Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Qupperneq 26
26 fólk - viðtal Helgarblað 3. nóvember 2017 Við vorum orðin andlega búin. Við hefðum getað haldið áfram en við vildum ekki gera það með hálfum huga.“ Saknarðu þessa tíma? „Þetta var gríðarlega skemmti- legt tímabil en líka óskaplega erfitt því við vorum alltaf að, sung- um, vorum í viðtölum og mynda- tökum og gerðum vídeó eða vor- um í stúdíói. Meðan á þessu stóð gaf ég mér ekki nægan tíma til að njóta hlutanna því ég var alltaf svo upptekin í vinnunni. Ég lauk við eitt atriði til að fara út í það næsta. Eftir á hugsa ég oft um það hversu gaman þetta raunverulega var þótt álagið væri mikið. Eftir tímann með Írafári fór ég að vinna við mína eigin tónlist, ég gerði tvær plötur og lagði alla mína sál í þær. Eftir það ákvað ég að hvíla mig á tónlistinni og ein- beita mér að frekari barneignum og fjölskyldunni minni.“ Ætlaði fyrst og fremst að verða mamma Hefðir þú ekki getað hugsað þér að lifa barnlausu lífi? „Nei, alls ekki. Þegar ég var lítil ætlaði ég annaðhvort að verða prinsessa eða söngkona en fyrst og fremst ætlaði ég að verða mamma. Ég hef gaman af börnum og hef yndi af að spjalla við þau og leika. Sjálf er ég dálítið barn í mér.“ Eiginmaður Birgittu er Benedikt Einarsson lögmaður. „Við kynntumst árið 2003 þegar ég söng í Grease í Borgarleikhúsinu. Hann var að læra lögfræði og lék í sýningunni um helgar og dansaði. Um leið og við hittumst smullum við saman. Ég er afskaplega hepp- in að eiga svona góðan, indælan og kláran mann. Hann gerir mig betri á hverjum degi.“ Benedikt er af Engeyjarættinni. Stundum er þeirri ætt ekki vand- aðar kveðjurnar og Birgitta er spurð hvort hún taki það inn á sig. „Ég verð aldrei vör við illt um- tal nema hjá nettröllunum og í illa skrifuðum greinum í fjölmiðl- um. Þetta er nokkuð sem snert- ir hvorki mig né manninn minn. Þegar maður veit hver maður er og hvernig fólkið manns er þá get- ur maður ekki verið að velta sér upp úr því þótt aðrir reyni að pota í mann með ljótum skrifum.“ Kom aldrei til greina að gefast upp Birgitta og Benedikt eiga tvö börn, dreng og stúlku. Um tíma leit út fyrir að Birgitta gæti ekki orðið barnshafandi. „Mér fannst svo skrýtið að manneskja sem var svona mikil barnagæla og hafði gefið út barnaplötu og söng fyrir börn skyldi ekki geta orðið mamma. Þetta tók á og var erfitt og sárt,“ segir hún. „Ég trúi því að ég sé hingað komin til að eignast börn. Það er tilgangurinn með líf- inu en þýðir samt ekki að maður eigi að lifa í gegnum börnin sín. Þannig að það var mér stórt áfall þegar ég áttaði mig á að hugsan- lega fengi ég ekki að upplifa þetta stórkostlega kraftaverk.“ Hún fór í nokkrar tækni- sæðingar og fæddi loks dreng. „Í mörg ár var ég að reyna að eign- ast strákinn okkar, það tók þrjú til fjögur ár og ég fór í margar tækni- sæðingar,“ segir hún. „Þegar ég var svo að reyna að eignast dóttur okk- ar þá tók það sex ár með alls kon- ar tæknisæðingum og glasafrjóvg- ununum, bæði hér heima og úti. Ein glasafrjóvgunin tókst og því fylgdi mikil hamingja en ég missti fóstrið. Þá hrundi heimurinn en það sem varð mér til bjargar var að ég átti drenginn minn. Ég hugs- aði: Ég á hann. Ef ég eignast ekki annað barn þá má ég ekki vera frek, ég hef það gott. En ég hugsaði líka: Ég var einu sinni ólétt og hlýt að geta orðið það aftur. Það kom aldrei til greina að gefast upp. Svo tókst það og nú er Saga Júlía orðin tveggja ára og Víkingur Brynjar átta ára. Á hverjum einasta degi þakka ég fyrir börnin mín og reyni að vera eins góð móðir og ég get.“ Hvað þurfa börn? „Ást, umhyggja og hlýja skipta mestu máli, en þau þurfa líka ramma og aga. Það þarf að spjalla við þau og gefa þeim tíma. Þau verða líka að fá að vera þau sjálf, þau skilja miklu meira en við höldum.“ Unun af að skapa Birgitta hefur ekki sungið mikið opinberlega síðustu ár en kom þó fram á Þjóðhátíð í Eyjum fyrr á þessu ári og sló í gegn. „Í dag hef ég ekki fulla atvinnu af tón- listinni en að syngja er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og ég myndi aldrei vilja hætta því al- veg. Fyrir nokkrum árum hætti ég að syngja um verslunarmanna- helgar því þá fór ég alltaf að veiða með manninum mínum. Ég af- þakkaði öll boð um að koma fram á þeim tíma. En þetta árið vorum við með veiðileyfi sem gekk ekki upp þannig að ég sagði bara já. Ég söng meðal annars á Þjóðhátíð og það gerði lukku. Ég söng líka á stórglæsilegum tónleikum á fiski- dögum á Dalvík, sem var mikill heiður. Þetta eru stórar uppákomur og það er yndislegt að fá að syngja lögin sín og heyra alla syngja með. Um leið skapast svo mikill kraftur og það sem maður gefur af sér fær maður þrefalt til baka frá áheyrendum. Þetta er einstök til- finning, alveg dásamleg. Ég ætla mér ekki að gera mikið meira af því að syngja opinberlega en ég verð samt alltaf að gera eitthvað af því. Ef einhver spyrði mig hvað ég væri að gera núna væri svarið: Alls konar. Það er ekki bara eitt- hvað eitt í gangi. Ég hef unun af að skapa. Ég á erfitt með að fara í eina átt og halda mig bara þar. Það er svo margt sem ég hef unun af að gera. Ég kenni söng, bæði í einka- tíma og hópum í masterclass. Ég er að skrifa bækurnar mínar og svo syng ég. Afganginn af tíman- um reyni ég að standa mig sem góð móðir.“ Þú virkar sem afar hreinskilin og einlæg manneskja. „Ég held að ég hafi ekki breyst svo mikið frá því ég var barn eða unglingur en auðvitað litast mað- ur af reynslu. Lífið kennir manni margt og allt nám verður manni til góðs. Þegar við í Írafári vorum að byrja að koma fram mætti ég með smá brynju, en ég var aldrei sátt við það. Ég var alltaf óánægð þegar ég reyndi að vera eitthvað annað en ég er. Núna hugsa ég: Svona er ég og það er allt í lagi þótt þér líki það ekki, ef mér líð- ur vel með það. Mér hefur alltaf liðið best með að vera hrein og bein.“ n „Árin eftir dauða bróður míns reyndust mér erfið „Ég hef unun af að skapa. Ég á erfitt með að fara í eina átt og halda mig bara þar. Um móðurhlutverkið Á hverjum einasta degi þakka ég fyrir börnin mín og reyni að vera eins góð móðir og ég get. Mynd Brynja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.