Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Page 70
46 fólk Helgarblað 22. september 2017
N
ý bók um Jóhann Karl, fyrr-
verandi Spánarkonung,
opinberar hann sem blygð-
unarlausan flagara sem átt
hefur í áratugi vingott við þúsund-
ir kvenna. Höfundur bókarinnar,
Amado Martinez, fyrrverandi
hershöfðingi, segist hafa stuðst
við leyniskjöl við samningu bókar-
innar. Einhverjum kann að þykja
fullyrðingar um að konungurinn
hafi átt þúsundir ástkvenna ýkju-
kenndar, en ævisagnahöfundur-
inn fullyrðir að þar sé ekkert of-
sagt. Hann segir að þegnar ríkisins
eigi rétt á því að vita af svefnher-
bergissiðum konungs.
Fyrir þremur árum afsalaði Jó-
hann Karl krúnunni til sonar síns,
Felipe. Stuðningur við konungs-
dæmið var þá einungi 30 prósent,
en er nú kominn upp í 61 prósent,
þökk sé Felipe og eiginkonu hans,
Letiziu. Jóhann Karl hafði þurft að
þola vaxandi óvinsældir síðustu
árin sem hann ríkti vegna eyðslu-
semi og lauslætis. Árið 2012 var
upplýst að á sama tíma og lands-
menn hans glímdu við alvarlega
efnahagskreppu hefði hann ver-
ið á fílaveiðum í Botsvana með
þýskri ástkonu.
Enginn fyrirmyndar eiginmaður
Hin nýja ævisaga hefur aftur sett
kvennafar konungsins í kastljós-
ið. Hann hefur einnig sést opin-
berlega með Mörtu Gaya, vell-
auðugri fráskilinni konu, sem
hefur ekki orðið til að minnka
áhuga fjölmiðla á kvennamálum
hans. Lengi hefur verið vitað að
Jóhann Karl væri enginn fyrir-
myndareiginmaður. Hann kvænt-
ist hinni grísku Sofiu árið 1962 og
saman eiga þau þrjú börn, Elenu,
Cristinu og Felipe. Konungurinn
er síðan sagður eiga tvö börn utan
hjónabands.
Jóhann Karl varð konungur
Spánar árið 1975 og Sofia er
sögð hafa komið að honum með
leikkonu nokkrum mánuðum
síðar. Hún brást skiljanlega ekki
vel við. Jóhann Karl er óseðjandi
kvennamaður og gerðist til dæm-
is ítrekað nærgöngull við Díönu
prinsessu þegar hún var í sumar-
leyfi á Spáni árið 1986 ásamt eigin-
manni sínum og syni. Díana sagðist
kunna vel við konunginn, en sagði
óþægilegt hversu mjög hann hefði
lagt sig eftir því að snerta hana.
Fjölskylduharmleikur
Jóhann Karl fæddist á Ítalíu þar sem
fjölskylda hans var í útlegð. Faðir
hans var sonur Alfonso XIII sem
var síðasti konungur Spánar áður
en konungdæmið var afnumið og
Franco varð einræðisherra. Jóhann
Karl kom til Spánar árið 1947 til að
stunda nám. Árið 1956 var Jóhann
Karl, þá átján ára gamall, í páskafríi
á heimili fjölskyldunnar í Portúgal.
Bróðir hans, hinn fimmtán ára
gamli Alfonso, hljóp inn í herbergi
til að heilsa bróður sínum. Sagan
segir að Jóhann Karl hafi verið að
leika sér með byssu sem Franco
hafði gefið honum. Skot hljóp úr
byssunni og varð Alfonso að bana.
Að sögn starfsmanns hallarinnar
hafði Jóhann Karl, sem vissi ekki að
byssan var hlaðin, beint henni að
bróður sínum og tekið í gikkinn.
Á valdaárum Franco stóð
Jóhann Karl iðulega við hlið hans
við opinberar athafnir og bar lof á
hann. Hann átti þó einnig leyni-
fundi með stjórnarandstöðuleið-
togum. Franco skellti skollaeyrum
við viðvörunarröddum ráðgjafa
sinna sem sögðu Jóhann Karl ekki
vera traustan bandamann. Eftir
dauða Franco tók Jóhann Karl við
endurreistu konungdæmi. Árið
1981 flutti hann sjónvarpsávarp
til að kæfa í fæðingu yfirvofandi
valdarán hersins. Þar átti hann
sína glæstustu stund og honum
er þakkað að valdaráns tilraunin
rann út í sandinn. Jóhann Karl
naut vinsælda meðal þegna
sinna sem töldu hann umbóta-
sinnaðan mann. Eiginkona hans,
Sofia, er hins vegar afar íhalds-
öm, andstæðingur fóstureyðinga
og mótfallin hjónabandi samkyn-
hneigðra. Jóhann Karl og eigin-
kona hans sjást saman við opin-
berar athafnir en hjónabandið er
einungis að nafninu til.
Vildi ekki láta soninn bíða of lengi
Árið 2014 afsalaði Jóhann Karl sér
krúnunni, 76 ára gamall, til sonar
síns, Felipe. Hann er sagður hafa
sagt að hann vildi ekki að sonur
sinn yrði að bíða jafn lengi eftir
að verða konungur og Karl Breta-
prins. Skoðanakannanir sýndu að
meginþorri landsmanna var sáttur
við þá ákvörðun hans. Felipe og
eiginkona hans, Letizia, sem er
fyrrverandi sjónvarps þulur, njóta
mikilla vinsælda meðal þegna
sinna. Það sama á ekki við um
systur Felipe, Christinu. Hún og
eiginmaður hennar, Inaki Urann-
garin, voru ákærð fyrir skattsvik og
fjárdrátt. Christina var sýknuð en
Inaki var dæmdur í sex ára fang-
elsi. n
HiNN kveNsami
JóHaNN karl
n Bók um spánarkonung vekur umtal n sagður hafa átt þúsundir ástkvenna
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Einhverjum kann að þykja fullyrðingar um að
konungurinn hafi átt þúsundir ástkvenna ýkju-
kenndar, en ævisagnahöfundurinn fullyrðir að þar sé
ekkert ofsagt.
Jóhann Karl og Sofia Ný bók
þar sem fjallað er um kvennafar
konungs hefur vakið umtal.
Felipe og Letizia
ásamt dætrum
sínum Fjölskyldan
nýtur vinsælda.
Á góðri stundu Jóhann Karl og Letizia tengdadóttir hans.