberandi Heilbrigðismál voru í forgrunni fyrir síðustu alþingiskosningar og flestir flokkar með á dagskránni að auka útgjöld til heilbrigðismála verulega. Í stjórnarsáttmálanum voru þessi mál sett í forgang og sérstök áhersla var lögð á geðheil­ brigðismál og minni greiðsluþátt­ töku sjúklinga. Nýtt tilvísunarkerfi á heilsugæslustöðvum og greiðslu­ þátttökukerfi hafa hins vegar sætt mjög mikilli gagnrýni. Þá var stefnt að því að koma á nýju fjár­ mögnunarkerfi til að stytta biðlista á Landspítalanum á næsta ári. Á fyrri hluta árs kom upp mikill lyfja skortur á Landspítalanum og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sótti um aukafjárveitingu til að bregðast við því. Síðsumars komust geðheil­ brigðismál mjög í umræðuna eftir að tveir menn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans. Fjár­ skortur til málaflokksins og lítið aðgengi voru gagnrýnd harðlega. Taka átti á geðheilbrigðismálum og heilsugæslunni í þeim fjár­ lögum sem kynnt voru þann 12. september síðastliðinn, en margir aðilar, þar á meðal forsvarsmenn heilsugæslunnar og ASÍ, töldu fjárlögin ganga of skammt. Fjár­ lögin gerðu ráð fyrir 44 milljarða tekjuafgangi ríkissjóðs á árinu 2018. Uppreist æru Stjórnmálin í sumar voru að mestu tíðindalítil. Helst bar á góma til­ laga Jóns Gunnarssonar sam­ gönguráðherra um vegtollahlið við útjaðra höfuðborgarsvæðis­ ins til að ná inn fjármagni fyrir miklum vegaframkvæmdum sem stefnt var að. Þá voru húsnæðis­ mál mikið til umræðu sem fara að mestu leyti fram á sveitarstjórn­ arstiginu. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra beitti sér þó fyrir svokölluðum startlánum að norskri fyrirmynd sem myndu nýtast þeim hópi sem hefði ekki nægar tekjur til að kaupa eða leigja á almennum markaði en félli heldur ekki undir félagslega kerfið. Í sumar byrjaði þó mál að malla sem átti eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar, mál tengt Robert Downey sem fékk uppreist æru og borgaraleg réttindi sín á ný haustið 2016. Þolendur stigu fram og kröfð­ ust þess að fá að sjá hverjir hefðu skrifað undir meðmæli um Down­ ey en var synjað af dómsmálaráðu­ neytinu. Í ágúst kom í ljós að Hjalti Sigurjón Hauksson hefði fengið uppreist æru sama dag og Robert. Kærunefnd úrskurðaði að nöfnin skyldu opinberuð og 14. september kom í ljós að Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, hefði skrif­ að undir meðmæli fyrir Hjalta. Sig­ ríður Andersen greindi frá því í við­ tali að Bjarni hefði vitað þetta síðan í júlí og þar með var boðað til krís­ ufundar í herbúðum Bjartrar fram­ tíðar. Aðfaranótt 15. september var stjórninni slitið eftir netkosningu. n Saga af skammlífri stjórn Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is n Aðhald á uppgangstíma n Óvænt stjórnarslit Óttarr Proppé Heilbrigðismálin þau veigamestu. Bjarni Benediktsson og Már Guðmundsson Afnám hafta loksins veruleiki. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sat í átta mánuði. MyndiR SiGtRyGGUR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.