Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 50
26 fólk - viðtal Helgarblað 22. september 2017 félagshyggjuríkisstjórnin í sögu lýðveldisins gerði eftir hrun. Þar var fyrst og fremst skorið niður í vel- ferðarkerfinu. Svo horfir maður til borgarinnar. Borgarstjórn undir stjórn Dags B. Eggertssonar eyðir fé í að mála mál- verk eftir Erró á gafla á blokkum í efra Breiðholti á sama tíma og mik- ill skortur er á fjármunum bæði til leik- og barnaskóla. Sama borgar- stjórn eyðir miklu fé í að skreyta Miklubrautina milli Snorrabrautar og Lönguhlíðar á sama tíma og skólakerfið er í molum. Ég skil hvorki borgarstjórn né ríkisstjórn sem segist starfa í nafni félagshyggju og forgangsraðar á þennan hátt. Það er svo margt sem við þurf- um að bæta. Við þurfum til dæmis að hlúa betur að skólakerfinu. Það voru algjör mistök hjá Illuga Gunnarssyni að berjast fyrir því að stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár. Það á að halda þessum krökk- um í skjóli eins og lengi og hægt er. Það sem meira er, þjóðin er að eldast og við þurfum að finna leið til að leyfa fólki sem er með góða heilsu og yfir sjötugt að halda áfram að leggja af mörkum til samfélags- ins. Við gerum það ekki auðveldara með því að ýta krökkum fyrr út á vinnumarkaðinn. Ég held að það séu grundvallarmistök að stytta nám til stúdentsprófs. Afleiðingin hefur eingöngu verið sparnaður í menntakerfinu.“ Eigum við kannski ekki nógu góða stjórnmálamenn? „Ég held að það sé ekkert sér- stakt sem gerir mann að stjórn- málamanni. Sem hópur finnst mér þeir vera nokkuð agalausir. Þeir eru heldur ekki nógu næmir fyrir vilja samfélagsins. Besta dæmið um það er hvernig þeir hafa nálg- ast heilbrigðismálin eftir að samfé- lagið hefur tjáð sig jafn skýrt eins og gert var í undirskriftasöfnun minni. Þeir láta bara eins og þeim komi það ekki við. Eins og þeir séu ekki að stjórna í umboði neins heldur séu að stjórna eins og þeim finnst gaman.“ Skrýtnar tilfinningar Hvernig lýst þér á pólitíska ástandið eins og það er þessa stundina? „Mér finnst það býsna dapur- legt. Ég átta mig ekki almennilega á því hvernig menn settu saman þessa ríkisstjórn sem nú var að segja af sér. Ég átta mig heldur ekki almennilega á því á hvaða forsend- um menn rufu þessa ríkisstjórn. Mér finnst sem að baki þessu búi heldur moðkenndar hugsanir. Svo maður fari ekki út í að ræða þessi barnaníðingsmál sem eru í sjálfu sér alltof flókin Ég viðurkenni að vísu fúslega að ef annar hvor þessara níðinga sem menn eru að tala um núna hefði veist að afkom- endum mínum þá hefði ég ósköp einfaldlega drepið hann með ber- um höndum. En við búum í réttar- ríki og við erum ekki með dauða- refsingu. Einn af hornsteinum þessa réttarríkis er að þegar menn eru búnir að taka út sína refsingu þá eigi þeir að fá mannréttindi. Að vísu finnst manni gjörsamlega fáránlegt að kalla eitthvað í þessu „uppreist æru“ vegna þess að maður sem hef- ur níðst á barni fær aldrei æru sína aftur og á ekki að fá hana aftur. Ekki í þessu lífi og ekki í neinu lífi. Það hefði mátt taka á þessum málum á annan hátt en gert var af hálfu stjórnvalda en þetta er ekki ástæða til að rjúfa ríkisstjórn. Mér finnst það barnalegt og heimsku- legt. Þarna láta menn skrýtnar til- finningar bera sig ofurliði. En ég hefði getað séð margar aðrar ástæð- ur til að rjúfa þessa ríkis stjórn. Ég hefði viljað að þessi ríkis stjórn hefði endurskoðað fimm ára áætl- un ríkis fjármála og sett aukið fé í heilbrigðiskerfið og menntakerfið.