Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Page 40
eins lifaður og raun ber vitni? „Já, algjörlega. Og fleiri listamenn. Til dæmis hún Amy Winehouse, heitin, sem ég þekkti reyndar mjög vel meðan ég bjó í London. Hún var skýrt dæmi um manneskju sem gerði sér enga grein fyrir eigin hæfileikum og leitaði í alls konar vitleysu sem á endanum dró hana til dauða,“ segir Þórunn og nefnir um leið að hún hafi lesið margar rannsóknir sem sýni fram á að listamenn lifi lífi sínu yfirleitt nokkuð á skjön við það sem tíðkast hjá venjulegu millistéttarfólki. Til dæmis eigi þeir gjarna fleiri rekkjunauta og finni sig stundum í aðstæðum sem aðrir myndu vanalega forðast. „Ef fólk er mjög skapandi þá fylgir því oft þessi óseðjandi lífsþorsti. Til að geta sagt spennandi sögur er líka nauðsyn- legt að hafa frá einhverju að segja. Ef þú ætlar að skrifa um hluti þá dugar ekki að vera bara heima að spila lúdó. Maður þarf að lifa lífinu til að geta skrifað um það. En fólk þarf líka að kunna að fara vel með þetta.“ Hefur aldrei unnið níu til fimm-vinnu Heldurðu að staða kvenna í þínum geira hafi breyst mikið á síðustu árum? „Já, svo sannarlega. Ég efast um að konur á mínum aldri, einstæðar mæður, hafi fengið tækifæri til að eyða dögunum sínum í að semja popptónlist hérna á Íslandi árið 1975. Ég er svo lánsöm að geta að minnsta kosti gefið sjálfri mér smá rými fyrir sköpunina á milli þess sem ég sinni móðurhlut- verkinu og öðrum verkefnum. Maður finnur samt alveg enn fyrir þessu gamla íhaldssama viðmóti; að maður eigi að hætta þessu rugli og fá sér al- mennilega vinnu. Stundum þarf ég að hafa mig alla við til að láta mótlætið ekki brjóta niður sköpunar- gleðina,“ segir Þórunn sem hefur á undanförn- um árum sinnt fjölbreytt- um störfum innan lista- og fjölmiðlageirans. Margir muna til dæmis eftir henni úr Steinda- þáttunum þar sem hún og sannaði sig sem afbragðs grínleikkona. Þá var hún dómari í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent en í fyrrasumar tók hún að sér að vera fjölmiðla- og kynningarfulltrúi fyrir hátíðina Secret Solstice, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hef alltaf verið mjög dugleg að vinna og hef gengið í hin og þessi störf þótt ég hafi aldrei nokkurn tím- ann unnið svokallaða níu til fimm-vinnu. Ætli ég kunni það nokkuð? Ég held ekki.“ Vann víbrator og kampa- vínsflösku í bingó Sódómu Undanfarna mánuði hefur Þórunn stýrt stórskemmti- legum karókíkvöldum í kjallara veitingastaðarins Sæta svínið. Hún segir hugmyndina hafa fæðst eftir bingókvöld hjá Sigríði Klingen- berg á sama stað. „Ég hélt að þetta væri bara svona venjulegt bingó á sunnudagskvöldi. Allir slakir. Svo kom ég þarna inn og fólk var bara að fara úr að ofan, Sigga að hella úr staupum upp í fólk og einhverjir að dansa uppi á borði. Ég hugsaði bara … í hvaða Sódómu er ég eiginlega komin? Ég elska þetta!! Svo settist ég niður með bingóspjaldið mitt í algjöru hláturskasti, vann einhvern víbrator og kampavínsflösku og fór með vinningana heim, alsæl.“ Maður þarf ekkert að kunna að syngja Hún segir að stemningin hafi minnt hana á pöbb í austurhluta London sem hún sótti reglulega þau ár sem hún bjó þar. Á staðnum, sem heitir The Legion, voru haldin „pub quiz“- og karókíkvöld en hún segir þau hafa verið rjómann af því besta sem stórborgin hafði upp á að bjóða á þessum árum. „Karókíkvöldunum var stjórnað af alveg ótrúlega skemmtilegu og fyndnu pari. Þau voru alltaf klædd í mjög skrautlega búninga og svo voru þau með svona lukkuhjól sem þau sneru eftir að fólk var búið að syngja. Þá gastu fengið alls konar skrítna vinninga, sem virkaði auð- vitað svolítið hvetjandi fyrir þá sem þorðu ekki að taka lagið,“ útskýrir hún með tilheyrandi handahreyf- ingum. „Venjulegt karókí er yfirleitt þannig að þangað kemur eingöngu fólk sem virkilega kann að syngja og langar bara til að gera það, en þegar búningar og vinningar og alls konar annað rugl bætist við þá verður þetta svo miklu skemmti- Klár í karókí? Karókíkvöldin á Sæta svíninu hefjast upp úr kl. 21.00 og standa til 00.30 öll miðvikudagskvöld. „Svo settist ég niður með bingóspjaldið mitt í algjöru hláturskasti, vann einhvern víbrator og kampavínsflösku og fór með vinning- ana heim, alsæl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.