Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 28
viku. Um allan fjandann. Hann hafði gaman af mér. Ég hafði gaman af honum. Hann var ævintýralegur maður eins og ég reyni að gera skil í bókinni. Hann vildi alltaf taka mik­ inn þátt í mínu lífi. Talaði við mig eins og jafningja og hafði ofboðs­ legt umburðarlyndi fyrir mér þegar ég var ungur og reiður. Ég hugsa að ég hefði ekki sömu þolinmæði fyrir sjálfum mér,“ segir Mikael og hlær. „Það var alveg sama hvaða vitlausu skoðanir maður hafði, eða hversu mikið maður vildi rífa kjaft. Hann dæmdi aldrei. Hann var svona fjöl­ fræðingur, vildi vita allt um allt og ekkert. Hafði svona alþýðlegan áhuga á öllu milli himins og jarðar. “ Stóð sína vakt við stólinn Árið 2007 keyrði Mikael föður sinn á Vog. Þá fársjúkan af alkóhólisma. Torfi átti mörg góð ár eftir meðferð­ ina þar til hann féll. Það var áfall fyrir alla í fjölskyldunni að hann skyldi veikjast. „Þetta var reiðarslag. Að þessi króníski heilasjúkdómur hefði lagt hann að velli á svona skömmum tíma. Ég keyrði pabba í meðferð fyrir tíu árum síðan. Þá var hann búinn að vera fársjúkur dagdrykkjumaður í meira en áratug. Hann hefði dáið ef hann hefði ekki orðið edrú. Þó það sé kaldhæðnislegt þá fór honum vel að vera drykkjumaður. Það var hans bölvun. Hann gat nefnilega alltaf klippt fullur. Þannig að hann átti alltaf pening og stóð sína vakt við rakarastólinn. Pabbi var kóngurinn á Hlemmi þar sem hann rak hár­ greiðslustofuna sína. Rónarnir komu til hans og fengu lánaðan pening hjá honum. Það var ekki öfugt. Hann sturtaði stundum í sig hálfum lítra af vodka til að losna við titringinn í höndunum til að geta klippt. Líkamlegt þrot Árið 2006 eignaðist ég son. Hann er skírður í höfuðið á honum og heitir Jóel Torfi. Pabbi var í skírninni mjög veikur maður. Skírnarveislan var um haustið og ég bjóst varla við að hann myndi lifa af veturinn. Þá var það annaðhvort að hann myndi leggjast banaleguna eða fara í meðferð. Á endanum gafst hann upp. Það var algjörlega líkamlegt. Hann fékk enga andlega vakningu eins og stundum er talað um í alka­ fræðunum. Þetta var algjört líkam­ legt þrot,“ segir Mikael um þann tímapunkt sem hann keyrði föður sinn í meðferð. „Hann var kominn með ofnæmi fyrir öllu. Vinir mínir í blaðamennsku tóku einhver við­ töl við hann og birtu myndir þar sem hann var að fletta blöðunum með plasthanska. Hann var kominn með ofnæmi fyrir prentsvertunni. Hann var allur í útbrotum og augun sokkin. Hann var bara fárveikur. Búinn að fara mörgum sinnum á spítala og fá sýklalyf í æð. Þetta var bara maður sem var við dauðans dyr. Hann mundi ekkert eftir verunni á Vogi. Hann var bara meðvitundarlaus. Pabbi hefði ekki lifað það af að þurrka sig upp annars staðar en á Vogi.“ Dýrmæt ár Fjölskyldan græddi nokkur ár með Torfa. „Við áttum góðan áratug. Fengum pabba, afa, tengdaföður. Það var dýrmætt því það var erfitt og flókið að vera besti vinur hans þessi síð­ ustu ár hans í drykkju áður en hann fór í meðferð. En svo virki­ lega gaman að vera besti vinur hans árin eftir að hann varð edrú. Það fór honum svo vel. Hann fór að ferðast meira, taka þátt í starfi SÁÁ. Hann skipulagði útihátíðir þangað sem maður mætti með krakkana. Þegar maður horfir til baka til þessa tíma, þá fyllist maður sorg að hann skyldi hafa fallið. Það er þyngra en tárum taki að hugsa til þess að pabbi hafi drukkið sig í hel.