Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 56
32 fólk Helgarblað 22. september 2017 n Elínborg Halldórsdóttir seldi unaðsreitinn á Akranes S öngkonan Elínborg Hall- dórsdóttir, eða Ellý í Q4U eins og hún er best þekkt, hefur búið á Akranesi í 15 ár. Síðustu níu ár hefur hún búið í húsi að Skólabraut, þar sem hún var búin að hreiðra vel um sig og dætur sínar, en núna hyggst hún breyta um stefnu í lífinu og flytja til Slóvakíu. „Dóttir mín, Erna Gunnþórs- dóttir, er í læknanámi í Slóvakíu og er að fara á fjórða ár og klára. Hún á einnig von á þriðja syn- inum, þannig að ég er að flytja til hennar og verð au-pair hjá henni,“ segir Ellý spennt fyrir nýj- um ævintýrum. Tengdasonurinn, eiginmaður Ernu, Óli Rúnar Jóns- son, og synirnir, Jón Ingi, 9 ára, og Gunnþór Elís, 8 ára, flytja hins vegar heim til Íslands. Seldi allt úr garðinum Á þeim níu árum sem Ellý hefur búið í húsinu við Skólabraut, hef- ur hún stöðugt verið að breyta og bæta í garðinum hjá sér. Var garðurinn einstakur sælureitur sem tók stöðugum breytingum samkvæmt sköpun Ellýjar. Í til- efni flutninganna tók hún sig hins vegar til og seldi allt úr garðinum. „Ég seldi blóm, tré, blóma- potta og skreytingar,“ segir Ellý. Í dag, föstudaginn 22. septem- ber, opnar hún síðan sýningu að Skólabraut 18 á Akranesi. „Þar verð ég með til sölu málverkin mín, jólaskraut sem ég hef búið til í nokkur ár og fleira. Ég stefni á að selja sem mest af því sem ég hef verið að vinna. Ég ætla að setja upp skemmtilega sýningu og vona að sem flestir komi, það er bara skemmtilegt að taka smá bíltúr upp á Akranes,“ segir Ellý, sem verður með sýninguna opna fram eftir næstu viku, og verður hún sú síðasta sem hún heldur á Íslandi, allavega í bili. n Ellý SöðlAr um, Sýning og SlóvAkíA frAmundAn Einstakur unaðsreitur Ellý var búin að breyta garðinum fram og til baka í gegnum árin, en nú er hann seldur til nýrra eigenda. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Listaverk úr stautum Málaðir stautar innan úr heyrúllum sem Ellý málaði á. Hafmeyjan horfir á hafið Hafmeyjan horfir út á úfið haf í mynd Ellýjar. Konur og hafið Myndir Ellýjar eru litríkar og fa llegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.