Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Fari allt á versta veg er ekki bara stjórnin sjálf undir, heldur jafnvel framtíð stjórnarflokk- anna sjálfra. Engum dylst að niðurstaða alþingiskosninganna um síðustu helgi var ósigur fyrir konur. Konum á Alþingi fækkaði úr þrjátíu í tuttugu og fjórar. Hverfandi stólafjöldi í þingsal var þó langt frá því að vera stærsti ósigur kvenna í kosningunum. Hvers vegna var boðað til kosninga? Strax við upphaf kosningabaráttunnar virtust allir búnir að gleyma því. Frambjóðendur flokkanna minntust ekki einu orði á fílinn í stofunni og fjölmiðlar tipluðu á tánum kringum hann eins og léttstígir listdansarar. Á sama tíma og spila­ borg kynferðisafbrotamanna um heim allan hrundi er konur upplýstu um áreiti og ofbeldi sem þær höfðu mátt þola og afhjúpuðu vandamál útbreiddara en nokkurn óraði fyrir undir formerkjum #metoo, þögðu íslenskir stjórnmálamenn þunnu hljóði. Þeir töluðu um skatta, banka, jarðgöng og virkjanir rétt eins og allt væri með felldu. Ekkert hefði þó getað verið fjær sanni. Þörf eða ekki þörf? Eftir kosningarnar kom til tals að stofna nýjan kvenna­ lista. Rætt var við nokkrar forgöngukonur hins upphaf­ lega Kvennalista í Morgunblaðinu um málið. Sitt sýndist hverri. „Það er aug ljóst eft ir þess ar kosn ing ar og úr slit þeirra að kon ur verða að fara að hugsa sér til hreyf­ ings,“ sagði Sig ríður Dúna Krist munds dótt ir. Guðrún Ögmundsdóttir var á öðru máli. „Ég sé ekki alveg að það sé þörf fyr ir kvenna fram boð akkúrat núna.“ Þegar Kvennalistinn var stofnaður árið 1983 voru þrjár konur á þingi. Nú eru þær tuttugu og fjórar. Okkur hefur óneitanlega orðið ágengt í baráttunni um töl­ fræðina síðustu áratugi. En tölurnar segja greinilega ekki alla söguna. Einbeittur brotavilji Hvers vegna féll ríkisstjórnin? Hvers vegna var verið að kjósa? Jú, það var kosið vegna þess að stjórnvöld mættu fórnarlömbum kynferðisofbeldis sem leituðu til þeirra eftir upplýsingum með valdhroka – ef ekki valdníðslu – og glórulausri mannvonsku. Í stað þess að veita þeim svör var reynt að þagga niður í þeim. Stærsti ósigur kvenna í kosningunum voru ekki þau sex þingsæti kvenna sem töpuðust. Þótt tölfræðin breyt­ ist, þótt konum fjölgi á þingi, þótt konur verði forsætis­ ráðherrar hefur það ekkert að segja ef hugarfarið breytist ekki með. Stærsti ósigurinn í nýliðnum kosningum var viðhorf framboðanna til kvenna. Af þeim ellefu flokkum sem buðu fram til Alþingis virtist engum finnast ástæða til að gera tilefni kosning­ anna að kosningamáli. Slíkt hefur varla reynst flokkun­ um áreynslulaust. Það krefst ansi einbeitts brotavilja að búa svo um hnútana að ofbeldi gegn konum komist ekki á dagskrá kosninga sem: a) eru haldnar einmitt vegna þöggunar og tómlætis gagnvart ofbeldi gegn konum b) eiga sér stað á sama tíma og um alla heimsbyggð á sér stað bylting vegna opinberana á ofbeldi gegn konum. Mjúku málin eru alvöru málin Nýr kvennalisti? Ef ekki núna, hvenær þá? Nýr kvennalisti þarf þó ekki að vera eingöngu skip­ aður konum. Því, eins og nýafstaðnar kosningar sýna, snýst kvennabaráttan ekki aðeins um fjölda kvenna á Alþingi. Hún snýst um hugarfarsbreytingu. Hún snýst um að hætt sé að líta á málefni sem konum finnast brýn sem „mjúku málin“. Hún snýst um að við hættum að afskrifa heilbrigðismál, skólamál, þróun verðlags og útgjöld heimilisins sem prjál sem stelpurnar á þingi dútla við meðan strákarnir sinna alvöru málum eins og að sprengja upp náttúruperlur og bora jarðgöng – mjúku málin eru alvöru málin. Hún snýst um að við hættum að líta niður á „kvennastörf“ og byrjum að borga kennur­ um, þ.m.t. leikskólakennurum, og hjúkrunarfræðingum laun sem endurspegla virði þeirra og mikilvægi. Hún snýst um að við hættum að líta á ofbeldi gegn konum sem svo mikið feimnismál að það er ekki