“ Áður en Torfi veiktist og var greind­ ur með skorpulifur voru vissulega merki um að hann væri fallinn. „Þetta er svo svakalega lúmskur fjölskyldu­ sjúkdómur. Neysla náins ástvinar hefur flókin áhrif á sálarlífið. Okkur grunaði en við héldum í vonina. Ég talaði oft við hann og hafði miklar áhyggjur af honum. Varð ringlaður eftir furðuleg samtöl og velti því fyrir mér hvort hann væri kominn með elliglöp eða byrjaður að drekka aftur.“ Neitað um nýja lifur Torfi lést eftir nokkurra vikna veik­ indi. Mikael og systkini hans voru með honum við sjúkrabeðinn og Mikael er ánægður með að hafa verið til staðar fyrir pabba sinn. „Pabbi sá mikið um mig veikan þegar ég var barn. Stundum stóð hann sig vel í því. Stundum stóð hann sig illa, eins og þegar hann var í Vottum Jehóva. Ég skrifaði um það tímabil í Týnd í Paradís. En það var skrýtið að vera allt í einu kominn í þá aðstöðu að hugsa um hann. En á sama tíma fannst mér gott að geta verið til staðar fyrir hann. Hann fékk góða þjónustu á Landspítalanum. Læknar gerðu allt fyrir hann sem þeir gátu og sendu okkur út til Svíþjóðar til að freista þess að hann fengi nýja lifur.“ Torfa var neitað um lifrarígræðslu í Svíþjóð. Læknar í Svíþjóð mátu hann of langt leiddan alkóhólista. „Þetta eru rosalega erfiðar og stórar siðferðilegar spurningar sem kvikna í kringum veikindi hans. Hvað gerum við fyrir þá sem eru með sjúkdóma sem valda því að þeir skaða sig? Eða velja sér lífsstíl sem veikir þá? Hvernig eigum við að koma fram við þá í heilbrigðiskerfinu? Eigum við að neita alkóhólistum um þjónustu? Af því að einhverjum finnst alkóhólismi vera aumingjaskapur. Það var niður­ staða sænsku læknanna en hér heima höfðu íslenskir læknar aðra skoðun. Ég vildi að hann hefði fengið tæki­ færi. Ég vildi fá fleiri góð ár með pabba. Hann svaraði meðferð vel á sínum tíma og ég trúði því að hann myndi gera það aftur. En þetta er tak­ mörkuð auðlind. Líffæri. Og þetta var niðurstaðan. Við hefðum getað logið og sleppt því að segja frá drykkju pabba. Þá væri hann með okkur í dag því það er hægt að fá skorpulifur án þess að það sé áfengistengt. En pabbi skammaðist sín aldrei fyrir að vera alkóhólisti. Alkóhólismi er krónískur heilasjúkdómur en ölkum sem viður­ kenna sjúkdóm sinn opinberlega er refsað. Þeim er gert að borga hærri tryggingar til dæmis. Og fá verri heilbrigðisþjónustu. Eða allavega í Svíþjóð.“ Hreinsun og sjálfskoðun Mikael segist ekki viss um að hann hefði getað skrifað þessa frásögn fyrir tíu árum. „Ég hefði ekki haft þroskann til þess. Ég hef frá því ég var ungur verið svakalega agaður. Keyrt mig áfram af dugnaði. Ég er kominn af fátæku fólki. Sjálfsmynd mín hefur mótast af því. Ég átti mér til dæmis fyrirmynd í afa mínum sem var hreppsómagi. Hann var tekinn hágrátandi af móður sinni eftir að pabbi hans drukknaði. Hann var settur í fóstur á fimmta aldursári. Hann stofnaði sína fjölskyldu, eign­ aðist þak yfir höfuðið og dó níræður í Englandi. Þangað fór hann því hann ætlaði sko ekki að deyja á kostnað íslenska ríkisins eða leggjast upp á hreppinn hér heima. Í mörg ár fannst mér ég þurfa að vera eins og hann, harður og dug­ legur. Brynja mig. Ég slaufaði yfir tilfinningarnar því það var það sem ég hélt að maður yrði að gera til að komast af. En það er þessi hreinsun og sjálfsskoðun sem ég hef stundað í gegnum skrifin sem hafa leitt mig áfram í þroska og í átt að jafnvægi. Í dag get ég skoðað fortíðina með hlýju og húmor. Ég hef mjög blendn­ ar tilfinningar gagnvart hetjusögum. Það er ekki hollt til lengdar að vaða í gegnum lífið á hnefanum.