Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 20
20 sport Helgarblað 22. september 2017
É
g tel að við höfum verið besta
liðið í sumar, ég er ekki í
nokkrum vafa um það,“ segir
Ólafur Jóhannesson, þjálfari
karlaliðs Vals, en um síðustu helgi
vann Valur Pepsi-deildina og
vann þar með sinn fyrsta Íslands-
meistaratitil í tíu ár. Ólafur sem er
60 ára gamall er afar reynslumikill
þjálfari og er í hópi bestu þjálfara
sem Ísland hefur átt.
Þjálfaraferill Ólafs er langur og
hefur verið farsæll en hann hófst
árið árið 1982 þegar hann stýrði
Einherja. Síðan þá hefur Ólafur
farið víða, hann hefur í þrígang
þjálfað Skallagrím og þá hefur
hann í tvígang stýrt FH og Hauk-
um. Hjá FH voru hans bestu ár en
hann þjálfaði liðið frá 2003 til 2007
og vann fyrsta Íslandsmeistara titil
í sögu félagsins árið 2004. Ólafur
tók síðan við landsliðinu árið 2007
og stýrði því þangað til undir lok
árs 2011. Ólafur var svo í tvö ár hjá
Haukum eftir það og tók svo við
Val fyrir tímabilið 2015 og hefur
unnið þrjá stóra titla á þremur
árum með liðinu. Fyrstu tvö árin
undir stjórn Ólafs varð liðið bik-
armeistari og í ár var komið að því
að vinna þann stóra.
„Fyrir þetta mót vorum við í
þjálfarateyminu nokkuð vissir um
að við værum komnir með nógu
góðan hóp til að berjast um þenn-
an titil. Til þess að það gengi eftir
þurfti þó margt að ganga upp. Það
sem þurfti að gerast gekk mjög
vel og við fengum góðan liðstyrk
í miðju móti í Eiði Aroni Sigur-
björnssyni og Patrick Pedersen.
Við vorum búnir að semja um Eið
löngu fyrir mót og það snerist bara
um hvenær lið hans í Þýskalandi
vildi sleppa honum. Hann kom á
síðasta degi fyrir lokun gluggans.
Patrick var langsóttari en við vor-
um búnir að hlera ýmislegt. Ég
var í sambandi við hann og mér
fannst að það væri mögulegt að
plata hann, ég talaði við hann fyr-
ir mót líka og þá vildi hann láta
reyna á hlutina í Noregi. Það skil-
ur maður, norska úrvalsdeildin er
stærri en sú íslenska, það er stað-
reynd. Hann spilaði lítið og við
stukkum á hann.“
Tók þrjú ár að ná þeim stóra
Ólafur tók við Val fyrir tímabilið
2015 og hefur því tekið sér tíma í
að byggja upp lið. „Það er nú einu
sinni þannig í þessum bransa að
maður þarf að koma sínum hug-
myndum að; hvernig maður vill
að hlutirnir séu gerðir. Fyrsta árið
hjá Val var mjög erfitt. Það var
margt sem var á móti okkur, ýmsir
hlutir sem við vorum ekki ánægð-
ir með. Árið í fyrra var mjög fínt og
árið í ár var einstaklega gott. Við
höfum fengið afskaplega góðan
stuðning hérna í Val. Það er nán-
ast allt gert fyrir okkur, hvaða vit-
leysa sem okkur hefur dottið í hug
er framkvæmd. Þeir sem standa
að okkur og starfsfólkið hjá Val
hefur verið einstaklega gott við
okkur. Til að vinna mót þá þarftu
að vera með góða liðsheild. Góð
liðsheild saman stendur af öllum
sem starfa í kringum þig. Ef þú
nærð að búa til liðsheild svo að
leikmönnum líði vel inni á vellin-
um og utan hans þá er það eins og
að vera með tvo auka leikmenn.“
Hafði ákveðið að taka við Val
Ólafur segir frá því að ári áður
en hann tók við Val hefði hann
sett sér það markmið að taka við
liðinu. „Ég efaðist aldrei um að
ég tæki við Val, ég hafði meira að
segja ákveðið það ári áður. Það var
þannig að við Bjössi [Sigurbjörn
Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari
Vals] vorum saman með Hauka í
tvö ár og síðan var Bjössi þar sjálf-
ur í eitt ár. Við ákváðum að við
myndum koma hingað eftir eitt
ár og taka við Val. Svo gerðist það,
ég ýtti ekki á það en það gerðist og
þess vegna kom ég hingað. Það
var aldrei neinn vafi, ég var ekkert
hræddur við það. Valur er einn
stærsti klúbburinn á Íslandi og ef
þú hefur ekki áhuga á að starfa
þar, þá er ekki mikið varið í þig.“
Lét Börk vita að hann myndi ráða
Áður en Ólafur tók við starfinu
þurfti hann að láta menn á Hlíðar-
enda vita að hann myndi taka allar
ákvarðanir en ekki stjórnarmenn,
hann og Börkur Edvardsson, for-
maður knattspyrnudeildar, höfðu
átt í deilum áður en Ólafur tók
við Val og það þurfti að slíðra
sverðin. „Ég var alveg meðvitaður
um að ég þyrfti að breyta hlutun-
um hérna, við sögðum þess-
um mönnum hvernig við vildum
gera hlutina og hvernig þyrfti að
gera þá. Við myndum ráða því. Ég
og Börkur höfðum lent í deilum
einu sinni út af einhverju sem í
raun skipti ekki neinu máli, það
gerðist fyrir nokkrum árum. Það
andaði köldu á milli okkar, við
heilsuðumst alltaf en það var ekki
meira en það. Það er svo gaman
að segja frá því að þegar ég fór á
fyrsta fundinn með þeim þá var ég
spurður hvort ég gæti starfað með
Berki. Ég svaraði því á móti að
það snerist ekki um það, ég sagði
að það snerist um hvort Börkur
gæti starfað með mér, því að ég
ætlaði að ráða hlutunum. Það
hefur gengið frábærlega, Börkur
er frábær gæi. Það eru nokkrir
klúbbar sem eiga svona mann
eins og Börk, maður sem vinnur
mikið í sjálfboðavinnu og er nán-
ast til í að deyja fyrir félagið sitt.
Þessir gæjar eru ekkert smá
Hefur sannað sig á
nýjan leik sem besti
þjálfari landsins
n Þykir vænt um falleg orð landsliðsmanna n Lét Valsara vita að hann myndi ráða hlutunum
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is „Ég fann að ég var
búinn inni hjá KSÍ,
ég fann það á ákveðn-
um tímapunkti. Það var
hundleiðinlegt að fara í
vinnu, ég vildi hætta en
ég fékk það ekki.
Á heimavelli Íslandsmeistaranna
Ólafur hefur átt frábæran þjálfaraferil og
minnti hressilega á sig í sumar sem einn
fremsti þjálfari í sögu Íslands. Mynd BrynJa