rætt í kurteis­ legum stjórnmálarökræðum RÚV. Kvennabaráttan snýst um að koma í veg fyrir að nokkurn tímann aftur verði konum sýnd viðlíka vanvirðing – svívirðilegt skeytingar­ leysi – og þeim var sýnt í alþingiskosningum 2017. Aldrei aftur viðlíka vanvirðing Urðarhvarf 14 203 Kópavogur s: 510 6500 www.hv.is Eyjólfur Guðmundsson Heimilislæknir/General Practitioner Eyjolfur@hv.is HEILSUGÆSLA Urðarhvarf 14 203 Kópavogur s: 510 6500 www.hv.is Eyjólfur Guðmundsson Heimilislæknir/General Practitioner Eyjolfur@hv.is HEILSUGÆSLA Ert þú með heimilislækni? Ný heilsugæslustöð Urðarhvarfi 14, Kópavogi Skráning stendur yfir, opin öllum, óháð búsetu. verið velkomin ! Sími 510 6500, www.hv.is Formenn núverandi stjórnarandstöðuflokka sátu í gær sveittir við stjórnarmyndun á sveitabæ Sigurðar Inga Jóhannssonar, for­manns Framsóknarflokksins. Svo virðist sem viðræður gangi vel og að forsvarsmenn flokkanna vilji láta á það reyna að mynda ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta. Og það þótt sporin hræði frá því síðast. Einkar viðeigandi hlýtur þó að vera að viðræðurnar fari fram á sveitabæ Sigurðar Inga. Framsókn, með tvíeykið Sigurð og Lilju í fararbroddi, er með öll spil á hendi. Þeirra er valið varðandi stjórnarmyndun og hvort líta skuli til hægri eða vinstri. Gaman er að velta fyrir sér hvað kjörtímabilið ber í skauti sér ef leiðtogunum tekst ætlunarverkið og þeir ná saman um ríkisstjórn. Hvað Katrínu Jakobsdóttur varðar er ljóst að hún þarf bráðnauðsynlega að komast í ríkisstjórn. Alltof oft hefur hún að því er virðist haft öll spil á hendi en leyst illa úr stöðunni. Líklegt er að Framsókn og Vinstri græn geti náð saman um flest mál. Hvorugur flokkurinn er til að mynda með sérstaklega alþjóðlegar áherslur þannig að þeir ganga í takt í Evrópu­ og mynt­ málum, og báðir standa þeir vörð um landbúnaðar­ kerfið í óbreyttri mynd. Öðruvísi er því farið með Samfylkinguna og Pírata. Báðir flokkar hafa lagt ríka áherslu á stjórnarskrár­ málið og standa varla upp frá viðræðum án þess að verða ágengt þar. Önnur grundvallarmál þurfa flokk­ arnir hins vegar að leggja til hliðar. Samfylkingin mun þurfa að leggja niður vopn þegj­ andi og hljóðalaust í Evrópumálum. Krónan verður þess utan fest í sessi sem gjaldmiðill þjóðarinnar á komandi kjörtímabili. Stjórnarþátttaka getur beinlínis reynst flokknum hættuleg nú eftir að hann virðist á góðri leið með að rétta sig af eftir afhroðið fyrir ári. Á meðan nudda Þorgerður Katrín og Viðreisn saman höndum, en allt lítur út fyrir að þau muni sitja ein að Evrópu­ og myntmálum næsta kjörtímabilið. Píratar virðast hreinlega þurfa að fórna allri sinni ásýnd til að komast í ríkisstjórn. Ekki bara munu þeir setjast í ríkisstjórn sem nýtur stuðnings minni­ hluta kjósenda, en meirihluta þingmanna – þvert á fögur fyrirheit – heldur þurfa þeir einnig að fórna sinni grunnstefnu um beint lýðræði og loforðum um aðkomu almennings að ákvörðunum sem koma honum við. Reynslumikla þingmenn hlýtur að hrylla við tilhugsuninni um að tvær ríkisstjórnir í röð verði sprengdar í netkosningum. Hvað sjálfa Framsókn varðar hljóta þau Sigurður og Lilja að óttast veru Sigmundar Davíðs og Miðflokksins í stjórnarandstöðu. Sigmundur hefur sýnt það áður að hann getur verið öflugur stjórnarandstöðuþingmaður þegar sá gállinn er á honum. Ljóst er að ný ríkistjórn, verði hún mynduð, mun ekki einungis lafa á eins manns meirihluta, heldur þurfa allir stjórnarflokkarnir að feta einstigi þar sem margar hættur geta leynst. Fari allt á versta veg er ekki bara stjórnin sjálf undir, heldur jafnvel framtíð stjórnarflokkanna sjálfra. Gangi þeim vel. Flókið mál 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 5 -8 D B 8 1 E 2 5 -8 C 7 C 1 E 2 5 -8 B 4 0 1 E 2 5 -8 A 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.