“ Fjölskylda Mikaels hefur það líka ágætt. „Lilja systir tók við rekstri föður míns á Hlemmi. Elsti bróðir minn býr og starfar á Akureyri. Svo á ég uppeldisbróður, hann heitir Knút­ ur og rekur Friðheima á Suðurlandi. Ég held að Tryggvi Geir bróðir minn sé edrú núna sem er gott. Og Bashir bróðir minn var að losna úr fangelsi í Bretlandi. Hann er á reynslulausn og ætlar að reyna að standa sig. Það lítur vel út og hann á frábæra konu sem hefur beðið hans utan múranna. Við höfum svo öll dílað við dauða pabba hvert á sinn hátt. Ég hef kosið að gera það að hluta til með því að skrifa.“ Til staðar Og nú fer Mikael bráðum að tygja sig heim til fjölskyldunnar. Skrifstofan er heima. „Ég er í draumastöðunni sem faðir. Ég vinn heima og skrif­ borðið er í miðri stofunni. Ég er allt­ af til í að fara og smyrja nýja brauð­ sneið handa einhverjum. Heimilið er vinnustaðurinn og vinnustaðurinn er heimilið. Mér finnst alls ekki erfitt að einbeita mér enda vanur að vinna og halda einbeitingu á hávaðasöm­ um ritstjórnum þegar ég var blaða­ maður. Og það bara má reyndar allt­ af trufla mig. Ég hef prófað að fá mér vinnustofu og fannst það ómögu­ legt. Og þegar ég var ritstjóri átti ég alltaf að vera í vinnunni. Það var ekki góður lífsstíll. Stress og taugaveiklun. Í seinni tíð þá hefur mér ekki fundist það þess virði að skrifa nema mér líði vel. Að það sé í samhengi við lífið einhvern veginn. Það er svo notalegt að bíða eftir því að krakkarnir komi heim úr skólanum. Ég er til staðar. Get hent í kjötsúpu ef ég er í stuði og látið hana malla allan daginn. Og núna erum við Elma í fæðingarorlofi og ég finn vel fyrir því hversu vel ég er staddur í lífinu og hvað ég hef nú verið heppinn.“ „Ég tók viðtöl við pabba fram á dauðadag hans. Ég er enn að taka viðtöl við mömmu,“ segir Mikael. frÉTTabLaðið/erNir Pabbi var kóngurinn á Hlemmi þar sem Hann rak Hárgreiðslu- stofuna sína. rónarnir komu til Hans og fengu lánaðan Pening Hjá Honum. Brot úr bókarkafla Á Sahlgrenska sjukhuset var pabbi með prívatstofu. Sem er nokkuð sem hann átti aldrei sem krakki og heldur ekki sem kvæntur maður. Þá hreiðraði pabbi um sig sín megin í hjónarúmi og skipti sér aldrei af því hvernig heimili konur hans vildu skapa. Hann hafði enga skoðun á því, sagði hann þeim og trúði því sjálfur. Eða þannig lýsti hann þessu fyrir mér þegar hann var orðinn einn og bjó í gluggalausri geymslu undir Hárhorninu við Hlemm. Á einhvern furðulegan hátt leit hann á það sem svo að hann væri loksins sjálf- stæður maður. Hann bjó ekki lengur í húsi móður sinnar eða á heimili eiginkonu. Torfi var orðinn einn og hann gat steikt sér hakk og soðið spaghetti þar sem hann lá í baðkarinu sem hann notaði til að vaska upp leirtauið áður en hann kom upp vaski við hlið þess. Með réttu eða röngu fannst honum hann loksins vera frjáls. Laus við konur og veraldarvafstur. Hann ætlaði aldrei aftur að smíða nýja eldhúsinnréttingu eða kúga konu eins og hann gerði við móður mína þegar hann var vottur. ↣ 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 5 -B 0 4 8 1 E 2 5 -A F 0 C 1 E 2 5 -A D D 0 1 E 2 5 -A C 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.