Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Page 12
12 Helgarblað 3. nóvember 2017fréttir
F
yrir rúmum sjötíu árum átti
sér stað hrikalegur harm-
leikur þegar geðsjúkur
maður veittist að konu og
tveimur dætrum hennar í bragga-
hverfinu við Háteigsveg. Vit-
að var að maðurinn var hættu-
legur en engu að síður var hann
ekki vistaður á viðeigandi stofn-
un. Viðbrögð móðurinnar vöktu
athygli og hafa hreyft við mörgum
því í stað biturðar og reiði notaði
hún reynsluna til að hjálpa geð-
sjúku fólki, bæði í orði og á borði.
Talinn hættulegur
Í litlum bárujárnsskúr við Sjó-
mannaskólann við Háteigsveg
bjó Ingólfur Einarsson, 37 ára
járnsmiður, vorið 1947. Skúrinn
var lítill og hrörlegur, með ein-
um glugga, og stóð mitt í einum af
braggahverfum Reykjavíkur sem
risu í stríðinu, Camp Tower Hill.
Ingólfur var ókvæntur og barnlaus
og bjó einn í skúrnum en hann
hafði áður verið sjúklingur á geð-
sjúkrahúsinu á Kleppi, samanlagt
í sjö ár.
Nágrannar Ingólfs í hverfinu
óttuðust hann og þá sérstaklega
börnin. Hann drakk stíft, var orð-
ljótur og hafði í hótunum við bæði
fullorðið fólk og börn. Hótaði
þeim jafnvel morði og otaði að
þeim eggvopnum. Hann var al-
gerlega einangraður í samfélaginu
og lenti iðulega upp á kant við
lögreglu. En hann lét hótanirnar
ekki duga og veturinn áður hafði
hann veist með hníf að tveimur
stúlkum við Gagnfræðaskólann í
Reykjavík. Önnur þeirra náði að
flýja undan honum en hin hlaut
meiðsli. Ingólfur var ávallt lát-
inn laus af stofnunum þó að allir í
hverfinu vissu að hann
væri stórhættulegur.
Aðfaranótt laugar-
dagsins 3. maí átti
Ingólfur mjög erfitt
með svefn, honum
leið illa og var lystar-
laus. En hann leitaði
ekki í áfengið í það
skiptið eins og svo
oft áður. Þegar hann
var drukkinn og leið
illa notaði hann iðu-
lega hnífa og önnur
eggvopn til að skaða
sjálfan sig. Um hálf
níu leytið næsta
kvöld fékk hann
köllun. Sjálfur segir
hann frá: „Ég lá á
legubekk í skúr mín-
um og kom þá yfir
mig að fremja verkn-
aðinn.“ Verknaður-
inn sem hann talar
um var sá að myrða
en hann vissi ekki
hvern. Hann fór í jakkann sinn,
tók stóra járnsveðju og gekk út úr
skúrnum og sá þá Skála númer 1.
Þar myndi hann fremja ódæðið.
Örvænting
Í Skála 1 við Háteigsveg bjuggu
hjónin Kjartan Friðberg Jónsson
og Rósa Aðalheiður Georgsdóttir
ásamt tveimur börnum sínum.
Fjölskyldan var efnalítil en gat
búið ein í sínum enda bragg-
ans. Í hinum endanum bjó margt
fólk enda bæði húsnæðis- og at-
vinnuskortur í Reykjavík á þessum
árum. Kjartan vann hörðum
höndum við trésmíði og var við
vinnu þetta örlagaríka kvöld. Rósa,
sem var aðflutt úr Grafningi, starf-
aði við saumaskap. Eldri dóttur
sína, hina átta ára gömlu Sigríði,
átti Rósa úr fyrra sambandi en
Kristínu litlu, tveggja ára, áttu þau
saman.
Ítarlega var grein frá árásinni í
dagblöðunum og allir nafngreind-
ir sem komu við sögu. Rósa var við
þvotta skammt frá þegar Ingólfur
steig inn í Skála 1 með sveðjuna
í hendi en þar inni var Sigríður
að gæta systur sinnar. Ingólfur
veittist að stúlkunum og Sigríður
reyndi að bjarga Kristínu. Stakk
hann þá Sigríði fjölmörgum sinn-
um í handleggi og annars staðar
en hún náði að komast út og gera
móður sinni viðvart. Öskraði Rósa
þá á hjálp og sagði að Ingólfur væri
að myrða börnin hennar. Þegar
hún kom inn í svefnherbergi sá
hún Kristínu á legubekk en Ingólf-
ur stóð þar með sveðjuna. Rósa
spurði hvað í ósköpunum hann
væri búinn að gera en hann svar-
aði „Það skal nú ekki verða mikið
eftir af þér,“ og veittist að Rósu.
Valdimar Kristmundsson ná-
granni sá árásina fyrstur manna
og gerði lögreglu viðvart. Í sam-
tali við Morgunblaðið segist hann
hafa séð Sigríði og Rósu koma
hlaupandi út úr skálanum og
Ingólf á eftir. Sigríður komst niður
að götubrún en Ingólfur náði Rósu
og stakk hana í herðar og bak.
Hún stóð aftur upp en þá veitti
hann henni „hverja stunguna á
Þjóðin grét
n 70 ár frá morði í braggahverfi n Aldrei bitur út í morðingjann
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
„Ég lá á
legubekk
í skúr mínum
og kom þá yfir
mig að fremja
verknaðinn
Rósa Aðalheiður
Georgsdóttir Notaði
reynslu sína til góðs.
Ingólfur Einarsson og skúr hans Mynd úr Morgunblaðinu.