Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Side 52
Vikublað 3. nóvember 2017 4 Inn lit Íbúar Andrea Gylfadóttir, 26 ára, Kári Snær Skarphéðinsson, 30 ára, Ásdís Erla, 4 ára og Ægir Skarp- héðinn, 1 árs, ásamt hundinum Perlu. stærð 289 fm staður Hnífsdalur í Ísafjarðarbæ byggingarár 1978 Viðskiptafræðineminn Andrea Gylfadóttir býr ásamt unnusta sínum og tveimur börnum í rúmgóðu einbýlis húsi í Hnífsdal, en í bæn- um, sem tilheyrir Ísafjarðarbæ, búa um 250 manns. „Ég er reyndar uppalin á Ísafirði og þar kynntist ég manninum mínum sem er vélstjóri héðan úr Hnífsdal. Við keyptum húsið árið 2013, þegar ég var ólétt að fyrsta barninu mínu. Þá kostaði það undir tuttugu milljónum sem er auðvitað frekar fyndið miðað við hvað svona hús myndi kosta í Reykjavík. Á síðasta ári ákváðum við að ráðast í að gera húsið upp. Byrjuð- um á því að taka eitt baðherbergi í gegn og höfum gert húsið mikið upp að utan. Múruðum, máluðum og skiptum um einhverja glugga. Kári er mjög handlaginn og pabbi hans er smiður þannig að þetta gekk allt mjög vel fyrir sig enda höfðum við góða aðstoð. Innréttingarnar í eldhúsinu voru upprunalegar en þetta var orðið þreytt og gamalt, reyndar ekki illa farið en bara úrelt. Svo langaði okkur að opna rýmið og láta birtuna flæða betur um. Einnig fannst okkur tilgangslaust að vera með afstúkaða borðstofu sem við myndum aldrei nota. Þannig að við ákváðum að opna bara í gegn og leyfa plássinu að njóta sín. Fyrst var farið í hugmynda- vinnuna. Ég nota forrit á borð við Pinterest og Instagram mjög mikið í þessum efnum. Við höfðum alltaf skýrar hugmyndir um hvernig við vildum hafa þetta en þurftum aðstoð við útfærsluna. Baldur, sölumaður hjá HTH innrétting- um, teiknaði þetta svo upp eftir okkar hugmyndum. Við sendum óteljandi tölvupóst fram og til baka þangað til niðurstaðan var komin á hreint og við komin með teikningar og mál sem við vorum 100% sátt við. Þetta tók í sjálfu sér ekki langan tíma og við fengum bæði góða og hraða þjónustu frá fyrirtækinu sem skiptir auðvitað öllu máli í svona framkvæmdum. Við byrjuðum framkvæmdirnar 1. janúar. Kári var ekki á sjónum allan mánuðinn og við unnum frá morgni til kvölds. Settum upp litla aðstöðu á neðri hæðinni og rúst- uðum þeirri efri. Tengdaforeldrar mínir, Linda Steingrímsdóttir og Skarphéðinn Hjálmarsson, komu frá Akureyri og aðstoðuðu okkur við þetta. Fluttu bara inn. Svo var unnið á fullu. Við brutum niður tvo veggi og viðarskilrúmið og settum upp nýjan vegg þar sem ísskápurinn og ofnarnir eru núna. Svo var málað og parketlagt og svo framvegis þar til þetta var allt orðið fullkomið. Við erum afskaplega ánægð með útkomuna enda ekkert sem við hefðum viljað hafa öðruvísi við þessar breytingar,“ segir Andrea. margret@dv.is UmpólUn á eldhúsi í hnífsdal Fyrir og eFtir: andrea og kári færðu eldhúsið frá 1978 yfir í 2017 risastór eyja Barstólarnir koma úr versluninni Epal en þeir eru hannað- ir af skandinavíska merkinu Hey. Í skúff- unum við eyjuna geymir Andrea sitt lítið af hverju. Meðal annars dúka og föndurdót fyrir börnin. bleikar rósir og blá Ísafjarðarbirta Innréttingin er sprautulökkuð með hálfmöttum glans og ljósin þjrú í loftinu koma frá IKEA. Gólfefnið er harðparket úr versluninni Parket og Gólf í Reykjavík. myndir AndreA GylfAdóttir eldhúsið fyrir Veggurinn fyrir aftan eldavélina er horfinn. Það sama gildir um vegginn sem ísskápur- inn stendur við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.