Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 4
Tölur vikunnar 29.10.2017 Til 04.11.2017 2,2% var atvinnuleysið á þriðja árs- fjórðungi þessa árs. Að jafnaði voru 198.600 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 194.300 starfandi og 4.300 án vinnu og í atvinnuleit. 244 starfsmenn lögðu fram kvörtun til Vinnu- eftirlitsins á árunum 2004 til ársins 2015 vegna ofbeldis eða áreitni á vinnustað. 11.200 krónur geta ríkisstarfsmenn fengið greiddar fyrir mat í heilan dag á ferðalögum sínum innanlands á vegum ríkisins. 163 milljónir króna fengu þingmenn greiddar á árunum 2013 til árs- loka 2016 vegna aksturs eigin bifreiða. 69,4 milljónir króna eru biðlaunagreiðsl- urnar sem þingmennirnir 15 sem ekki náðu endurkjöri eiga rétt á næstu mánuði.9 þúsund kindur vill skógarbóndinn Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, að ekki sé farið með um lönd hans þegar farið er með fé af fjalli á haustin. Þrjú í fréttum Skutl, þreyta og kvennaframboð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kvaðst ekki kannast við bandalag Flokks fólksins og Miðflokksins í stjórnarmynd- unarviðræðum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ýjaði að. „Við spjölluðum nú bara saman í dag og Sigmundur var svo elskulegur að biðja bílstjórann sinn að skutla mér heim,“ sagði Inga eftir að hún sást í aftursæti bifreiðar Sigmundar við Bessa- staði. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, kvaðst hafa verið argur og þreyttur þegar hann neitaði að upplýsa um akstursgreiðslur sem hann fengi. Við blaðamann sagði hann að fréttamenn væru ekki að spyrja hvað lögfræðingar Rauða krossins væru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Ásmundur bað starfsfólk Rauða krossins afsökunar. Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórn- málafræðideild HÍ, sagðist efast um að kvenna- framboð næði einhverju flugi. Á annað hundrað konur mættu á fund þar sem ályktað var að niðurstöður kosninganna væru í hróplegu ósamræmi við tilefni þeirra. Fundað var um hugsanlegt kvennaframboð. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 Yfir 400 myndir af glæsivögnum Ómissandi bók fyrir alla bílaáhugamenn! Ný íslensk bók um sögu Mercedes-Benz Heilbrigðismál Lítill sem enginn munur  er á ávinningi þess fyrir sjúklinga að gangast undir kransæða- víkkun þar sem stoðnet er notað og að gangast undir lyfjameðferð. Tvíblinda rannsóknin ORBITAL er sú fyrsta sinnar tegundar og hefur vakið gríðarlega athygli. Hún setur spurningarmerki við aðferð sem notuð hefur verið á hundruð þús- unda sjúklinga með stöðuga hjarta- öng um allan heim á undanförnum áratugum. Stoðnet er agnarsmá járngrind sem opnar stíflaðar æðar. Þessi litlu tæki hafa bjargað lífi fjölmargra ein- staklinga sem fengið hafa hjartaáföll. Tvö hundruð einstaklingar með stöðuga hjartaöng, eða stöðugan brjóstverk, tóku þátt í rannsókninni. Að lokinni sex vikna lyfjameðferð fór hópurinn í hjartaþræðingu. Af þeim fengu 105 stoðnet. Hinir 95 fóru einnig í hjartaþræðingu en eftir að læknarnir höfðu þrætt örmjóan æða- legg í slagæð þeirra biðu þeir í örfáar mínútur og drógu legginn út án þess að koma stoðneti fyrir. Þetta er í eitt af örfáum skiptum í sögu hjartasjúkdóma- fræðinnar þar sem fölsk aðgerð er fram- kvæmd. Stoðnetin gerðu sitt hjá þeim sem þau fengu. Blóðflæði jókst verulega. Sex vikum síðar sýndu báðir hópar minni einkenni og voru þrek- meiri. Enginn marktækur munur var á hópunum. „Þetta er alveg stórmerkilegt og er í raun brautryðjendastarf. Rann- sakendurnir eiga mikið hrós skilið,“ segir Þorbjörn Guðjónsson, hjarta- læknir. Hann bendir þó á að hér sé um að ræða rannsókn á stabílum kransæðasjúkdómi og þýðið, sem sé lítið, sé skipað tiltölulega hraustum einstaklingum með einnar æðar sjúkdóm. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæðan árangur og betri lífs- gæði sjúklinga eftir kransæðavíkkun. Þó er ekki hægt að útiloka lyfleysu- áhrif þrátt fyrir að aðgerðin sýni aukið blóðflæði. Á Landspítalanum hafa þúsundir kransæðavíkkana verið framkvæmdar og í 90 prósent tilvika eru stoðnet notuð. „Niðurstaða [rannsóknarinnar] er eitthvað sem við öll getum verið sammála um, að það er sjálfsagt að reyna lyfjameðferð áður en sjúklingi er vísað til hjartaþræðingar,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir, deildar- stjóri æðaskurðdeildar Landspítala. Hún segir að um það bil 700 kransæðavíkkanir séu gerðar á ári. Stór hluti þeirra sé vegna stöðugrar hjartaöngvar. Stoðnet voru tekin í notkun snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Þau útheimta ekki meiriháttar aðgerð eins og hjáveituaðgerð. Rannsóknarhöfundar ORBITAL segja að hjartasérfræðingar hafi hingað til ekki tekið vel í hugmyndir um lyfleysurannsókn á virkni krans- æðavíkkana. Það sé almennt viður- kennt að kransæðavíkkun beri ótví- ræðan árangur og að það geti talist á siðferðilega gráu svæði að beita lyf- leysumeðferð á einstaklinga í þessum aðstæðum. „Við vitum það að lyfjameðferð er árangursrík í fólki með stabílan sjúk- dóm, en ef lyfjameðferð virkar ekki eða reynist þeim erfið, þá er eðlilegt að vísa fólki í hjartaþræðingu,“ segir Ingibjörg. ORBITAL-rannsóknin tók aðeins til einstaklinga með stöðuga hjarta- öng og niðurstöður hennar hafa engin áhrif á þá sem gangast undir kransæðavíkkun vegna bráðs krans- æðaheilkennis, þar á meðal vegna kransæðastíflu með eða án ST-hækk- unar. kjartanh@frettabladid.is Spurningarmerki sett við notkun stoðneta eftir sögulega rannsókn Aðferð sem notuð hefur verið á hundruð þúsunda sjúklinga er að mestu tilgangslaus samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í The Lancet. Varpar einstöku ljósi á ávinning kransæðavíkkana þar sem stoðnet eru notuð til að lina þjáningar hjartasjúklinga. „Þetta er alveg stórmerkilegt,“ segir hjartalæknir. Stoðnet eru úr ryðfríu stáli, kóbalti og krómi. Þau halda kransæða- þrengslum betur opnum. Fréttablaðið/Getty. Um 700 kransæðavíkkanir eru gerðar árlega á landspítala en á heimsvísu hundruð þúsunda. Fréttablaðið/Getty 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 5 -9 7 9 8 1 E 2 5 -9 6 5 C 1 E 2 5 -9 5 2 0 1 E 2 5 -9 3 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.