Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 27
KYNNING Gæðaskartgripir á hagstæðu verði Gullsmiðurinn og skartgripahönnuður-inn Lovísa H. Olesen opnaði nýlega glæsilega vefverslun, bylovisa.com, þar sem allir skartgripir hennar eru aðgengilegir í miklu úrvali, á afar hagstæðu verði. Lovísa hefur hannað og smíðað skartgripi sem eru í senn fágaðir og líflegir en auk þess tekur hún við sérpöntunum og útfærir hugmyndir við- skiptavina sem þess óska. „Skartgripirnir mínir eru í heilum línum sem innihalda hringa, eyrnalokka, armbönd og hálsfestar,“ segir Lovísa. Á bylovisa.com geturðu valið mismunandi gyllingu á silfur- skartgripunum og einnig úr mörgum litum af steinum að þínum smekk. Ég var að koma með nýja skartgripalínu núna sem heitir Unicorn, hana er hægt að skoða á vefsíðunni ásamt öðrum skartgripum sem hafa notið vinsælda undanfarin ár,“ segir Lovísa, sem hefur fengist við þetta fag í meira en tíu ár, en hún útskrifaðist í gullsmíði frá Iðnskólanum árið 2007. „Það var þessi klassíska iðnnámsleið, þ.e. maður fer á samning hjá meistara og í skóla, ég lærði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist 2007, fór þá beint í meist- aranámið og kláraði það. Ég hef unnið við fagið síðan þá, bæði í innflutningi á gull- smíðavörum og í hönnun og smíði á eigin skartgripalínum.“ Sækir innblástur í hversdagsleikann Við að skoða þessa fallegu og persónulega hönnuðu skart- gripi vaknar sú spurning hvar hönnuðurinn fái innblástur í svona verk: „Ég horfi rosalega mikið í mynstur og form og það sem hversdagsleikinn færir mér hverju sinni. Ég er ekki ein af þeim sem þurfa að fara út í náttúruna til að fá hugmyndir heldur sæki ég frekar í hið daglega líf. Það er hvers- dagsleikinn sem kveikir í mér. Hugmyndir leita sífellt á mig, en svo tekur úrvinnslan við síðar og maður fer að púsla þessu saman, það er mjög skemmtilegt.“ Lovísa vinnur sínar eigin skartgripalínur mest úr silfri en gripir úr gulli eru ekki síður í boði fyrir þá sem það vilja. Ef farið er inn á bylovisa.com má sjá úrvalið sem fangar breiðan aldurshóp. Að sögn Lovísu ætti nýja línan hennar að höfða vel til yngra fólks. Gæðaskartgripir á hagstæðu verði Athygli vekur hvað skartgrip- irnir á bylovisa.com eru á hagstæðu verði. Engu að síð- ur er um gæðavöru að ræða. „Mitt markmið er að fólki finnist gæði og verð á skart- gripunum mínum það gott að það kaupi fyrir sig sjálft ef það langar í en ekki eingöngu í gjafir,“ segir Lovísa. Lovísa er með verkstæði í Garðabænum, þangað er hægt að kíkja og eiga við- skipti. Best er hins vegar að skoða úrvalið á bylovisa.com og annaðhvort kaupa þar og fá heimsent eða setja inn skilaboð á síðuna og komast þannig í samband við Lovísu. Skartgripalínur Lovísu H. Olesen eru einnig til sölu í verslunum vítt og beitt um landið, sjá nánar upplýsingar á bylovisa.com. Lovísa H. Olesen gullsmiður Nafnahálsmen eru vinsæl – en það þarf ekki endilega að áletra nafn, fallegt orð eða setning getur verið enn persónulegri. „Þessi skartgripalína er skemmti- leg og lífleg og er vísun í hvernig oft er hægt að gera einfalda hluti svo flókna“ „Skartgripirnir í Rains eru fínlegir, ég raða mörgum litlum einingum saman sem skapa eina heild“ ByLOVISA.cOM Steinninn liggur laus inni í svona hálsmeni: Þú getur valið þinn lit. Unicorn er ný skartgripalína – hún er unnin úr oxideruðu silfri og bronsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.