Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Page 21
umræða 21Helgarblað 3. nóvember 2017 www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. Ávaxtaðu betur Út og og niðurupp suður hafi ekki óttast að Jón væri of um­ deildur svaraði hann: „Ég gaf ekk­ ert fyrir það! Ég hafði lengi verið vinur manna á borð við Gunn­ ar Thoroddsen og Albert Guð­ mundsson, sem heldur áttu ekki upp á pallborðið hjá forystu Sjálf­ stæðisflokksins.“ Hins vegar segir hann að mik­ ið ónæði hafi strax orðið frá utan­ aðkomandi öflum vegna setu Jóns í stjórn Frjálsrar fjölmiðlunar. Og hafa verður í huga að andstað­ an við að Jón færi með eignarhlut í Frjálsri fjölmiðlun var ekki af viðskiptalegum toga, heldur frekar pólitískum; Jón þótti ekki leiðita­ mur ráðandi öflum og var með­ al annars sterklega grunaður og sakaður um að hafa lagt Reykja­ víkurlistanum, undir forystu Ingi­ bjargar Sólrúnar, lið er hann felldi í fyrsta sinn Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Sveinn segir í Jónsbók: „Jón hafa verið mjög mikilvægan stjórnarmann þessi þrjú ár frá '95– '98; hann hafi spurt réttu spurning­ anna og gert sér far um að kynnast innviðum fyrirtækisins.“ Og bætir við að með þeim hafi tekist ágæt persónuleg kynni. En að utan­ aðkomandi pólitískur þrýstingur hafi á endanum orðið slíkur að þeir hafi neyðst til að losna við Ís­ lenska útvarpsfélagið „til að slá á óánægju voldugra afla.“ Og bætir við: „Og við keyptum þá út fyrir geipifé.“ Í nýútkominni ævisögu Sveins segir hann einnig þessa sögu, og þar kemur fram að fyrir­ tæki hans þurfti að taka 400 millj­ óna sambankalán til að kaupa Jón og co. út, og að félagið hafi á end­ anum kiknað undan því láni. Og Orca-hópurinn Annað sem reið yfir Svein um svipað leyti, var að Eyjólfur, son­ ur hans, gekk skömmu síðar í lið með Jóni Ólafssyni, Þorsteini Má Baldvinssyni og Jóni Ásgeiri Jó­ hannessyni í svokallaðan Orca­ hóp sem keypti Fjárfestinga­ banka atvinnulífsins sem þá var verið að einkavæða. Reiðibylgjan sem þá skall á þeim fjórmenning­ um frá valdamönnum samfélags­ ins er eitt af því einkennilegasta sem gerst hefur á því sviði í okk­ ar nýlegri samtímasögu, og mál­ efni sem menn eiga eflaust eft­ ir að skoða nánar. Aftur var um hrein viðskipti að ræða; menn í Orca­hópnum sáu hag í því að kaupa þessa starfsemi og buðu einfaldlega betur en þeir sem ráð­ andi pólitísk öfl vildu að eignuð­ ust hlutinn. Og þegar þessi mál eru skoðuð verða menn að leiða hjá sér mismunandi persónulegt álit sem þeir hafa á leikendum á sviðinu, eða atburði sem síðar gerðust í Hruninu. Það hlýtur að hafa verið ein­ kennilegt fyrir aðalpersónu bók­ arinnar sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, alþýðustrák sem komst í Verslunarskólann og lærði þar að aðhyllast frjálst atvinnu­ og viðskiptalíf, að verða vitni að þess­ um hamförum. Hann sjálfur fór aldrei í manngreinarálit eftir póli­ tík, þótt hann tilheyrði Sjálfstæð­ isflokknum; það var í andstöðu við hans grunnhugmyndir. Þannig starfaði hann með vinstrimönn­ um og Framsóknarmönnum við að koma Blaðaprenti á laggirn­ ar. Í nóvember '97, eftir að Ellert Schram hafði látið af störfum rit­ stjóra DV, var ráðinn í hans stöðu Össur Skarphéðinsson, marg­ reyndur penni og dagblaðarit­ stjóri. Um það segir Sveinn í Allt kann sá er bíða kann: „Þarna fór eins og oft áður á mínum ferli að ég tók ekki mið af pólitískum áhrifum gerða minna en hugs­ aði meira um málefnaleg áhrif á rekstur og viðgang fyrirtækisins.“ Og hann bætir við: „Gauragangur­ inn sem fylgdi aðkomu Stöðvar 2­manna, Jóns Ólafssonar og fé­ laga, að Frjálsri fjölmiðlun varð nú bara eins og bænalestur miðað við uppistandið sem varð út af ráðn­ ingu Össurar Skarphéðinssonar sem ritstjóra DV.“ Ekki löngur síðar er Frjáls fjöl­ miðlun tekin til gjaldþrotaskipta, og mjög hart gengið fram gegn Sveini og hans fyrirtækjum í þeirri orrahríð. Og fer hann ekki leynt með hverju var þar um að kenna. Í lok ævisögu Sveins segir svo: „Ég hitti gamlan félaga minn fyrir nokkrum vikum, fyrrverandi for­ stjóra stórfyrirtækis, mann sem er nokkuð tengdur Sjálfstæðis­ flokknum. Hann spurði hvort það væri rétt að til stæði að skrifa sögu mína. Ég sagði að það hefði eitt­ hvað verið rætt. „Gerðu það ekki,“ sagði hann með miklum þunga. „Þú mátt alls ekki gera það.“ „Og af hverju ekki?“ spurði ég undrandi. „Sveinn minn,“ sagði hann. „Það hefur verið friður um þig í nokkur ár og sumir jafnvel farnir að tala vel um þig. Ef þú ger­ ir þetta seturðu allt á annan end­ ann, ekki gera það.“ Þetta samtal bregður sínu ljósi á ástandið í þjóðfélaginu undan­ farna áratugi. Hér hefur ríkt ákveðið hræðsluástand, einhvers konar pólitískur fasismi. Menn hafa ekki þorað að tjá hug sinn af ótta við að blóðhundunum yrði sigað á þá, eins og dæmin sanna. Ég neita að taka þátt í þess konar þöggun.“ n Saga af manni sem trúði á frjálst atvinnulíf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.