Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 18
18 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 22. september 2017 Flóttinn frá stjórnarheimilinu S ennilega var það alltaf einungis spurning um tíma hvenær ríkisstjórn Sjálf­ stæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar myndi deyja drottni sínum. Litlu flokkarnir máttu reyna það, sem of margir hafa orðið að þola í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, að stefnu­ málum þeirra var vikið til hlið­ ar meðan áherslur Sjálfstæðis­ flokksins voru ráðandi. Ekki nema von að Björt framtíð hafi gefist upp, leitað útgönguleiða og loks ákveðið að strjúka frá stjórnar­ heimilinu. Sú aðferð sem not­ uð var er hins vegar vítaverð og flokknum reyndar til háborinnar skammar. Björt framtíð sleit stjórnar­ samstarfi í skjóli nætur án þess að hafa fundað með samstarfs­ flokkum sínum. Þessi aðferð ber vott um að taugastyrkurinn þar á bæ sé ekki ýkja mikill. Það er ein­ faldlega sjálfsögð kurteisi í ríkis­ stjórnarsamstarfi að ræða við samstarfsmenn sína þegar alvar­ leg ágreiningsefni koma upp og trúnaðarbrestur verður. Björt framtíð átti að funda með sam­ starfsflokkum sínum og krefjast skýringa forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í máli er varð­ ar uppreist æru. Það var ekki gert, heldur klambrað saman frétta­ tilkynningu til fjölmiðla og síðan lagst til svefns. Það er engin furða að menn spyrji hvort flokki sem starfi á þennan hátt sé treystandi til að vera í ríkisstjórn. Svarið ætti að vera augljóst, honum er ekki treystandi. Af því íslensk pólitík er eins og hún er og stjórnast iðulega af hentistefnu þá hafa fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna, og reyndar einnig Viðreisnar, lítið sem ekkert tjáð sig um það hvernig staðið var að þessum stjórnarslit­ um. Þeir vilja vitanlega ekki gera Sjálfstæðisflokknum þann greiða að segja sannleikann um vitleysis­ ganginn í Bjartri framtíð. Vitaskuld gera þeir sér samt ljóst að svona er ekki hægt að standa að málum. Það þarf að vera festa í stjórnar­ fari. Það koma vissulega upp að­ stæður þar sem rétt þykir að slíta stjórnarsamstarfi en það þarf að vera rökrétt hugsun á bak við slíka ákvörðun og hana þarf að taka að vandlega ígrunduðu máli. Þannig var ekki að þessu sinni. Taugakerfi Bjartrar framtíðar hrundi á einu kvöldi. Þjóðin syrgir ekki ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta stjórnar­ samstarf var aldrei sérlega sann­ færandi. Stjórnarslitin eru hins vegar ekki til þess fallin að auka traust þjóðarinnar á stjórnmála­ mönnum. Þar er ekki einungis Bjartri framtíð um að kenna. Í erf­ iðu máli hefðu forsætisráðherra og dómsmálaráðherra þjóðarinnar átt að bregðast öðruvísi við. Þessir ráðherrar áttu að vita að mál sem þeir kusu að halda leyndu myndi fyrr en síðar koma upp á yfirborðið. Vantrú í garð stjórnmálamanna grasserar meðal þjóðarinnar og þeir geta engum um kennt nema sjálfum sér. Ekki nema von að hinn góðviljaði forseti lýðveldisins vilji hughreysta þjóðina og hvetji hana til að nýta kosningaréttinn og mæta á kjörstað. Það eru örugglega mjög margir sem íhuga nú hvort ekki sé réttast að sitja bara heima.n Það er von mín að komandi kosninga- barátta verði jákvæð og heiðarleg Þjóðfélagið er fullt af sögum Hvaða stjórnmálaflokkar ætla að standa með alþýðu þessa lands? Eygló Harðardóttir – eyjan.is Bubbi Morthens – DV Vilhjálmur Birgisson – eyjan.is Meira af hausverk Þá er hausverkurinn ekki minni hjá Framsókn. Lilja Alfreðsdóttir var í fyrsta sæti í Reykjavík suður í síðustu kosningum, en höfuð­ borgin löngum verið flokknum erfið. Enda fór það svo að Lilja rétt náði inn á lokametrunum í síðustu kosningum, eftir að flokksmaskínan hafði verið ræst út – og það þótt hún hafi verið utanríkisráðherra og nýkjörinn varaformaður flokksins á þess­ um tímapunkti. Margir líta á Lilju sem framtíðarforingja Fram­ sóknar og því verður að telja það mikla áhættu að tefla henni fram aftur í Reykjavík. Hvað verður um framtíðardraumana, missi hún þingsæti sitt? Hausverkur Sjalla Flestir stjórnmálaflokkar munu væntanlega raða á lista fyrir al­ þingiskosningar, þar sem tíminn er of naumur fyrir hefðbundin prófkjör. Það þýðir að listarnir verða nánast óbreyttir frá síðustu kosn­ ingum. Það er ekki víst að allir verði ánægðir með það fyrirkomu­ lag. Þannig hef­ ur t.d. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, lýst yfir áhuga á áframhaldandi setu á þingi. Hún lenti hins vegar í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæð­ isflokksins í Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar og að óbreyttu verður hún að sætta sig sama sæti áfram. Flest bendir til þess að þetta verði baráttusæti í kom­ andi kosningum, þannig að svo gæti farið að forseti Alþingis félli af þingi. Það væri saga til næsta bæjar. Myndin Elliðaey Þriðja stærsta eyjan í Vestmanneyjaklasanum. Á eynni er stórt veiðihús í eigu Elliðaeyjarfélagsins, sem stundar þar lundaveiði á sumrin og eggjatöku á vorin. Eyjafjallajökull trónir yfir henni í bakgrunninn. Mynd BrynjA Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Mynd SigtryggUr Ari Samstarf án Birgittu? Tregða Vinstri grænna til að segja afdráttarlaust hvaða ríkisstjórn hugnast þeim eftir kosningar hef­ ur vakið athygli. Katrín jakobs- dóttir formaður segir að hún ætli að ganga óbundin til kosninga, sem hlýtur að teljast skynsam­ leg afstaða. Margir veðja á ríkis­ stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir kosningar en um leið er vitað að grasrót Vinstri grænna er lítt hrifin af þeirri hugmynd. Líklegt er að Katrín muni fyrst kjósa að kanna sam­ stöðuna á vinstri vængnum eft­ ir kosningar, fái flokkurinn gott fylgi. Vitað er að ekki ríkir mik­ ill kærleikur á milli Katrínar og Birgittu jónsdóttur Pírata og þar sem Birgitta er að hverfa af þingi ætti Katrín að vera jákvæðari en áður fyrir því að taka Pírata inn í vinstri stjórn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.