Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Síða 29
Þarf lítið til að gleðja „Þótt ótrúlegt megi virðast er þessi tveggja sæta sófi alveg rosalega þægilegur. Hann er ekki of djúpur svo maður situr vel í honum og svo er bakið hátt sem gerir hann mjög notalegan. Svarthvítu myndina fékk ég frá afa mínum, Kristjáni Júlíussyni leigubílstjóra, bifvélavirkja og frístundamálara. Myndina af manninum með bindið fékk ég svo að gjöf frá barnsföður mínum þegar dóttir okkar fæddist. Hún er eftir Karólínu Lárusdóttur, en veggteppið er frá House Doctor. Hvað inniskóna þarna varðar þá voru þeir jólagjöf frá vinkonu minni, ein sú besta gjöf sem ég hef fengið á ævinni. Ég held að það sé verið að selja þá í Cintamani. Það þarf lítið til að gleðja mig.“ Myndir BB Óhætt að treysta höllu „Fyrst málaði ég bara allt í hvítu en svo benti Halla Bára innanhússhönnuður mér á að bæta litum á veggina. Hún er alveg litasjúk. Fyrst hélt ég að rýmin myndu minnka við þetta en svo er ekki. Núna er ég alveg óð og ætla að mála fleiri veggi í fallegum litum. Mér er líka óhætt að treysta Höllu því hún kann að skapa hlýlegt andrúmsloft. Það setur alltaf punktinn yfir i-ið að mála vegg í lit.“ safnar babúskum „Mér hefur alltaf þótt eitthvað sjarmerandi við þessar dúkkur.“ hægt að púsla saman „Þetta eru bara svona frístandandi einingar frá House Doctor sem hægt er að púsla saman eftir þörfum. Mjög hentugt og þægilegt, sér-staklega ef maður vill færa mubluna á annan stað í húsinu.“ herdís heildsali „Eftir átta tíma vinnudag þar sem maður er í símanum allan daginn, að tala við alls konar skemmtilegt fólk, þá þarf maður stundum að anda djúpt og fá sér eitt rauðvínsglas til að ná sér niður þegar heim er komið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.