“ Þú ert mjög pólitískur í hugsun. „Nú skil ég bara alls ekki hvað þú ert að segja! Maður þarf ekki að vera pólitískur í hugsun til að hafa áhuga á samfélagi sínu. Ég held því fram að maður þurfi að vera ein- hvers konar zombí til að hugsa ekki um samfélag sitt. Það er skylda okk- ar að hugsa um það samfélag sem við búum í. Það sem veldur mér áhyggjum er ekki dagurinn í dag eða dagurinn á morgun heldur framtíð barna- barna minna sem eru á aldrinum tveggja til tólf ára. Hvaða samfé- lag bíður þeirra? Hvernig verður lífið þegar þessir krakkar, sem eru mér verðmætari en nokkuð annað í þessu lífi, verða orðnir þrítugir eða fertugir eða fimmtugir. Hvernig verður þessi heimur þá? Það er áhugavert að velta fyrir sér deilunum um hlýnun jarðar. Alls konar stjórnmálamenn og spekingar segja að ekki sé búið að sanna það að maðurinn leggi nokkuð af mörkum til hlýnunar- innar. Ég er algjörlega sammála því. Það er ekki búið að sanna það. Það er hins vegar búið að leiða að því sterkum líkum að maðurinn leggi þar sitt af mörkum. Þá er stóra spurningin hversu örugg við verð- um að vera um þátt hans til þess að bregðast við. Verðum við að vera 99 prósent örugg, 75 prósent örugg, 25 prósent örugg, 10 prósent örugg? Ekki gleyma því að við gerum þessa tilraun ekki nema einu sinni. Ég held því fram að líkurnar þurfi ekki að vera mjög sterkar. Ef svo heldur fram sem horfir og við bregðumst ekki við þá verður líf barnabarna minna óbærilegt. Það sem skiptir mig mestu máli núna er hvernig við búum þannig í haginn að þessi kríli sem nú eru barnabörnin mín, muni eiga líf sem verði eins gleðilegt og hægt er.“ Alvarlegar stökkbreytingar Víkjum að fyrirtæki þínu, Íslenskri erfðagreiningu. Finnst þér það metið að verðleikum hér á landi? „Við erum vísindastofnun í mannerfðafræði, ekkert annað. Þegar við komum hingað árið 1996 þá var engin þekking til og engin hefð í líffræðirannsóknum. Við byggðum starfsemina upp frá grunni og frá þeim tíma höfum við verið leiðandi í heiminum á sviði erfðavísinda. Þegar ég stofnaði fyrir tækið bjuggust menn við því að ókleift myndi reynast að finna hæft starfsfólk en ég get staðið við það að ekki er til betra teymi í heiminum en þetta flotta fólk. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland hefur leitt heiminn á sviði nútímavísinda. Íslendingar munu ekki koma til með að gera það á neinu öðru sviði. Við byrj- uðum á nákvæmlega réttum tíma, með nákvæmlega rétta hugmynd sem virkaði. Margir Íslendingar gera sér ekki alveg grein fyrir þessum árangri. Þeir halda enn að við séum að plata þá en það truflar okkur ekki. Við fáum þá bara að vera í friði. Það eru líka fjölmargir sem vita að þetta er óvanalegt og eru þakklátir fyrir þann árangur sem við höfum náð. Í vikunni birtum við vísinda- menn Íslenskrar erfðagreiningar grein í tímaritinu Nature þar sem við sýnum fram á að þó