Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 58
34 fólk Helgarblað 22. september 2017 F östudaginn 22. september stendur Æskulýðsvett­ vangurinn fyrir ráðstefnu í Hörpu sem ber yfirskriftina „Hatursorðræða í íslensku sam­ félagi“. Þorsteinn Víglundsson fé­ lagsmálaráðherra opnar ráðstefn­ una klukkan 9.00 og mun henni ljúka um hádegi. Á mælenda­ skrá eru meðal annars Sema Erla Serdar verkefnastýra, María Helga Guðmundsdóttir, formaður Sam­ takanna '78, og Pape Mamadou Faye, framherji knattspyrnuliðs Víkings í Ólafsvík, en hann hefur talað opinskátt um það kynþátta­ hatur sem hann hefur orðið fyrir síðan hann flutti til Íslands árið 2003. Gamaldags orð særa meira Pape segir ráðstefnuna vera lið í því að finna leiðir til að berjast gegn hatursorðræðu og kynþátta­ hatri í íslensku samfélagi. „Ég var beðinn um að taka þátt og segja frá því sem ég hef lent í í gegn­ um tíðina. Þarna verður það rætt hverju sé hægt að breyta og hvernig eigi að koma skilaboðum til yngri kynslóðarinnar.“ Pape fæddist í Senegal og ólst þar upp með föður sínum til 11 ára aldurs. Þegar faðir hans flutti til Bretlands var ákveðið að hann myndi flytja til móður sinnar sem hafði þá búið á Íslandi í fjögur ár. Koman til Íslands var honum mikil viðbrigði. „Ég hafði ekki hugmynd um hvað kynþáttahatur var fyrr en ég flutti til Íslands.“ Hann fór snemma að æfa knattspyrnu með Val og síðar Fylki og fann þar strax fyrir kyn­ þáttahatri, sér í lagi frá foreldrum drengja úr andstæðingaliðum sem kölluðu svívirðingar inn á völlinn. „Þetta gerðist oftar þegar ég var yngri. Þegar maður er lítill er auðveldara að brjóta mann nið­ ur.“ Þetta skynjaði hann vel jafn­ vel þótt hann væri ekki altalandi á íslensku á þeim tíma. Liðsfé­ lagar hans og þjálfarar þurftu að útskýra sum orðin fyrir honum. „Sum af þessum orðum særa mig meira en N­orðið. Þau notuðu gamaldags orð eins og surtur.“ Í eitt skipti fékk hann beina morð­ hótun í nafnlausu SMS­skeyti fyrir leik gegn Fjölni. Sérstakar ráðstafanir voru gerðar fyrir leik­ inn og tveir lögreglubílar vöktuðu svæðið. Ástandið hefur skánað til muna eftir að hann kom upp í meistaraflokk en þó eru til leik­ menn sem hreyta svívirðingum í hann þegar dómarinn sér ekki til. Pape segir málið einnig erfitt fyrir liðsfélagana. „Þeir eru ekki vissir um hvernig þeir eigi að bregðast við þessu.“ Þjálfari Fylkis, sem Pape spilaði með um langa hríð, kom honum þó ávallt til varnar. „Það kom aldrei til greina að hætta,“ segir Pape um áhrif kyn­ þáttahatursins í knattspyrnunni. Hann segist hafa hitt marga útlendinga sem höfðu áhuga á íþróttum og stóðu sig vel í yngri flokkum en þoldu ekki það aðkast sem þeir urðu fyrir. „Ég elska fót­ bolta og ætlaði ekki að láta þetta stöðva mig, sama hversu erfitt þetta var.“ Potturinn tæmist Pape segir að fjölgun ferðamanna og innflytjenda hafi gert lífið auð­ veldara fyrir hann. „Þegar ég flutti hingað átti ég erfitt með að sætta mig við hvernig samfélagið brást við mér.“ Hvert sem hann fór var starað á hann. „Hvort sem það var í búðum eða í strætisvögnum. Þetta var mjög truflandi.