Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 82
Á morgun kl. 13 hefst jólabasar Hringsins á Grand Hótel Reykjavík. Fólk þarf ekki að óttast að við tökum gripina til varðveislu heldur taka allir sína gripi aftur með heim. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is STÆRÐIR 14-28 Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is NÝ SENDING MEÐ JÓLAKJÓLUM Mikið úrval í stærðum14-28 eða 42-56 VANDAÐAR ÚLPUR FYRIR VETURINN STÆRÐIR 42-56 SJÁÐU ÚRVALIÐ OG PANTAÐU Í NETVERSLUN WWW.CURVY.IS EÐA Í SÍMA 581-1552 Margir eiga erfðagripi eða ættargripi í fórum sínum án þess að vita sögu þeirra, svo sem hversu gamlir þeir eru eða hvaðan þeir koma og hafa áhuga á að fá upplýsingar um það,“ segir Freyja Hlíðkvist Ómars- og Sess- eljudóttir, sérfræðingur á muna- sviði Þjóðminjasafnsins, en tvisvar á ári stendur safnið fyrir viðburð- inum Áttu forngrip í fórum þínum? Fjölbreytt flóra gripa „Það er allur gangur á því hvaða muni fólk kemur með til grein- ingar og yfirleitt er um að ræða fjöl- breytta og skemmtilega flóru gripa. Sumir koma jafnvel með gripi sem þeir vita allt um en vilja sýna okkur. Það er mjög fróðlegt að sjá hvað er til í fórum fólks,“ segir Freyja. Margir koma með hluti sem hafa verið lengi í þeirri eigu og jafnvel gengið á milli kynslóða. Freyja segir alltaf ánægjulegt að geta orðið fólki að liði og finna út aldur og uppruna slíkra gripa. „Við erum þrjú sem stöndum vaktina á sunnudaginn frá 14-16 og hvert okkar hefur sitt sérsvið. Hver og einn gripur er myndaður svo við höfum yfirsýn yfir hvað fólk kemur með til greiningar. Stundum tekst okkur ekki að greina þá muni sem fólk kemur með og leitum þá jafn- vel út fyrir landsteinana, til kollega okkar í nágrannalöndunum og oft tekst að fá nánari upplýsingar um viðkomandi hlut. Við verðmetum ekki gripina en greiningin er fólki að kostnaðarlausu.“ Les úr höfðaletri Freyja segir að persónulega hafi hún mestan áhuga á alþýðugripum og leturútskurði. „Þetta er dálítið nördalegur áhugi,“ segir hún hlæj- andi. „Alþýðugripur er yfirleitt grip- ur sem hefur tilheyrt hversdagslífi fólks. Þessir gripir eru oft gernýttir og hætta er á að þeir glatist á meðan fínni gripir standast frekar tímans tönn. Mér þykir óskaplega gaman þegar fólk kemur með gripi með útskornu höfðaletri, sem hafa verið í eigu sömu fjölskyldunnar í marga ættliði, og ég get lesið úr letrinu fyrir það. Oft áttar það sig þá á hver uppruni hlutarins er og í eigu hvers hann var. Ég veit ekki hvor verður þakklátari, ég eða eigendurnir.“ Allir fara með sína gripi heim Alltaf koma fram gripir sem koma á óvart en Freyja segir alla flóruna vera skemmtilega. „Fólk þarf ekki að óttast að við tökum gripina til varðveislu á Þjóðminjasafninu heldur taka allir sína gripi aftur með heim. Við ráðleggjum fólki hvernig best er að varðveita þá, við sem best skilyrði, en hita- og raka- sveiflur og sólarljós geta skemmt hluti á skömmum tíma.“ Dýrgripir í leynum Dýrgripir geta leynst víða. Sumir þeirra láta kannski ekki mikið yfir sér en geta reynst stórmerkilegir við nánari skoðun. Hægt verður að koma með gripi til greiningar hjá Þjóðminjasafninu á morgun. Freyja reiknar með að margir komi með gripi til skoðunar á morgun. MYND/STEFÁN Á jólabasarnum á morgun verður hægt að gera góð kaup og styrkja gott mál- efni. Kvenfélagið Hringurinn vinnur að mannúðarmálum í þágu barna. Jólabasar Hringsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík á sunnudaginn klukkan 13. Á basarnum verða til sölu hand- gerðir munir, tertur, smákökur og fleira kruðerí. Jólabasarinn markar einnig upphaf jólakorta- sölu Hringsins. Basarinn er ótvíræð vísbending um að jólin eru að koma og tæki- færi til þess að styrkja gott málefni um leið og gerð eru góð kaup. Barnaspítalasjóður Hringsins var stofnaður árið 1942. Í hann fer öll fjáröflun Hringsins og í uppbyggingu Barna- og unglingageðdeildar Landspítala, BUGL. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt. Allir þeir fjármunir sem safnað er renna óskiptir í Barnaspítala- sjóð og eru öll verkefni félagsins unnin af Hringskonum í sjálf- boðastarfi. Jólabasar Hringsins  10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . N Óv E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 6 -0 9 2 8 1 E 2 6 -0 7 E C 1 E 2 6 -0 6 B 0 1 E 2 6 -0 5 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.