Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Qupperneq 12
12 Helgarblað 3. nóvember 2017fréttir F yrir rúmum sjötíu árum átti sér stað hrikalegur harm- leikur þegar geðsjúkur maður veittist að konu og tveimur dætrum hennar í bragga- hverfinu við Háteigsveg. Vit- að var að maðurinn var hættu- legur en engu að síður var hann ekki vistaður á viðeigandi stofn- un. Viðbrögð móðurinnar vöktu athygli og hafa hreyft við mörgum því í stað biturðar og reiði notaði hún reynsluna til að hjálpa geð- sjúku fólki, bæði í orði og á borði. Talinn hættulegur Í litlum bárujárnsskúr við Sjó- mannaskólann við Háteigsveg bjó Ingólfur Einarsson, 37 ára járnsmiður, vorið 1947. Skúrinn var lítill og hrörlegur, með ein- um glugga, og stóð mitt í einum af braggahverfum Reykjavíkur sem risu í stríðinu, Camp Tower Hill. Ingólfur var ókvæntur og barnlaus og bjó einn í skúrnum en hann hafði áður verið sjúklingur á geð- sjúkrahúsinu á Kleppi, samanlagt í sjö ár. Nágrannar Ingólfs í hverfinu óttuðust hann og þá sérstaklega börnin. Hann drakk stíft, var orð- ljótur og hafði í hótunum við bæði fullorðið fólk og börn. Hótaði þeim jafnvel morði og otaði að þeim eggvopnum. Hann var al- gerlega einangraður í samfélaginu og lenti iðulega upp á kant við lögreglu. En hann lét hótanirnar ekki duga og veturinn áður hafði hann veist með hníf að tveimur stúlkum við Gagnfræðaskólann í Reykjavík. Önnur þeirra náði að flýja undan honum en hin hlaut meiðsli. Ingólfur var ávallt lát- inn laus af stofnunum þó að allir í hverfinu vissu að hann væri stórhættulegur. Aðfaranótt laugar- dagsins 3. maí átti Ingólfur mjög erfitt með svefn, honum leið illa og var lystar- laus. En hann leitaði ekki í áfengið í það skiptið eins og svo oft áður. Þegar hann var drukkinn og leið illa notaði hann iðu- lega hnífa og önnur eggvopn til að skaða sjálfan sig. Um hálf níu leytið næsta kvöld fékk hann köllun. Sjálfur segir hann frá: „Ég lá á legubekk í skúr mín- um og kom þá yfir mig að fremja verkn- aðinn.“ Verknaður- inn sem hann talar um var sá að myrða en hann vissi ekki hvern. Hann fór í jakkann sinn, tók stóra járnsveðju og gekk út úr skúrnum og sá þá Skála númer 1. Þar myndi hann fremja ódæðið. Örvænting Í Skála 1 við Háteigsveg bjuggu hjónin Kjartan Friðberg Jónsson og Rósa Aðalheiður Georgsdóttir ásamt tveimur börnum sínum. Fjölskyldan var efnalítil en gat búið ein í sínum enda bragg- ans. Í hinum endanum bjó margt fólk enda bæði húsnæðis- og at- vinnuskortur í Reykjavík á þessum árum. Kjartan vann hörðum höndum við trésmíði og var við vinnu þetta örlagaríka kvöld. Rósa, sem var aðflutt úr Grafningi, starf- aði við saumaskap. Eldri dóttur sína, hina átta ára gömlu Sigríði, átti Rósa úr fyrra sambandi en Kristínu litlu, tveggja ára, áttu þau saman. Ítarlega var grein frá árásinni í dagblöðunum og allir nafngreind- ir sem komu við sögu. Rósa var við þvotta skammt frá þegar Ingólfur steig inn í Skála 1 með sveðjuna í hendi en þar inni var Sigríður að gæta systur sinnar. Ingólfur veittist að stúlkunum og Sigríður reyndi að bjarga Kristínu. Stakk hann þá Sigríði fjölmörgum sinn- um í handleggi og annars staðar en hún náði að komast út og gera móður sinni viðvart. Öskraði Rósa þá á hjálp og sagði að Ingólfur væri að myrða börnin hennar. Þegar hún kom inn í svefnherbergi sá hún Kristínu á legubekk en Ingólf- ur stóð þar með sveðjuna. Rósa spurði hvað í ósköpunum hann væri búinn að gera en hann svar- aði „Það skal nú ekki verða mikið eftir af þér,“ og veittist að Rósu. Valdimar Kristmundsson ná- granni sá árásina fyrstur manna og gerði lögreglu viðvart. Í sam- tali við Morgunblaðið segist hann hafa séð Sigríði og Rósu koma hlaupandi út úr skálanum og Ingólf á eftir. Sigríður komst niður að götubrún en Ingólfur náði Rósu og stakk hana í herðar og bak. Hún stóð aftur upp en þá veitti hann henni „hverja stunguna á Þjóðin grét n 70 ár frá morði í braggahverfi n Aldrei bitur út í morðingjann Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Ég lá á legubekk í skúr mínum og kom þá yfir mig að fremja verknaðinn Rósa Aðalheiður Georgsdóttir Notaði reynslu sína til góðs. Ingólfur Einarsson og skúr hans Mynd úr Morgunblaðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.