Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Síða 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 3. nóvember 2017
L
ára fer í sund og Jól með
Láru eru nýjar barnabækur
eftir Birgittu Haukdal. Þetta
eru bækur númer fimm og
sex í hinum vinsæla bókaflokki
hennar um Láru.
„Aldrei hefði ég trúað því að
ég ætti eftir að gerast rithöfundur
og skrifa barnabækur, en lífið fer
með mann á ótrúlegar slóðir,“
segir Birgitta. Spurð af hverju hún
hafi á sínum tíma ákveðið að snúa
sér að barnabókaskrifum segir
hún: „Í þrjú ár bjó ég í Barcelona
og það skipti mig máli að halda
íslenskunni vel að ungum syni
mínum, honum Víkingi Brynjari,
og ég las mikið fyrir hann barna-
bækur. Vegna vinnu var ég mikið
á milli Barcelona og Íslands og í
hverri heimsókn fór ég í bókabúð-
ir hér á landi og leitaði að góðum
bókum sem hentuðu honum. Það
var erfitt að finna bækur sem mig
langaði til að lesa fyrir hann og
héldu athygli hans. Annaðhvort
voru bækurnar ekki nógu fallega
myndskreyttar til að grípa athygli
hans eða ef þær voru fallega
myndskreyttar þá vöktu sögurnar
ekki athygli hans. Æ oftar fór hann
að biðja mig um að segja sér sög-
ur í staðinn fyrir að lesa fyrir sig.
Sögurnar sem ég sagði honum
voru yfirleitt um daglegt líf okkar.
Ef við vorum til dæmis að fara í
skíðaferð bjó ég til sögu um fjöl-
skyldu sem var að fara í skíðaferð.
Ég vissi hvernig bók myndi
vekja áhuga hans og ákvað því
að prófa að setjast niður og skrifa
sögu. Það reyndist vera ótrúlega
gaman, ég fékk mikið af hug-
myndum og sá myndirnar fyrir
mér. Ég fór að leita að teiknara. Á
þessum tíma var nokkuð svipuð
sýn hjá íslenskum og erlendum
teiknurum, sem fór ekki saman
við mínar hugmyndir. Ég fann
stúlku frá Rússlandi og við byrj-
uðum að vinna saman en það
samstarf gekk ekki upp. Að lokum
fann ég stúlku sem býr í Armeníu
og við smullum saman. Hún er al-
veg yndisleg og hefur sýnt mikla
þolinmæði þegar ég bið hana
um að teikna smáatriði sem mér
finnst verða að vera á myndun-
um.“
Eftir að Birgitta og fjölskylda
fluttu aftur til Íslands fór hún
með handrit að Lárubók, ásamt
myndum, til Forlagsins sem sam-
þykkti útgáfu samstundis. „Ég
bjóst engan veginn við að þetta
myndi ganga. Á þessum tíma var
ég að eignast annað barn og gat
ekki fylgt bókunum mikið eftir,
en þær rötuðu samt í jólapakka
„Lífið fer
með mann á
ótrúlegar slóðir“
Birgitta Haukdal
var lengi ein vinsælasta
söngkona landsins. Hún
sneri sér síðan að því að
skrifa barnabækur, en er
þó ekki hætt að syngja.
Kolbrún Bergþórsdóttir
hitti Birgittu og ræddi við
hana um barnabækurnar,
söngferilinn og einka
lífið.
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is