Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Side 48
Helgarblað 3. nóvember 2017 60. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 „Case closed“! Sækir í reynslu- banka Davíðs n Leynimakk stjórnmálamanna er í algleymingi í kjölfar alþingis­ kosninga. Katrín Jakobsdóttir tók við formlegu stjórnarmynd­ unarumboði úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar í gær, fimmtu­ dag, og í kjölfarið mun hún hefja viðræður við fulltrúa Fram­ sóknarflokks, Samfylkingar og Pírata um myndun vinstri stjórnar. Á meðan bíður hægri vængurinn átekta og leggur á ráðin. Greinilegt er að Bjarni Benediktsson telur mikilvægt að leita í reynslubanka liðinna tíma. Um kvöldverðar leytið í miðri viku sást til hans á Holtinu ásamt Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgun­ blaðsins, og Illuga Gunnarssyni, fyrrver­ andi ráðherra. Hurfu þremenningarnir inn í lokað hliðar­ herbergi og réðu ráðum sínum langt fram á kvöld. Skilaboð Sölku Sólar n Það er vandlifað að vera fræg­ ur á tölvuöld. Salka Sól Eyfeld, tónlistar­ og útvarpskona, fékk skilaboð frá áhyggjufullri mann­ eskju sem sagðist hafa séð hana í Krakkasjónvarpinu. Mann­ eskjan sagðist hafa verið slegin yfir því að Salka hafi sést sitja með fæturna á sætisbaki stóls. Hún gerði ráð fyrir því að Salka hefði gert þetta af hugsunarleysi en hún yrði jafnframt að velta því fyrir sér hvaða skilaboð­ um væri verið að koma til ungra barna með athæf­ inu, þar sem Salka er fyr­ irmynd. Salka sagðist þó aðeins hafa viljað „lúkka nett“. Hvers vegna eru lög og regla – til að fela hitt og þetta? S íðastliðinn þriðjudag, 31. október, fór fram í héraðs­ dómi aðalmeðferð í máli Steinars Bergs gegn Bubba Morthens og RÚV. Í málinu krefst Steinar ómerkingar um­ mæla Bubba í þættinum Popp­ og rokksaga Íslands sem sýndur var á RÚV í mars 2016. Þar mun Bubbi hafa fullyrt að útgefandinn Steinar hafi „mokgrætt“ á plötum Egó á sínum tíma á meðan hljómsveitar­ meðlimirnir hafi lítið haft upp úr krafsinu. Í kjölfar ummælanna áttu Steinar og Bubbi í orðaskaki á samfélagsmiðlum og Steinar setti á fót sérstaka vefsíðu um málið þar sem hann tilkynnti um málshöfð­ un hans á hendur Bubba og RÚV. Hér stóð til að segja frá því sem fram fór í dómsalnum en af því verður því miður ekki þar sem ritstjóra DV var vísað úr dóm­ salnum skömmu áður en mál­ flutningur hófst. Þannig mun á lokametrunum hafa verið ákveðið að loka þinghaldi í málinu. DV leitaði eftir skýringum frá lög­ mönnum málsaðila og dómara á hvers vegna þinghaldið var lokað en fékk þau svör að ástæðurnar væru trúnaðar mál. Skýtur það skökku við í ljósi þess að um opin­ bera málsmeðferð dómsmála er kveðið á í stjórnarskrá og hefur hingað til þurft nokkuð brýnar ástæður fyrir því að gera undan­ tekningu á þeirri meginreglu. Ekki er því ljóst hvenær dómur verð­ ur kveðinn upp í málinu og enn síður ljóst hvað var þess valdandi að almenningi og fjölmiðlum var meinaður aðgangur að málflutn­ ingnum. Við fyrstu sýn mátti gera ráð fyrir að hér væri um tiltölulega einfalt meiðyrðamál að ræða en það er þá mögulega stærra. Jafn­ vel boba. n Lokað þinghald í meiðyrðamáli Steinars Bergs gegn Bubba Morthens og RÚV Bubbi og Steinar Berg Athygli vekur að þinghald í meiðyrðamáli Steinars gegn Bubba og RÚV var lokað. Auðvelt að versla á byko.is Jól í BYKO NÝTT BLAÐ Stútfullt af jóla- og g jafavöru ásamt frábærum tilboðum Tilboð! Þessi er ótrúlega handhæg SKRÚFVÉL IXO V BASIC 3,6V. 5.995kr. 74864005 Almennt verð: 6.995 kr. HARÐPARKET Sea Breeze 1.195kr./m2 0113456 Almennt verð 1.698 kr./m2 Tilboð! Frábært verð á gæðavöru Sjáðu verðið! RYKSUGU- VÉLMENNI iRobot Roomba 64.995kr. 65103465 Almennt verð 74.995 kr. 25% AFSLÁTTUR af glösum Skoðaðu tilboðin á byko.is ELDHÚSTÆKI Eurosmart Cosmopolitan, há sveifla 16.995kr. 15332843 Almennt verð: 19.995 kr. Tilboð! Jólaljós í öllum stærðum og gerðum KOMDU OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Ö ll v er ð er u bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g/ eð a m yn da br en gl. Ve rð gi ld a t il o g m eð 15 . n óv em be r 2 01 7 e ða á m eð an b irg ði r e nd as t.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.