“ Hann segir hið dulda kynþátta­ hatur særa meira en hið opna. Kynþáttahatur sem fólk gerir sér jafnvel ekki grein fyrir að það sé haldið. „Ég lendi oft í því að fólk reynir að forðast mig og vill ekki sitja við hliðina á mér í strætis­ vögnum, jafnvel þó að vagninn sé þétt setinn. Mjög oft er sætið við hliðina á mér tómt en samt kýs fólk að standa.“ Pape segir þetta sérstaklega áberandi þegar hann fer í sund. „Í hverri sundlaug er yfirleitt einn pottur með þægilegasta hitastig­ inu sem flestir eru í. Ég hef oft lent í því að ef ég sest í heitan pott tæmist hann á tveimur mínútum. Fólk fer í burtu og enginn kemur í staðinn. Sumir virðast vera á leiðinni í pottinn þegar þeir sjá mig og hætta þá við. Þetta er mest særandi rasisminn.“ Kynþáttahatur blossar iðulega upp í næturlífinu í miðborg Reykjavíkur og Pape hefur ekki farið varhluta af því. Hann lend­ ir í því að drukknir og ókunnugir karlmenn ganga upp að honum og segja eitthvað á borð við „Hei, svertingjadjöfull. Fokk jú!“ Þeir hafa þá manað sig upp í þetta með drykkju. Pape hefur ekki lent í beinum átökum vegna slíkra mála en nokkrum sinnum hafa dyraverðir þurft að skerast í leik­ inn áður en illa færi. Hann segir einnig marga kom­ ast upp með að segja niðrandi orð um hörundsdökkt fólk bæði á samfélagsmiðlum og annars stað­ ar, þar með talið fjölmiðlafólk og íþróttafréttamenn, en aðrir láti eins og þeir hafi ekki heyrt eða lesið það. „Þetta finnst mér stórt vandamál. Ég hef oft rætt þetta við fólk en það hundsar þetta bara.“ Langar að verða faðir Pape á nokkuð stóra fjölskyldu sem býr hér á Íslandi. Auk móð­ ur hans búa fjórir bræður hennar og fjölskyldur þeirra hér. Þau hafa öll kynnst kynþáttahatri í einni eða annarri mynd. „Einn frændi minn er kvæntur hvítri konu frá Frakklandi. Þau hafa nokkrum sinnum lent í því að fólk segi ljóta og rasíska hluti við þau og börn­ in þeirra, til dæmis þegar þau fara út í matvörubúð í kringum fjölda fólks. Konan hefur brotnað alger­ lega niður fyrir framan börnin sín út í búð.“ Þetta hafði mikil áhrif á Pape. „Draumurinn er að verða faðir. En það sem hræðir mig mest – og þessi hugsun leitar á mig á hverj­ um degi – er: Ég vil ekki að barnið mitt verði fyrir aðkasti á götum úti fyrir það eitt að vera dökkt á hörund.“ Gildir þá einu hvort það sé af völdum fullorðinna eða annarra barna. „Ég yrði ekki til staðar allan sólarhringinn. Barnið myndi sækja skóla og frístundir. Börn læra mörg hver kynþátta­ hatur af foreldrum sínum og beita því gegn öðrum börnum. Börn koma oft upp að mér og kalla „negri“ eða eitthvað annað í þeim dúr. Hvað get ég gert í því? Ekki neitt. Maður er ekkert sár út í litla guttann, en maður er sár út í for­ eldrana.“ n „Maður er ekkert sár út í litla guttann, en maður er sár út í foreldrana. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Ég elska fótbolta og ætlaði ekki að láta þetta stöðva mig, sama hversu erfitt þetta var. n „Ef ég sest í heitan pott tæmist hann á tveimur mínútum“ n Foreldrarnir verstir Framherji Víkings lýsir kynþáttaFOrDÓmUm Pape Mamadou Faye „Ég hafði ekki hugmynd um hvað kynþáttahatur var fyrr en ég flutti til Íslands.“ Mynd brandurj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.