svo að í erfða- menginu almennt komi miklu fleiri stökkbreytingar frá föður en móður, þá eru 10 prósent af erfðamenginu þar sem fjöldinn frá móður er jafn- mikill og frá föður. Þetta er mjög áhugavert vegna þess að það eru sérstakar gerðir af stökkbreyting- um sem þarna eiga sér stað. Í þess- um 10 prósentum af erfðamenginu er næstum því tvisvar sinnum hærri stökkbreytitíðni en annars staðar í erfðamenginu. Það þýðir að þeir eiginleikar okkar sem eiga rætur sínar í þessum 10 prósentum erfða- mengisins þróast hraðar en aðrir eiginleikar okkar. Mjög stór hundraðshluti af alvar- legum og fágætum sjúkdómum barna á rætur sínar í þessum nýjum stökkbreytingum. Þetta eru stökk- breytingar sem finnast ekki hjá móð- ur og ekki hjá föður heldur finnast hjá afkvæminu. Þetta eru oft mjög alvarlegar stökkbreytingar sem hafa áhrif á starfsemi heilans og skilja barnið eftir með ótrúlega dapurlega ævi. Þessar stökkbreytingar sem við erum að rannsaka á abstrakt hátt skapa mikið langtímavandamál í heilbrigðiskerfinu. Vinkona dóttur minnar á tveggja ára gamla dóttur sem hefur þroskast mjög hægt og er með mjög stóran haus. Hún er með nýja stökkbreytingu sem finnst hvorki í móður hennar né föður og veldur því að heilinn er vanþroska. Hennar örlög eru að mestu ráðin af því einu að einn einasti niturbasi af þremur milljörðum lenti á röngum stað.“ Hausinn lagar hluti til Þú ert vísindamaður en einnig mik- ill listunnandi. Hvaða máli skiptir listin í þínu lífi? „Ég les bækur og hlusta á tón- list og horfi stundum á myndlist. Það er bara hluti af daglegu lífi, eins og að bursta í sér tennurnar. Ég rekst á vísindamenn af öllum gerð- um og stærðum. Ég þekki vísinda- menn sem eru afskaplega vélrænir í nálgun sinni á vísindi. Þeir taka einungis eitt skref í einu, fikra sig áfram ákveðna braut þar sem ljóst er hvað kemur næst. Svo þekki ég vísindamenn sem eru afskaplega miklir ævintýramenn og þeir eru langskemmtilegastir og gera eitt- hvað sem er raunverulega nýtt. Það má ekki gleyma því að tungumálið er tækið sem við hugs- um með. Eina leiðin fyrir fólk til að þjálfa sig í að nota tungumál þannig að það geti hugsað eitthvað nýtt, sagt eitthvað nýtt og gert eitthvað nýtt er að lesa bókmenntir. Þetta er allavega mín réttlæting fyrir því að eyða eins miklum tíma og ég get í það að lesa góðar bækur. Mér finnst það líka svo gaman. Ég held því fram að bókmenntir séu æðri öllum listum, nema kannski tónlist. Tón- listin er það sem er næst Guði. Það er svo merkilegt hvað maður man og hvernig. Um daginn var ég að klára að lesa Sjálfstætt fólk, ég hafði ekki lesið hana í nokkra ára- tugi. Ég las hana upphátt vegna þess að hljómurinn í tungumálinu hjá Laxness er svo skemmtilegur. Ég var alveg viss um að ég kynni utanað vísur sem Bjartur orti til Ástu Sóllilju. Það reyndist rétt að ég kunni þær fyrri. Seinni vísurnar eru þrjár en ég var alltaf sannfærður um að þær hefðu bara verið ein og taldi mig kunna þá vísu utanað. Ég hafði sem sagt fyrir áratugum búið til eina vísu út úr þremur. Þannig að hausinn lagar hluti svolítið til, en á ómeðvitaðan hátt. Fyrir sextíu og einu ári sá ég bíó- mynd í Trípóli-bíói sem heitir The Scarlet