Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 39
Þórunn stundaði sjálf dansnám alla barnæskuna og fram á fullorðins- ár. „Ég kenni þessum krúttum ballett, jazzballett og söngleiki. Yngsti nemandinn er þriggja ára og sá elsti er átta. Með kennslunni langaði mig að prófa eitthvað sem gæfi mér smá kitl í magann og tæki mig út úr þægindahringnum, gera eitthvað sem mér finnst kannski örlítið óþægilegt en venst síðan vel og gefur mér alvöru gleði. Minn þægindahringur er meðal annars fólginn í því að standa uppi á sviði og syngja fyrir framan fjölda fólks en ég pluma mig hins vegar ekki eins vel í alls konar öðrum aðstæð- um og finnst því gaman að skora sjálfa mig á hólm,“ segir hún. Fólk sem er ríkt og frægt er ekkert glaðara Það má segja að hlátur og gleði séu lífsspeki Þórunnar í hnotskurn. Hún veit ekkert eftirsóknarverðara, segir peninga aukaatriði og að það skipti meira máli að hafa nægan tíma til að skapa, og vera með þeim sem manni þykir vænt um, en að eiga fullt af peningum. Hún segir það hafa verið dýrmætt ferðalag sem leiddi hana að þessari niður- stöðu en á árabilinu 2002 til 2009 bjó hún meðal annars í Los Angeles og London þar sem hún starfaði með heimsþekktu tónlistarfólki. Meðal annars Beck, Junior Senior og James Dean Bradfiled. Hún fór jafnframt í margar tónleikaferðir og hitaði þá upp fyrir sveitir á borð við B52's, Interpol, Blonde Redhead og Nelly Furtado. „Mér finnst mikilvægt að finna eitthvað sem gleður sál mína. Ekki að verða rík eða fræg heldur einfaldlega að hafa það gaman, vera hamingjusöm og hlæja mikið. Þegar maður er búin að sjá lífið frá öllum sjónarhornum þá áttar maður sig á þessu. Ég þekki fólk sem er bæði ríkt og frægt og það er sko ekkert glaðara en ég,“ segir hún. Ekki reyna að ganga í augun á öðrum „Samkvæmt uppskriftinni þá hélt ég að ég myndi bara springa úr gleði við að ná risastórum plötusamningi og ferðast um með heimsþekktu tónlistarfólki en þegar öllu er á botninn hvolft þá eru þetta bara allt verkefni sem maður er að vinna, og um leið og eitt verkefni er búið þá tekur það næsta við,“ segir Þórunn hugsi og bætir við að mað- ur þurfi að lifa lífinu út frá sjálfum sér og því sem gleður mann. „Er ég að gera þetta til að ganga í augun á öðrum eða er ég að gera þetta fyrir sjálfa mig? Það er mikilvægt að geta svarað þessari spurningu. Maður á að lifa lífinu á sínum forsendum en ekki annarra. Við eigum ekki að gera eitthvað, bara af því að við höldum að þá munum við ganga meira í augun á einhverju fólki úti í bæ. Aðalmálið er að þekkja sjálfan sig og sækja svo í það sem maður veit að gleður mann.“ Freyja syngur um hafragraut og háttatíma Móðurhlutverkið var Þórunni kærkomið og hún segir það hafa gefið henni mikinn þroska og gleði. Meðal annars til að sjá og finna sanna hamingju í hversdagslegum athöfnum. Þær mæðgur sitji gjarna saman, drekki te og dundi sér við perl eða annað föndur. Hún segir þá stuttu mjög skapandi karakter og að hún elski, líkt og mamma sín, að syngja og semja lög um allt á milli himins og jarðar. „Ég útskýrði nýlega fyrir Freyju að hún mætti semja lög um allt sem hana langaði til. Það þyrfti ekki endilega að hlusta á tilbúin lög og að það væri hægt að syngja um allt. Hvað sem er. Hún tók þessu auðvitað rosalega bókstaflega og núna syngur hún um að borða hafragraut, háttatíma, fara í bað, finna sér föt. Allt þetta hversdagslega og allt þar á milli,“ segir Þórunn og hlær dátt. Það er alltaf þessi eldur undir, ástarsorg eða raunir „Fyrir mörgum árum heyrði ég máltækið „bad people don't sing“ sem útleggst einfaldlega „vont fólk syngur ekki.“ Þetta sat svolítið í mér af því ég held að það sé ótrú- lega mikið til í þessu. Maður getur ekki sungið ef manni líður illa,“ segir Þórunn sem vil jafnframt meina að sársaukinn sé vanalega undanfari kröftugrar sköpunar en hún segist aldrei semja eins mikið eins og eftir tilfinningalegar hremmingar. „Það er alltaf þessi eldur undir, ástarsorg eða raunir, sem hvetur mann til að semja tón- list. Maður syngur sem sagt mikið þegar maður er glaður, en semur mikið þegar maður er leiður. Það er svolítið þannig,“ segir hún og bætir við að tónlistarfólk þurfi samt að ná að aga sig til að reyna að skapa tónlist þótt það sé ekki alltaf á til- finningalegri heljarþröm. „Maður getur ekki verið að deita einhvern „fuckboy“ sem er ömurlegur við mann og hafnar manni bara til að geta samið lag um það. Það er ekki góð þróun. Mæli ekki með því,“ segir hún og brosir út í annað með- an hún hrærir í tebollanum. Listamenn á ystu nöf Hefur þú reynslu af þessu sjálf? „Já, auðvitað og ég held að mjög margir listamenn geri þetta meðvitað eða ómeðvitað. Ef þú semur alltaf góða tónlist þegar þú ert leið eða reið, þá leitarðu ósjálfrátt í þannig aðstæður. Sérstaklega ef tónlistin er lifibrauð þitt. Undirmeðvitundin man bara eftir þessu og allt í einu ertu komin í aðstæður sem hrista upp í öllu og kalla fram sköpunar- kraftinn.“ Útskýrir þetta kannski af hverju t.d. Keith Richards er „Þetta eru samt alltaf friðsam- leg, og stundum falleg, kvöld, enda er líka alveg bann- að að vera fáviti í partíkarókí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.