Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Qupperneq 62
Vikublað 3. nóvember 2017 14 He lgar ma tur inn Ég las einhvers staðar að það væri fljótlegra að búa til indverska kássu en að ákveða hvernig pítsu maður vill, panta hana og bíða eftir henni,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir, einn eigenda veitingastaðarins Nostra við Laugaveg, en hún gefur okkur girnilega uppskrift að helgarmat sem hún segir að taki ekki nema um hálftíma að útbúa. Minni tíma en það tekur að bíða eftir pítsu. „Þessi réttur slær alltaf í gegn hjá gestum og það má útfæra hann og breyta honum eins og manni sýnist. Það er ekkert mál að nota kartöflur, blómkál og lauk (eða annað græn- meti og baunir) í stað kjúklings og sleppa rjómanum fyrir vegan-væna útgáfu eða nota mildara krydd fyrir börnin. Aðalatriðið er að nota gæðakrydd, karrí og mango chut- ney,“ segir hún og hvetur lesendur til að leika af fingrum fram með hlutföllin og láta ekki á sig fá þótt eitthvað vanti í ísskápinn. „Þessi uppskrift gefur slatta af sósu en mér finnst gott að geta hellt vel yfir hrísgrjónin og dýft brauðinu í. Svo er þessi réttur guðdómlegur daginn eftir þegar bragðið er aðeins búið að fá að taka sig.“ Indverskt kjúklIngakarrí með engIfer og kókos Jóhanna Jakobsdóttir segir að maður sé fljótari að útbúa þennan rétt en að bíða eftir pítsu uPPSkRiFT Fyrir fjóra n Fjórar kjúklingabringur skornar í bita og kryddaðar með garam masala, eða öðru indversku kryddi, auk svarts pipars n Fimm hvítlauksgeirar (eða eftir smekk, kreistir með hvítlaukspressu) n 3 msk. masala karrí (ég nota mest það sterkasta en hægt að sníða eftir þörfum) n 2–3 kúfaðar msk. mango chutney n 2 dl rjómi n 2 dl kókosmjólk eða -rjómi (má líka nota ab-mjólk eða sýrðan rjóma ef maður vill réttinn minna sætan) n 1–2 msk. rifinn ferskur engifer n 5 ananashringir úr dós, skornir í bita (eða einhverjir aðrir ávextir ef fólk vill ekki ananas, svo sem þurrkað mangó) n Svartur pipar og chili-flögur eftir smekk, salt ef vill n Kókosmjöl eftir smekk (til að þykkja sósuna, en athugið að þetta gerir hana aðeins sætari) n Túrmerik eftir smekk, til þess að gera sósuna fallega gula og hollari n Knippi af ferskum kóríander (fyrir þá sem það vilja, annars hægt að nota steinselju eða hreinlega sleppa) n Ristaðar og saltaðar kasjúhnetur (má líka nota kókósflögur eða aðrar hnetur) Kjúklingabringur brúnaðar á öllum hlið- um á pönnu í ólífuolíu. Hvítlaukur press- aður yfir og svitaður, karrí dreift yfir. Mango chutney, kókosmjólk og rjóma hellt yfir. Suðan látin koma upp. Engifer bætt út í og svo ananas. Kókosmjöl og túrmerik sett út í ef vill. Látið malla þar til kjúklingur er passlega eldaður. Sett á fat og skreytt með kóríander, hnetum og kókosflögum ef vill. Best með hrísgrjónum og hvítlauks- brauði en gengur líka vel með kartöfl- um eða bökuðu grænmeti og salati fyrir þá sem vilja vera í hollustunni. „Þessi réttur slær alltaf í gegn hjá gestum og það má útfæra hann og breyta honum eins og manni sýnist. Föstudaginn 3. nóvember kl. 20.00 Dagbók Bridgetar Jones – Partísýning í Bíó Paradís Hin seinheppna Bridget Jones held- ur úti dagbók til þess að koma lífi sínu í lag. Ógleymanleg og ljúfsár, stórskemmtileg gamanmynd með þeim Renée Zellweger, Colin Firth og Hugh Grant í aðalhlut- verkum. Myndin er af þeirri gerð sem margir vilja sjá aftur og aftur og því er tilvalið að mæta á Partísýningu í Bíó Paradís, þiggja tilboð á barnum og dreypa jafnvel á rauðu eða hvítu en á partísýningum má taka alls konar drykki með inn í sal. Sunnudaginn 5. nóvember kl. 13.00–15.00 Airwaves fyrir unga fólkið – og foreldra þeirra Í Norræna húsinu verður boðið upp á lifandi tónlist fyrir alla aldurs- hópa ásamt kynningu á tónlistarleikn- um Mussila Musical monster adventure. Dag- skráin hefst á tón- listaratriði fyrir yngstu kynslóðina með lögun- um af vísnaplötunum, Einu sinni var og Út um græna grundu í útsetningum Gunnars Þórðarsonar. Eftir pásu stígur á svið Góði Úlfurinn sem flytur tvö lög, því næst tekur Vegan klíkan við sviðinu og flytur músíkalskt rapp. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20.00–21.30 Líðan unglinga – fyrirlestur í Seljakirkju Álfheiður Guðmundsdóttir, sálfræðingur hjá þjónustumið- stöð Breiðholts, mun fjalla um líðan unglinga á fræðslukvöldi Seljakirkju. Margir unglingar glíma við kvíða, depurð og þunglyndi og mun Álfheiður ræða einkenni og hvernig best sé að styðja við og sporna gegn erfiðri líðan. Fræðslu- kvöldið er öllum opið og þátttak- endum að kostnaðarlausu. Hvað er á seyði?! krakkarokk í norræna húsinu, partísýning í Bíó Paradís og fyrirlestur um líðan unglinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.