Pimpernel. Ég var sjö ára gamall og kunni ekki eitt einasta orð í ensku og í þá daga voru engir textar. Rúmum þrjátíu árum síðar var ég að keyra dóttur mína og vinkonu hennar í bíó í Chicago þar sem við bjuggum þá. Þá allt í einu skýtur þessari vísu upp í huga mér: Is he here or is he there? the French are seeking everywhere is he in heaven or is he in hell? the elusive scarlet pimpernel Þessi litli strákur hafði lært þessa vísu án þess að gera sér grein fyrir því. Áratugum seinna spruttu orðin upp í huga hans. Hvernig gerist þetta? Ég hef ekki hugmynd um það. Annars vegar er þessi vísa sem ég hafði lært utanað lítill strákur og ekki haft hugmynd um hvað þýddi. Hins vegar eldri pjakkur sem vissi hvað orðin þýddu en mundi þau ekki utanað svo hann bjó til um- gjörð utan um innihaldið. Heilinn er furðulegt fyrirbæri.“ Miðpunktur tilfinninganna Þú talaðir um barnabörnin fyrr í þessu viðtali. Hvað áttu mörg barnabörn? „Ég á sex barnabörn. Ég horfi fyrst og fremst á þau sem þau sjálf. Þau eru yndisleg og miklir vinir mínir, ótrúlega flott og dugleg. Börnin mín eru hundrað þúsund sinnum betri foreldrar en ég var nokkurn tímann. Ég fæddist 1949 og karlmenn af minni kynslóð áttu einfaldlega að færa björg í bú, ekki sinna börnum. Þetta var ennþá verra þegar ég var að alast upp. Þessi börn eru í miðpunkti til- finninga minna þessa dagana. Þessar þrjár stelpur sem búa hér á Seltjarnarnesi og þrír strákar sem búa úti í Los Angeles eru fulltrúar þeirrar kynslóðar sem við berum ábyrgð á að færa heim sem hægt er að búa í. Það skiptir gífur lega miklu máli að við öxlum þá ábyrgð. Ég hef gaman af því að Svanhildur, dóttir mín, eyðir sínum frítíma ýmist í að sitja í stjórn for- eldrafélags skólans sem strákarnir hennar ganga í, og hefur verið for- maður þess félags í langan tíma, og þess að skipuleggja mótmæli gegn Trump, sem er óskaplega dapurleg- ur fulltrúi þeirrar þjóðar.“ Þú bjóst lengi í Bandaríkjunum, hefurðu hlýjar taugar til þessa stór- veldis? „Þar bjó ég í tuttugu ár og er mjög þakklátur bandarísku sam- félagi. Það tók vel á móti mér og þeir eiginleikar mínir sem kennar- ar mínir í læknadeild bölvuðu mér fyrir voru eiginleikar sem mér var hampað fyrir í bandarísku samfé- lagi. Mönnum við læknadeild Há- skóla Íslands var illa við að nem- endur hugsuðu öðruvísi. Í góðum skólum í Bandaríkjunum, þar sem ég var, voru nemendur hvattir til að hugsa öðruvísi. Ég vona að þetta hafi breyst í læknadeild Háskóla Ís- lands, sem er deild sem ég þekki reyndar ekkert til lengur.“ Finnst þér ríkjandi hneigð í þjóð- félaginu að allir eigi að hugsa eins? „Mér finnst þetta fínt samfélag. Mér finnst pólitíkin léleg en fólkið skemmtilegt. Ég vil hvergi annars staðar búa.“ n „Ég átta mig heldur ekki almennilega á því á hvaða forsendum menn rufu þessa ríkisstjórn. Mér finnst sem að baki þessu búi heldur moðkenndar hugsanir. „Margir Íslendingar gera sér ekki al- veg grein fyrir þessum ár- angri. Þeir halda enn að við séum að plata þá en það truflar okkur ekki. Við fáum þá bara að vera í friði. Kári Stefánsson „Það er skylda okkar að hugsa um það samfélag sem við búum í.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.